Sunday, November 06, 2005

Röfl

Hæ. Hef ekki bloggað alltof lengi, en hverjum er ekki sama...

Hvað um það. Best að taka fram að ég er að leika á Dubliner í kvöld, mætið öll.

Leikskólar... gaman að þeim. Á sumum leikskólum er ástand þannig að foreldrar vita aldrei hvort þau komast í vinnuna þann daginn, því líklegt er að skólinn sé lokaður vegna manneklu. Borgarstjóri ber því við að Reykjavíkurborg, sem var ásamt fleirum að samþykkja að byggja tólf milljarða tónlistarhús, eigi ekki fé til að hækka eilítið laun leikskólakennara svo einhver fáist nú í djobbið. Veit ég um fólk sem hefur misst vinnuna vegna tíðra fjarvista, því það þurfti að sitja heima með börnunum. Sýnum því borgarstýrunni sívælandi hvað er gaman að vera atvinnulaus og kjósum einhvern annan næst.

Fyrst maður er í pólítísku röfli, þá er tilvalið að minnast á Össur, vin okkar. Sökum þess að einhver einhversstaðar sagði að kannski væru vélar BNA-hers notaðar til að millilenda hérlendis - kannski - með stríðsfanga á leið í felufangabúðir, mögulega í Póllandi, mögulega... hvergi (það nefnilega virðist sem svo að það séu engar sannanir, aðeins tilgátur og ágiskanir), þá vill Össur banna tilteknum flugvélum í eigu Bandaríkjahers að fljúga í íslenskri landhelgi, hvað þá að lenda hérlendis. Hann talar mikið um að þetta sé svartur blettur á þjóðinni og nú verði að grípa í taumana. Þó er alls ósannað að nokkuð sé til í þessum fréttum, og sé eitthvert sannleikskorn þar er alls óvíst að það sé nokkuð svo slæmt. Falin fangelsi þurfa nefnilega ekki að þýða pyntingar, aðeins það að einhver fangi er í felum svo ekki sé hægt að senda vopnaða sveit manna til að ná honum út. Eins, ef um terrorista er að ræða, sem mögulega búa yfir vitneskju um hryðjuverk í uppsiglingu, má mín vegna steikja viðkomandi yfir hægum eldi og plokka af honum táneglurnar til að losa um málbeins hans,sé það líklegt til að bjarga mannslífum í massavís.
Össuri finnst þessi týpa lýðskrums örugglega líkleg til að skila fáeinum atkvæðum til hans, en þó er það eina sem er öruggt í þessu máli að Össur veit ekkert um þessar Con Air - vélar frekar en ég og þú.

Annars er ég bara hress. Var að horfa á The Descent í gær, hrollvekja um nokkrar kerlingar í útilegu sem komast í hann krappan. Hef ekki áður setið jafn límdur yfir mynd um kerlingar í útilegu síðan ég sá Lesbian Camping þegar ég var sextán vetra. The Descent er gerð af sama leikstjóra og gerði Dog Soldiers nýverið, en sú mynd er í miklu uppáhaldi hjá mér og mínum.

Að lokum vona ég að ástarfleyið sökkvi með manni og mús og Bachelorinn fái lekanda af einni dræsunni.

3 Comments:

Anonymous Anonymous said...

You have a super blog here! I will be saving it to my favorites for sure. I just visited a site Used Cars with a great article about Used Cars . If nothing else it's a great read.

3:13 PM  
Blogger Stebbi Bollustrákur said...

Systir hans Kjartans, vinar mín, er í Ástarfleyginu. Hún er voða fín og ég vona að hún komist lífs af.

11:20 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Ókei, hún má lifa því Kjartan er fínn. Ég ætla samt að missa af þessu og hlakka mikið til þess.

10:37 PM  

Post a Comment

<< Home