Tuesday, November 29, 2005

Röss djévaffdjé

Í dag býst ég við að fá í krumlurnar fjórfaldan mynddisk með bestu hljómsveit allra tíma, Rush.
Siggi í 2001 sagði mér í gær að þetta ætti að detta inn í dag og býð ég svo spenntur að það hálfa væri fullmikið fyrir minn smekk.
Það gladdi mig þónokkuð þegar ég var að fara yfir það í huganum hvað ég væri búinn að kaupa af dvd uppá síðkastið hversu mikið er af músík í bunkanum. Oft þegar maður er að spila mikið sjálfur, líkt og ég geri þessa dagana fyrir fullt af peningum, dettur niður áhuginn á tónlist og hún verður bara vinna. En ekki núna. Hef sjaldan hlustað jafn mikið á músík eins og síðustu mánuði og jafnvel að nýju efni og óþekktum (eða óþekkum) böndum hafi verið gefinn séns og oftast hent aftur ofan í skúffu. Lofum Drottinn og Apple fyrir iPodinn.

Einn vondur:

Tveir sjáendur hittast á götu. Annar segir við hinn: Ég sé að þér líður svona ljómandi vel. Hvernig líður mér annars?

Svo vil ég benda á linkinn hér til hliðar á bloggsíðu Jökuls Loga, sem er þrettán vetra gamall frændi minn á Stokkseyrarbakka, mikill áhugamaður um tónlist og sérdeilis skemmtilegt kvikindi. Oft kallaður rauðhærða rokkgelgjan.

3 Comments:

Blogger Litli Jökull said...

Takk, hr. Ing***.

12:52 PM  
Anonymous kiddi said...

þér eruð hérmeð boðnir í sérlegt rush-partí við tækifæri að hlýða og horfa á þessa tónleika í heimabíói mínu.

Virðingafyllst,

Kiddi

11:25 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Það verður gaman. Var að horfa á þetta í gær. Gaman. Aukaefnið er sérlega skemmtilegt. Mike Myers að tala um þá tíð er hann var nýfluttur frá Toronto til USA og sagði þá "ég er frá Toronto og bróðir minn var í bekk með strákunum í Rush" og varð strax gríðarlega kúl við það. Einng gaman að sjá hártískuna um og fyrir 1980.

10:09 AM  

Post a Comment

<< Home