Tuesday, November 15, 2005

Skuggabörn

Sá eitthvað af heimidaþættinum á Rúv áðan, sem fjallaði um gerð bókarinnar Skuggabörn eftir Reyni Traustason. Var þar sýnd upptaka af því þegar Reynir festi kaup á kókaíni í útlandinu og smyglaði því svo heim á klakann. Þegar til landsins var komið gaf hann sig fram við tollarana og var stungið í stein.
Það sem ekki var sýnt er kostnaður okkar skattborgaranna vegna athæfisins. Við svona bjálfagang og smábarnalæti fer nefnilega í gang ferli sem tollverðir, lögregla, dómsvaldið og eflaust fleiri þurfa að eyða tíma í. Þegar atburðurinn átti sér stað kvað starfsmaður tollstjóra kostnaðinn við svona lagað hlaupa á hundruðum þúsunda, jafnvel yfir milljón. Ekki hef ég heyrt orð um að Reynir eða samstarfsmenn hans hafi fengið gíróseðil fyrir þeirri upphæð - gíróseðiðillinn fór til okkar skattborgara.
Einhvernvegin virkar þetta á mig sem Reynir hafi í athyglissýkiskasti ákveðið að eyða tíma og peningum undirmannaðs og fjársvelts tollembættisins á Keflavíkurflugvelli í að auglýsa þessa skruddu sína.
Svo kæmi mér ekkert á óvart að meðan tollarar voru að færa hann til fangaklefa og sátu fastir í tímafrekri skýrslugerð hafi einhver með talsvert meira magn og verri ásetning sloppið í gegn...

Lifið heil.

2 Comments:

Blogger Jimy Maack said...

þetta var arfaslöpp mynd.
Ég held að ferð niður laugaveginn segi meira en þessi mynd um undirheima reykjavíkur

1:30 PM  
Blogger Elvar said...

þú ert búinn að röfla um þetta áður.......hvernig væri að vera svolítið ferskur ha? En er ekki hin raunverulega ástæða þess að þú skulir væla svona sú að ÞÚ hagnaðist fyrst með fíknefnaviðskiptum? Sjarmurinn sjálfur. Best að segja þetta á útlensku líka, svo fjárfestar þínir kúpli. Herr Ingvar hat viele geld an sich gekommen veil Er hat canabisch, heroinsch und chochainish verkauft.

3:39 PM  

Post a Comment

<< Home