Tuesday, December 27, 2005

Sveppur

Hann á ammælídag
Hann á ammælídag
Hann á ammælann SVEPPUR
Hann á ammælídag

Eldri Sveppur, réttu nafni Alex, á einmitt ammælídag og er réttra fjórtán vetra. Ber að geta þess að hann er nefndur í hausinn á Alex Lifeson, gítarleikara Rush og er það fínt.

Til hamingju, Alex minn, og megirðu fá fullt af fínu dóti í ammælisgjöf.

Sunday, December 25, 2005

Jólajóla

Halló, fólk!

Ég fékk jólapakka, tvennar buxur, peysu, Stephen King og Arnald, gasgrill, mynd af James Bond, ilmatn og svitalyktareyði frá kerlu (sem hlýtur að tákna að henni finnist ég lykta illa), grillbók, dvd-mynd og allskonar. Svín í matinn og rjúpa í snakk á eftir, möndlugrautur í eftirrétt og svakafínn rækjuréttur í forrétt, en hann var (fyrir utan rjúpuna) bestur af öllu.
Litlisveppur í svakafíling og sofnaði ekki fyrr en á miðnætti.

Við Litlisveppur erum nú að raða í okkur rjúpu og laufabrauði og horfa á Latabæ, sem hann fékk í jólagjöf. Latibær kennir börnum að meta gildi hreyfingar, stórfenglegs ofleiks, lélegs ríms og vondrar teknótónlistar eftir hinn annars ágæta Mána Svavars. Skiptum yfir í Simpsons bráðum.

Eitt sem ég þoli illa er ensk setningmyndun í íslensku máli. Til dæmis er auglýsing frá einhverju apótekinu hvar sagt er "hvenær þú ættir að leita ráðlegginga hjá þínum lækni" í stað þess að segja "hjá lækninum þínum". Eitthvað er um þetta í Latabæ. Til dæmis er ekki talað um a-vítamín og b-vítamín, heldur vítamín a og vítamín b. Eitt dæmi af allnokkrum.

Semsagt, eftir nokkur ár verða börnin okkar voðalega vel á sig komin líkamlega, en tala ísl-ensku.

Annars fór ég í bjór eftir vinnu á Þorláksmessu og hitti Berg Geirs, sem kynnti mig fyrir Kiefer Sutherland, sem er, eins og dyggir lesendur vita, í gríðarlegu uppáhaldi hjá mér og minni familíu. Það var indælt hjá honum og góður endir á geðveikri vinnutörn í Búð Tóna, hvar maður hafði nýlokið rúmlega þrettán tíma vakt og selt kassagítara og Cubaseforrit meðan skötulyktin var að drepa mann. En það fylgir deginum og ég myndi helst ekki vilja hafa það öðruvísi... eða hvort ég er bara í svona gríðarlegu jólaskapi að mér finnst allt frábært.

Í jólagjöf frá mér til mín keypti ég Presonus Inspire Firewire hljóðkort og Cubase-forrit í pakka. Hlakka mikið til að fá Inga Val og Stebba Stuð í heimsókn að kenna mér á það svo ég geti loksins lært á Cubase-inn og tekið upp nokkur ódauðleg meistaraverk sem búa í kolli mínum. Ég hef nefnilega samið gríðarlega mikið magn laga, sem í 99% tilfella fara í ruslið. Ég skrifa sjaldnast nokkuð niður, því ég hef einhvernveginn bitið það í mig að ef maður man ekki lag sem maður samdi þá var það ekki nógu gott til að byrja með. Nú skal tekið upp. Kannski plata á næsta ári - drífa í því loksins, kominn á fertugsaldurinn.

Megi Hann blessa ykkur.

Friday, December 23, 2005

Ég vildi að alla daga væri Jón

Það er að koma Jón, Jón alla daga og fleiri lög um yfirmann minn. Skemmtilegur tími.

Elton John var að ganga í staðfesta sambúð með hinum hommanum. Gott hjá þeim. Eins og segir í kvæðinu "það mun verða veislunni margt í". Elton John heitir réttu nafni Reginald Dwight, en tók sér listamannsnafnið Elton John í höfuðið á tveimur hljómsveitarfélögum sínum, Ben Elton og Long John Baldry heitnum, sem var vinur Stuðmanna og söng "She broke my heart" með þeim. Hann (Elton John) breytti nafninu sínu löglega fyrir nokkrum árum og tók sér einnig millinafn. Hann heitir núna löglega Elton HERCULES John. Pæliðíðí, maður.

Herkúles var voða vondur út í Madonnu um daginn og kallaði hana belju og druslu og ömurlega kerlingu. Það var af því að hún nennti ekki að spila í brúðkaupinu hans. Skil hana alveg, brúðkaup eru ekki alltaf skemmtileg gigg. Elton John kvað David Furniture, ástmann sinn, hafa beðið hana í þrígang að spila og syngja, en hún sagði alltaf nei.
Hún er sumsé ekki ömurlegri en það að þeir báðu hana ÞRISVAR! Greinilega alger belja. Bévítans hommar eru þetta.

Er að horfa á Friends á Sirkus. Gaman að því.

Var áðan að horfa á Rescue Me. Það eru fínir þættir, sem ég hef ekki séð nógu mikið af. Verð að kaupa þá á dvd. Strax og ég er búinn að horfa á þá Dead Zone, CSI, Lost og alla aðra þætti sem ég á og hef ekki nennt að horfa á ennþá.

Brjálað að gera í Búð Tónanna og allt að verða vitlaust. Bíð spenntur eftir morgundeginum. Það er Þorláxmessa og þá kemur alltaf fulli kallinn, angandi af skötu.

Vil vitna í Guðmund Andra Thorsson, sem sagði að skötuát væri eins og að neita sér um að nota vatnssalerni, bara af því að það væri þjóðlegt. Líklegast það gáfulegasta sem komið hefur út úr honum. Það þjóðlegasta sem ég ét er hið rammíslenska Brennivín. Það er gull og dásemd og miklu betra en úldin innyfli, súrt blóðmör og skemmdar hreðjar af karlrollum. Allt það bévítans drasl varð úrelt strax og frystikistan var fundin upp. Mér finnst samt harðfiskur góður, sem og hangiket.

Kiefer á klakanum. Gaman væri að hitta hann. Hann er víst skrýtinn með víni. Svo koma Quentin og Elijah Wood fyrir áramót. Ég myndi bjóða þeim heim í rauðvín og kex ef konan myndi leyfa mér það. Svo er Elijah Baggins ekki kominn með aldur til að drekka heldur.

Jólin nálgast óðfluga. Blogga ekki meira fyrir jól. Því segi ég við alla, vini og vandamenn, frændfólk nær og fjær, samstarfsmenn og meðspilara, drykkjufelaga og fjölskylduvini, trúbræður og heiðingja, píkupoppara og pönkara, krata, komma og hægrimenn, hnakka og úlpur, viðskiptavini úr vinnunni og fyllibyttur sem stunda staðina sem ég spila á, kynvillta sem kynvísa, Christinu og Britney:

GLEÐILEG JÓL OG GUÐ BLESSI YKKUR ÖLL!!!

Skrifa meira milli jóla og nýárs, sem er einmitt ömurlegasti tími ársins. Það er þó nóg að éta, má hugga sig við það.

Ég elska ykkur öll.

Sunday, December 18, 2005

Á skjánum birtast hreindýr

Í gær var gaman og það ekki lítið. Óskar og Jónína voru nebblega að gifta sig og þá sé stuð. Kom alltof seint, var að vinna í búð Tóna og seldi eins og mófó. Svo fór ég heim og skrúbbaði mig og sá að það er engin lygi að konur eru að meðaltali tveimur vikum lengur en karlar að taka sig til.
Í veislunni sat ekki Pétur. Hann sat fyrir utan salinn og drakk bjór. Fór ekki inn í salinn fyrr en þremur seinna og þá til að taka með mér lagið. Hann hélt einnig litla tölu, sem var á þessa leið:

Góðir gestir. Ég man þegar ég kynntist Óskari og Jónínu. Takk fyrir.

Ekki gat ég sagt það sama, því þrátt fyrir að hafa þekkt þetta fólk í allavega sex ár man ég ekkert hvernig ég kynntist því. Þau bara voru þarna einn daginn og hafa ekki farið síðan.

Eftir að hafa spilað rassinn úr buxunum með æði mörgum músíköntum í veisluni var haldið í bæinn á fygglerí - með brúðhjónunum! Við hjónin fórum heim klukkan fimm og brúðhjónin héldu áfram að djamma. Schnilld.

Í veislunni flugu margir fyndnir punktar og jafnvel fleiri phisically painful, þá oftast úr mínum munni. Verða þeir ekki hafðir eftir hér.

Best að setja inn linka á hvað mig langar í í jólagjöf. Hér er sitthvað:

http://world.guns.ru/handguns/hg90-e.htm

http://peavey.com/products/browse.cfm/action/detail/cat/61/item/113964/number/00575450/JSX%28TM%29JoeSatrianiSignatureHead.cfm

http://jackdaniels.com/home.asp

Meira seinna, farinn að laga til eins og konan mín sagði mér að gera.

Friday, December 16, 2005

Föstudagsfjör

Richard Pryor dojur. Eftir ítrekaðar tilraunir hans sjálfs tók Almættið hann til sín síðustu helgi. Pryor hafði mikið reynt að ná fundi Hans, t.d. með því að kveikja í sér og moka kókaínfjalli jafnþungu og Húsavík upp í nefið á sér.

Sylvía Nótt segist ólétt eftir Quentin Tarantino. Þetta er pottþétt eftir Egil Rafns.

Femínistar kúka enn upp á bak. Þið hafið öll séð Pepsi Max-auglýsinguna hvar Jóli er með kerlu í fanginu og textinn segir "Það vilja allar mömmur kyssa jólasveininn okkar". Talsmaður femínista sagðist í útvarpinu ætla að kæra Egils. Frábært.

Bendi á þetta í framhaldi:

http://www.baggalutur.is/auglysingar.php

Jólagjöfin í ár er Spiderman-teiknimynd á dvd með íslensku tali. Auddi úr Strákunum tlar fyrir Pétur Parker. Örugglega hrein dásemd. Vil vitna í Megas og segja "afsakið meðan ég æli".

Annars,til að koma að einhverju pólítísku, ók ég framhjá gömlu Búð Tóna um daginn og sá þar flennistór veggspjöld frá BSRB með yfirskriftinni "Vatn er ekki verslunarvara" og öðrum svipuðum slagorðum. Hefði komið mér á óvart ef ég hefði ekki vitað af því að Vinstri Grænir komu með frumvarp nýverið hvar þeir fara fram á að Ríkið hirði stöðuvötn af löggildum eigendum sínum víða um land, því þeim þykir jú óhæfa að eitthvað sé í einkaeign. Gangi frumvarpið í gegn (sem blessunarlega eru litlar líkur á) mega bændur víða, sem lifa t.d. á því að selja veiðiréttindi í vötnum sínum, eiga vona á að Ríkið hirði af þeim pollana. Þess má til gamans geta að einn þingmaður Vinstri Grænna, Ögmundur Jónasson, er formaður BSRB og virðist það ekki naga samvisku hans að klípa af nauðungargjöldum félagsmanna BSRB til að prenta veggspjöld til að auglýsa þetta fremur ógeðfellda frumvarp flokksins.
Þetta er flokkurinn sem kallar alla aðra spillta.

Hlakka mikið til að sjá King Kong og Saw 2. Keypti og horfði á King Kong síðan ´76 um daginn. Hafði heyrt hræðilega hluti um hana. Hún er frekar vond en sant alveg FRÁBÆR! Jeff Bridges í aðalhlutverki, en hann er sífellt hress. Báðir strákarnir mínir hafa séð hana núna og líkar vel.

Allir í stuði. Er að vinna eins og Sveppur fram að jólum. Gaman að því. Bléssókléssó.

Thursday, December 15, 2005

Hvað er að frétta?

Wednesday, December 14, 2005

Einn, tveir og allir með!!!

Komi fólkið sælt og afsakið hvað er langt frá síðustu færslu, en ég á mér líf. Brjálað að gera í búð Tóna og brátt verður unnið fram á kvöld. Svo verður jólasteik og rjúpa. Hvað um það - femínistar landsins voru að drulla í pilsin sín og langt upp á bak. Forsætisráðherra landsins varð nefnilega á að óska hinni gullfallegu Unni Birnu til hamingju með titilinn Ungfrú Heimur. Þá verða feminasistarnir dýrvitlausir og liggur nærri að afsagnar Halldórs hafi verið krafist fyrir að taka þátt í þeirri gríðarlegu kvenniðurlægingu sem þær telja keppnina vera. Sjá nánar hér:

http://www.visir.is/apps/pbcs.dll/article?AID=/20051213/FRETTIR01/112130075/1091

Nú vilja femínistar aukinn hlut kvenna í fjölmiðlum og menntamálaráðherra tekur undir það. Gæti verið að ástæðan fyrir því sé að færri konur sækja um hjá ljósvakamiðlunum en karlar? Eins gæti ég bent á fjölda kvenna sem starfa á öldum ljósvakans og eiga þar augljóslega ekkert erindi - reyndar fjölda karla líka, kannski byrja á starfsfólki FM957 í heild sinni.

Nú, Colin Farrel kominn í meðferð - kemur álíka mikið á óvart og að það rigni á 17. júní.

Annars er lítt að frétta. Við félagarnir í Swiss lékum fyrir gesti Dubliner síðustu helgi og vorum, þó ég segi sjálfur frá, í feyknastuði og skemmtum sjálfum okkur og öðrum vel. Svo á sunnudagskvöldið var jólahlaðborð búðar Tóna og verður Fúsi að teljast kynvillingur fyrir að koma ekki með. Snæddum á Lækjarbrekku, sem er toppklassastaður, og var hlaðborðið ljómandi gott. Svo fórum við flest í leikhús og sáum jólasöguna sem Hugleikur hefur sett upp í Tjarnarbíói.

ÞAÐ VAR FARGINGS SNILLD!!!

Bravó, fjórfalt húrra, fimm stjörnur af fjórum og til hamingju með að vera svona frábærlega skemmtilegur sjálfstætt starfandi leikhópur. Bendi lesendum bloggsins á að drífa sig og sjá þetta sem fyrst svo þau komist þá til að sjá þetta aftur.

Þá breyttust einmitt Stebbi og hans kvinna, hún María, í plebba því þau komu ekki með.

Þá lýk ég bullinu í kvöld og bið ykkur vel að lifa.

Wednesday, December 07, 2005

Rjúpa

Hvar get ég keypt rjúpu í allverulegu magni fyrir jólin? Má vera útlensk, þar sem ég hef í hyggju að éta kvikindin, en ekki sitja á spjalli... fyrr en ég er búinn með of mikið rauðvín. Er ekki einhver búð með svona fiðurfénað? Veit það einhver?

Hvað um það, ég er í miklu stuði. Er búinn að éta alltof mikið upp á síðkastið á hádegishlaðborði Pottsins og pönnunnar. Mæli með hádegispakkanum þar, ég er örugglega búinn að bæta á mig þyngd hálfs Skóda síðan búðin mín flutti í næsta hús við þennan frábæra veitingastað. Kannski maður ætti að fara að sprikla, hlaupa á bretti, lyfta lóðum, gera magaæfingar... ætli það sé ekki nauðsynlegt svo maður geti haldið áfram éta allt sem að kjafti kemur, allan daginn. Matarlyst mín er að setja mig á hausinn, ef þetta heldur svona áfram verð ég að hætta að drekka og ef þetta versnar verð ég að hætta að kaupa hljóðfæri!

Best að elda eitthvað þríréttað, fá sér bjór og fara í háttinn með hangiket og laufabrauð. Allt í lagi að maula laufabrauð í rúmið eftir að við hjónin eignuðumst svona magnaða Rainbow-ryksugu!

Tuesday, December 06, 2005

Lúkasarspjall

Áttaði mig á einu í dag varðandi hinn skemmtilega kvikmyndagerðarmann George Lucas. Hann hefur, eins og landsmenn allir með greindarvísitölu yfir frostmarki vita, gert allnokkrar bíómyndir sem gerast í fjarlægum sólkerfum fyrir margt löngu.

Þar líður ekki sú mynd að ekki missi menn, skepnur og vélmenni hendurnar.

Sem hljóðfæraleikari finnst mér alltaf frekar ógeðfelld tilhugsun að missa hönd - tala nú ekki um báðar - og fór því um mig hrollur þegar ég áttaði mig á því að nokkrar aðalpersónur Stjörnustríðsþríleiksins tvöfalda hafa orðið höndinni styttri á hvíta tjaldinu og plasmaskjám landsmanna.

Við munum öll þegar Svarthöfði hjó hönd sonar síns af við úlnlið (og var í framhaldi sviptur forræði og titlinum faðir ársins) í bestu mynd seríunnar. Færri muna að í sömu mynd missti samkynhneygt vélmenni að nafni C3PO handlegginn og í byrjun myndarinnar hjó sonurinn Logi handlegg af snæskrýmsi einu. Reyndar verður að taka fram honum til málsbóta að snæskrýmslið hafði hugsað sér að snæða hann skömmu síðar og flokkast þetta því sem sjálfsvörn.
Svarthöfði sjálfur missti flestalla útlimi í viðureign sinni við Óbí van Kannabiss í lok nýrri þríleiksins, en færri muna kannski að í myndinni þar á undan datt af honum höndin í slag. Sjálfur hafði hann höggvið báðar hendur af Sarúman (sem hét eitthvað annað í þessum myndum) í upphafi Revenge of the Sith. Í þeirri sömu mynd hjó hann svo ekki bara hönd heldur allan bévítans handlegginn af Samuel L. Jackson. Skemmtileg tilviljun, því þessi sami handleggur var einmitt allt sem var eftir af þeim ágæta leikara í Jurassic Park eftir að Raptorarnir höfðu snætt hann sælla minningar.
Einn aukaleikaranna í Klónamynd Stjörnustríðsseríunnar missti líka hönd (Sam Vessel minnir mig að nafn persónunnar hafi verið) og eflaust eru fleiri sem ég man ekki eftir á þriðjudagskvöldi.

Bara datt í hug að koma þessum hugleiðingum mínum á framfæri því ég hafði ekkert skárra að gera.

Man einhver eftir fleirum í Star Wars sem misstu hönd? Kannski bara fingur? Er einhver þarna úti?

Oft er fjör í Eyjum

Gott ef maður skellti sér ekki bara með félögunum í Swiss til Vestmannaeyja sl. laugardag að leika í prívatsamkvæmi. Herjólfur á hádegi, lagt af stað fullsnemma fyrir minn smekk og dagurinn tekinn í gott sándtest, kaupa snyrtilegan klæðnað á þá sem gleymdu honum og ofát almennt. Smakkaði á veitingastað, sem ég man ei nafnið á, einn þann besta kjúkling sem ég hef ekki eldað sjálfur. Eyjar eru skemmtilegar og til að toppa þetta var meira að segja hægt að hlæja að Spaugstofunni þennan daginn, en það gerist ekki oft.
Ballið var skrýtið, eins og gerist með svona einkasamkvæmi æði oft. Eftir mat, drykk og skemmtiatriði fer oft helmingur samkomugesta heim að lulla eða annað að djamma, en ekki þarna - allir á gólfið og svakastuð. Svo, eðli málsins samkvæmt, týndist eldra fólk út fyrst, svo þeir sem mest höfðu skolað niður af áfengi og að lokum svo þeir sem fannst við ekkert skemmtilegir og fóru annað. Við byrjuðum á gömlu dönsunum og enduðum á Cream og Hendrix! Gaman að því.
Skelltum okkur svo stundarkorn á Lundann, hvar hljómsveitin Tríkot var að trylla lýðinn, og tókum nokkur lög. Þar buðu tveir karlmenn mér upp í dans - hvor í sínu lagi. Verð að muna að láta ekki sjá mig snyrtilegan til fara í Eyjum aftur, það veldur bara misskilningi.
Má einnig til með að minnast á löggumanninn sem var á ballinu. Bauð okkur mjög í glas, en ég kvaðst ekki vilja drekka mikið, því ég þyrfti að keyra rokkmóbílinn niður í Herjólf um morguninn. Þá reddaði hann bara bílstjóra og sagði mér að drekka bjórinn minn! Uppáhaldslöggan mín þann daginn (fyrir utan tengdapabba, sem var að passa Litlasvepp).

Og þá að allt öðru - Roger Moore á klakanum. Versti Bondinn, en langbesti Dýrlingurinn.

Fimm hlutverk Moore sem ég man eftir;

1. James Bond. Moore breytti Bond í trúð. Ég hata trúða. Fílaði hann samt mjög vel þegar ég var barn og unglingur.

2. Dýrlingurinn. Bý svo vel að eiga eitthvað af gömlum Dýrlingsþáttum á VHS og hef haft gaman af. Moore var miklu mun betri þarna en arftaki hans, Ian Ogilvy.

3. Ottó Hect Majór í Flóttanum til Aþenu - getið þið ímyndað ykkur Roger Moore sem þýskan majór í seinniheimsstyrjaldarmynd? Ó, nei. Ég hef séð myndina og ég get samt ekki ímyndað mér það. Gríðarlega fyndið. Þó er ekki hægt að skrifa mistökin á Moore sjálfan, meira á leikstjórann. Þetta er svipað og að fá undirritaðan til að leika risa eða Randver Þorláks til að leika Sölku Völku.

4. Lloyd í Boat Trip - Moore leikur gamlan homma á skemmtiferðaskipi. Fínt. Mjög að gera grín að Bond, en samt alveg anti-Bond.

5. Finn í Villigæsunum. Ein besta leikframmistaða Moore, en Richard Burton og Richard Harris skyggja þó verulega á hann án þess að blása úr nös. Ljómandi fín mynd. Ef þú hefur ekki séð hana þá kostar hún þúsundkall í 2001 á Hverfisgötu.

Vil einnig benda á Moore-brandarann á Baggalút. Sjá link hér til hliðar.

Nú skal farið með bílinn í jólabónið og svo í vinnuna. Veriði sæl.