Wednesday, December 14, 2005

Einn, tveir og allir með!!!

Komi fólkið sælt og afsakið hvað er langt frá síðustu færslu, en ég á mér líf. Brjálað að gera í búð Tóna og brátt verður unnið fram á kvöld. Svo verður jólasteik og rjúpa. Hvað um það - femínistar landsins voru að drulla í pilsin sín og langt upp á bak. Forsætisráðherra landsins varð nefnilega á að óska hinni gullfallegu Unni Birnu til hamingju með titilinn Ungfrú Heimur. Þá verða feminasistarnir dýrvitlausir og liggur nærri að afsagnar Halldórs hafi verið krafist fyrir að taka þátt í þeirri gríðarlegu kvenniðurlægingu sem þær telja keppnina vera. Sjá nánar hér:

http://www.visir.is/apps/pbcs.dll/article?AID=/20051213/FRETTIR01/112130075/1091

Nú vilja femínistar aukinn hlut kvenna í fjölmiðlum og menntamálaráðherra tekur undir það. Gæti verið að ástæðan fyrir því sé að færri konur sækja um hjá ljósvakamiðlunum en karlar? Eins gæti ég bent á fjölda kvenna sem starfa á öldum ljósvakans og eiga þar augljóslega ekkert erindi - reyndar fjölda karla líka, kannski byrja á starfsfólki FM957 í heild sinni.

Nú, Colin Farrel kominn í meðferð - kemur álíka mikið á óvart og að það rigni á 17. júní.

Annars er lítt að frétta. Við félagarnir í Swiss lékum fyrir gesti Dubliner síðustu helgi og vorum, þó ég segi sjálfur frá, í feyknastuði og skemmtum sjálfum okkur og öðrum vel. Svo á sunnudagskvöldið var jólahlaðborð búðar Tóna og verður Fúsi að teljast kynvillingur fyrir að koma ekki með. Snæddum á Lækjarbrekku, sem er toppklassastaður, og var hlaðborðið ljómandi gott. Svo fórum við flest í leikhús og sáum jólasöguna sem Hugleikur hefur sett upp í Tjarnarbíói.

ÞAÐ VAR FARGINGS SNILLD!!!

Bravó, fjórfalt húrra, fimm stjörnur af fjórum og til hamingju með að vera svona frábærlega skemmtilegur sjálfstætt starfandi leikhópur. Bendi lesendum bloggsins á að drífa sig og sjá þetta sem fyrst svo þau komist þá til að sjá þetta aftur.

Þá breyttust einmitt Stebbi og hans kvinna, hún María, í plebba því þau komu ekki með.

Þá lýk ég bullinu í kvöld og bið ykkur vel að lifa.

2 Comments:

Blogger Olga Bj� said...

Sástu asnalegu mömmu-kyssa-jólasveins auglýsinguna? Hvað ætli femínistar segi við henni?

Reyndar tekur Baggalútur vel á því í dag.

Olga Björt

1:07 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Femínistar eru brjálaðir yfir Pepsí-auglýsingunni og ætla að kæra Egils! Spauglaust!
Femínazistar - megi þær kafna í eigin táfýlu og fá yfirskegg allar sem ein.
Baggalútur er sterkur á því með femínistaauglýsinguna, enda hressir í hvívetna sem endranær - eins og undirritaður.

2:51 PM  

Post a Comment

<< Home