Friday, December 16, 2005

Föstudagsfjör

Richard Pryor dojur. Eftir ítrekaðar tilraunir hans sjálfs tók Almættið hann til sín síðustu helgi. Pryor hafði mikið reynt að ná fundi Hans, t.d. með því að kveikja í sér og moka kókaínfjalli jafnþungu og Húsavík upp í nefið á sér.

Sylvía Nótt segist ólétt eftir Quentin Tarantino. Þetta er pottþétt eftir Egil Rafns.

Femínistar kúka enn upp á bak. Þið hafið öll séð Pepsi Max-auglýsinguna hvar Jóli er með kerlu í fanginu og textinn segir "Það vilja allar mömmur kyssa jólasveininn okkar". Talsmaður femínista sagðist í útvarpinu ætla að kæra Egils. Frábært.

Bendi á þetta í framhaldi:

http://www.baggalutur.is/auglysingar.php

Jólagjöfin í ár er Spiderman-teiknimynd á dvd með íslensku tali. Auddi úr Strákunum tlar fyrir Pétur Parker. Örugglega hrein dásemd. Vil vitna í Megas og segja "afsakið meðan ég æli".

Annars,til að koma að einhverju pólítísku, ók ég framhjá gömlu Búð Tóna um daginn og sá þar flennistór veggspjöld frá BSRB með yfirskriftinni "Vatn er ekki verslunarvara" og öðrum svipuðum slagorðum. Hefði komið mér á óvart ef ég hefði ekki vitað af því að Vinstri Grænir komu með frumvarp nýverið hvar þeir fara fram á að Ríkið hirði stöðuvötn af löggildum eigendum sínum víða um land, því þeim þykir jú óhæfa að eitthvað sé í einkaeign. Gangi frumvarpið í gegn (sem blessunarlega eru litlar líkur á) mega bændur víða, sem lifa t.d. á því að selja veiðiréttindi í vötnum sínum, eiga vona á að Ríkið hirði af þeim pollana. Þess má til gamans geta að einn þingmaður Vinstri Grænna, Ögmundur Jónasson, er formaður BSRB og virðist það ekki naga samvisku hans að klípa af nauðungargjöldum félagsmanna BSRB til að prenta veggspjöld til að auglýsa þetta fremur ógeðfellda frumvarp flokksins.
Þetta er flokkurinn sem kallar alla aðra spillta.

Hlakka mikið til að sjá King Kong og Saw 2. Keypti og horfði á King Kong síðan ´76 um daginn. Hafði heyrt hræðilega hluti um hana. Hún er frekar vond en sant alveg FRÁBÆR! Jeff Bridges í aðalhlutverki, en hann er sífellt hress. Báðir strákarnir mínir hafa séð hana núna og líkar vel.

Allir í stuði. Er að vinna eins og Sveppur fram að jólum. Gaman að því. Bléssókléssó.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home