Friday, December 23, 2005

Ég vildi að alla daga væri Jón

Það er að koma Jón, Jón alla daga og fleiri lög um yfirmann minn. Skemmtilegur tími.

Elton John var að ganga í staðfesta sambúð með hinum hommanum. Gott hjá þeim. Eins og segir í kvæðinu "það mun verða veislunni margt í". Elton John heitir réttu nafni Reginald Dwight, en tók sér listamannsnafnið Elton John í höfuðið á tveimur hljómsveitarfélögum sínum, Ben Elton og Long John Baldry heitnum, sem var vinur Stuðmanna og söng "She broke my heart" með þeim. Hann (Elton John) breytti nafninu sínu löglega fyrir nokkrum árum og tók sér einnig millinafn. Hann heitir núna löglega Elton HERCULES John. Pæliðíðí, maður.

Herkúles var voða vondur út í Madonnu um daginn og kallaði hana belju og druslu og ömurlega kerlingu. Það var af því að hún nennti ekki að spila í brúðkaupinu hans. Skil hana alveg, brúðkaup eru ekki alltaf skemmtileg gigg. Elton John kvað David Furniture, ástmann sinn, hafa beðið hana í þrígang að spila og syngja, en hún sagði alltaf nei.
Hún er sumsé ekki ömurlegri en það að þeir báðu hana ÞRISVAR! Greinilega alger belja. Bévítans hommar eru þetta.

Er að horfa á Friends á Sirkus. Gaman að því.

Var áðan að horfa á Rescue Me. Það eru fínir þættir, sem ég hef ekki séð nógu mikið af. Verð að kaupa þá á dvd. Strax og ég er búinn að horfa á þá Dead Zone, CSI, Lost og alla aðra þætti sem ég á og hef ekki nennt að horfa á ennþá.

Brjálað að gera í Búð Tónanna og allt að verða vitlaust. Bíð spenntur eftir morgundeginum. Það er Þorláxmessa og þá kemur alltaf fulli kallinn, angandi af skötu.

Vil vitna í Guðmund Andra Thorsson, sem sagði að skötuát væri eins og að neita sér um að nota vatnssalerni, bara af því að það væri þjóðlegt. Líklegast það gáfulegasta sem komið hefur út úr honum. Það þjóðlegasta sem ég ét er hið rammíslenska Brennivín. Það er gull og dásemd og miklu betra en úldin innyfli, súrt blóðmör og skemmdar hreðjar af karlrollum. Allt það bévítans drasl varð úrelt strax og frystikistan var fundin upp. Mér finnst samt harðfiskur góður, sem og hangiket.

Kiefer á klakanum. Gaman væri að hitta hann. Hann er víst skrýtinn með víni. Svo koma Quentin og Elijah Wood fyrir áramót. Ég myndi bjóða þeim heim í rauðvín og kex ef konan myndi leyfa mér það. Svo er Elijah Baggins ekki kominn með aldur til að drekka heldur.

Jólin nálgast óðfluga. Blogga ekki meira fyrir jól. Því segi ég við alla, vini og vandamenn, frændfólk nær og fjær, samstarfsmenn og meðspilara, drykkjufelaga og fjölskylduvini, trúbræður og heiðingja, píkupoppara og pönkara, krata, komma og hægrimenn, hnakka og úlpur, viðskiptavini úr vinnunni og fyllibyttur sem stunda staðina sem ég spila á, kynvillta sem kynvísa, Christinu og Britney:

GLEÐILEG JÓL OG GUÐ BLESSI YKKUR ÖLL!!!

Skrifa meira milli jóla og nýárs, sem er einmitt ömurlegasti tími ársins. Það er þó nóg að éta, má hugga sig við það.

Ég elska ykkur öll.

10 Comments:

Anonymous Elzti vinur þinn said...

Gleðileg jól sjálfur og megi þú og famelían verða blessuð að utan sem innan.

-j

9:06 AM  
Blogger Denni said...

já sömuleiðis(t) ..hvað segiði mér um hann einar sem fór í eurovision.....hann ætti að vera rappari...löggan að takann með byssur og dóp!!

9:20 AM  
Blogger Olga Bj� said...

Gleðileg jól. Ég kíki við í búð Tóna í dag eða kveld og smelli einum á þig.

9:33 AM  
Anonymous Anonymous said...

Þú ert sjálfur ágætur, svona rétt innan við beinið. Enda leynist þar lítill vinstri maður, sem hugnast kommúnistapælingin í hvívetna. En heiðingi ert þú ekki, bróðurómynd sem betur fer því þá væri ekki hægt að deila við þig um trúmál og aðra tilbúna hluti. En jólakveðju færðu nú frá mér, stóra og fína og vona að þið stórfjölskyldan hafið það gott, bæði í hjarta, huga og mallakút. Mandarínur og makkíntoss megi malla í malla þínum næstu daga.
Arnmundur mandarína.

10:34 AM  
Anonymous Anonymous said...

Er Elton John þá pabbi Rutar Reginalds.........nei bara pæling?

Geðileg jón enskan mín og kysstu Jóninn frá mér.

Einnig vil ég óska þér og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og gæfuríks komandi árs og megi englar Djúpúðgu vaka yfir hamingjuvötnum ykkar mín æriverðuga þjóð.

Ykkar elskandi, JólaBrynka.

11:24 AM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

JólaBrynka í stuði.

Gunnar Ólason kom með nokkra góða jólaútúrsnúninga.

"Komdu um jólin" hét lag sem hann söng inn á plötu fyrir nokkrum tunglum síðan.
Nýr titill væri "Komdu á kjólinn".
Væri þá eins hægt að syngja jólalagið "Nei, nei, ekki á kjólinn" gæti líka orðið vinsælt.

Fyrrum hljómsveitarfélagi hans er jú í slæmum málum þessa dagana, sem oft áður. Vil samt standa við það sem ég hef áður sagt, hann er góður drengur. Það er jú bara þannig að þegar frægt fólk drullar á sig fær öll þjóðin myndir. Ef maður eins og ég drullar upp á bak fer ég bara í bað og í ný föt og brosi svo framan í alla eins og ekkert hafi í skorist.

1:10 PM  
Blogger Gauti said...

Gleðileg jól til þín og allra sem lesa . . megi allir borða mikið og hafa það gott . . sjáumst milli Jóna og Nýhárs :)

5:34 PM  
Anonymous Pétur Jólaönd said...

Kem á jólanótt og knúsa þig.

10:16 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Aha - "kem" á jólanótt...

10:11 AM  
Anonymous Anonymous said...

Hehemm.... Heitir ekki kappinn Reginald Kenneth Dwight fullu nafni?
4

11:07 PM  

Post a Comment

<< Home