Thursday, December 15, 2005

Hvað er að frétta?

9 Comments:

Anonymous Kiddi said...

Bush segir þingkosningarnar í Írak sögulegar
George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, hrósaði þingkosningunum í Írak í dag og sagði þær mikilvægt skref í átt til þess að stofna lýðræðislegaa bandalagsþjóð Bandaríkjamanna í Mið-Austurlöndum. Þá sagði hann kosningarnar marka upphaf að brottflutningi bandarískra hermanna frá Írak.

Göran Persson segir leiðtoga ESB greina á um langtímafjárlög sambandsins
Göran Persson ræddi við Angelu Merkel, kanslara Þýskalands,...

Göran Persson, forsætisráðherra Svíþjóðar, sagði að loknum kvöldverðarfundi leiðtoga aðildarríkja Evrópusambandsins, ESB, í Brussel í dag að enn væri mikill munur á hugmyndum leiðtoganna um tillögur að langtímafjárlögum ESB fyrir árin 2007-2013.

Norman Foster teiknar skrifstofuturn á svæði Tvíburaturnanna
Auðkýfingurinn Donald Trump við líkan af tveimur turnum sem...

Greint var frá því í dag að breski arkitektinn Norman Foster hefði verið valinn til að hanna einn af fimm skrifstofuturnum á staðnum þar sem Tvíburaturnarnir stóðu áður. Á meðal verka Fosters eru nýju Hearst-turnarnir í Manhattan, flugstöðin í Peking og höfuðstöðvar svissneska tryggingarisans Swiss Re í Lundúnum.


Þetta er svona það hellsta á mbl.is allavega...

2:21 AM  
Anonymous Hjörtur frændi said...

Ég er hress. Er að vinna. Drulluleiðinleg músík á Skjá 1um. Kominn í jólafrí í skólanum. Allir hressir nema konann aðeins slöpp. Krakkarnir sem eru að reyna að verða næsti söngvari INXS ættu bara að gefa skít í þessa gömlu kalla og reyna fyrir sér á eigin spítur. Gaman að Police academi.
Sem sagt, bara blóm og friður.
Bið að heilsa þér og þínum frændi.
P.S. Mér finnst Rapp ofsalega leiðinlegt.

10:05 AM  
Blogger Denni said...

já sko ég er að spila á morgun við opnun orkunnar....og er líka að spila með einhverjum jólasveinum...eða ekki einhverjum það eru hurðarskellir og stúfur. ohhh hvað ég er orðinn pro!! svo var ég að kaupa mér LSD sjónvarp hahahahaha

11:41 AM  
Anonymous Eddi said...

Dóttirin fór á jólaball hjá Fjölbrautarskóla Snæfellinga í gærkveldi og mér skilst að hún hafi dansað stíft allt kvöldið við bráðfjörugan undirleik hljómsveitarinnar Buff!
Spurning hvort Stebbi þurfi ekki að fara að fjárfesta í húseign á Snæfellsnesi?

1:25 PM  
Anonymous eddi said...

Eða eyju í Breiðafirðinum, ein og sannri poppstjörnu sæmir????

1:30 PM  
Anonymous Anonymous said...

Loksins þegar þú heldur kjafti, kapítalistascwheinsbróðurómynd, þá fer fólk að tjá sig. Meira að segja stundum með miklum myndarskap og kóar ekki lengur með kapitalistabullinu í þér, enda ekki hægt þegar þú heldur kjafti.
Sem er ágætt.
Og gleðileg jól.
Arnar Valgeirsson sem vill öllum vel og óskar heimsfriðar í jólagjöf.
Kannski einhverra klæða einnig og jafnvel geisladiska. og slatta af péning.

3:33 PM  
Blogger Pippi said...

Buff var í stuði í gær í Stykkishólmi að spila á balli Snæfellinga framhaldsskólanema.Gaman gaman. Við spiluðum af gleði.

6:29 PM  
Blogger Gauti said...

ég ætla svo að fá mér einn eða sjö Guinnessa meððér þegar ég kem á skerið . . og þú hefur ekkert umða að segja . . nema "já endilega"
kem 26.

7:25 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Og allir í stuði!

11:36 PM  

Post a Comment

<< Home