Sunday, December 25, 2005

Jólajóla

Halló, fólk!

Ég fékk jólapakka, tvennar buxur, peysu, Stephen King og Arnald, gasgrill, mynd af James Bond, ilmatn og svitalyktareyði frá kerlu (sem hlýtur að tákna að henni finnist ég lykta illa), grillbók, dvd-mynd og allskonar. Svín í matinn og rjúpa í snakk á eftir, möndlugrautur í eftirrétt og svakafínn rækjuréttur í forrétt, en hann var (fyrir utan rjúpuna) bestur af öllu.
Litlisveppur í svakafíling og sofnaði ekki fyrr en á miðnætti.

Við Litlisveppur erum nú að raða í okkur rjúpu og laufabrauði og horfa á Latabæ, sem hann fékk í jólagjöf. Latibær kennir börnum að meta gildi hreyfingar, stórfenglegs ofleiks, lélegs ríms og vondrar teknótónlistar eftir hinn annars ágæta Mána Svavars. Skiptum yfir í Simpsons bráðum.

Eitt sem ég þoli illa er ensk setningmyndun í íslensku máli. Til dæmis er auglýsing frá einhverju apótekinu hvar sagt er "hvenær þú ættir að leita ráðlegginga hjá þínum lækni" í stað þess að segja "hjá lækninum þínum". Eitthvað er um þetta í Latabæ. Til dæmis er ekki talað um a-vítamín og b-vítamín, heldur vítamín a og vítamín b. Eitt dæmi af allnokkrum.

Semsagt, eftir nokkur ár verða börnin okkar voðalega vel á sig komin líkamlega, en tala ísl-ensku.

Annars fór ég í bjór eftir vinnu á Þorláksmessu og hitti Berg Geirs, sem kynnti mig fyrir Kiefer Sutherland, sem er, eins og dyggir lesendur vita, í gríðarlegu uppáhaldi hjá mér og minni familíu. Það var indælt hjá honum og góður endir á geðveikri vinnutörn í Búð Tóna, hvar maður hafði nýlokið rúmlega þrettán tíma vakt og selt kassagítara og Cubaseforrit meðan skötulyktin var að drepa mann. En það fylgir deginum og ég myndi helst ekki vilja hafa það öðruvísi... eða hvort ég er bara í svona gríðarlegu jólaskapi að mér finnst allt frábært.

Í jólagjöf frá mér til mín keypti ég Presonus Inspire Firewire hljóðkort og Cubase-forrit í pakka. Hlakka mikið til að fá Inga Val og Stebba Stuð í heimsókn að kenna mér á það svo ég geti loksins lært á Cubase-inn og tekið upp nokkur ódauðleg meistaraverk sem búa í kolli mínum. Ég hef nefnilega samið gríðarlega mikið magn laga, sem í 99% tilfella fara í ruslið. Ég skrifa sjaldnast nokkuð niður, því ég hef einhvernveginn bitið það í mig að ef maður man ekki lag sem maður samdi þá var það ekki nógu gott til að byrja með. Nú skal tekið upp. Kannski plata á næsta ári - drífa í því loksins, kominn á fertugsaldurinn.

Megi Hann blessa ykkur.

3 Comments:

Anonymous Pétur Jólaönd said...

Hann er allsstaðar og er með her af "Þeim" til að fylgjast með öllu.

4:38 PM  
Anonymous Anonymous said...

Piff!! Þeir eru löngu komnir og farnir, Þær eru búnar að taka við! Þær eru á leiðinni, Þær verða komnar fyrir nýárið og Hún sendi Þær.

Bryn.

2:21 PM  
Anonymous Ivgi Valur Jólahvalur said...

Djöfull sem þú skalt fá að læra á Cubase maður!! Anytime!

11:10 PM  

Post a Comment

<< Home