Wednesday, December 07, 2005

Rjúpa

Hvar get ég keypt rjúpu í allverulegu magni fyrir jólin? Má vera útlensk, þar sem ég hef í hyggju að éta kvikindin, en ekki sitja á spjalli... fyrr en ég er búinn með of mikið rauðvín. Er ekki einhver búð með svona fiðurfénað? Veit það einhver?

Hvað um það, ég er í miklu stuði. Er búinn að éta alltof mikið upp á síðkastið á hádegishlaðborði Pottsins og pönnunnar. Mæli með hádegispakkanum þar, ég er örugglega búinn að bæta á mig þyngd hálfs Skóda síðan búðin mín flutti í næsta hús við þennan frábæra veitingastað. Kannski maður ætti að fara að sprikla, hlaupa á bretti, lyfta lóðum, gera magaæfingar... ætli það sé ekki nauðsynlegt svo maður geti haldið áfram éta allt sem að kjafti kemur, allan daginn. Matarlyst mín er að setja mig á hausinn, ef þetta heldur svona áfram verð ég að hætta að drekka og ef þetta versnar verð ég að hætta að kaupa hljóðfæri!

Best að elda eitthvað þríréttað, fá sér bjór og fara í háttinn með hangiket og laufabrauð. Allt í lagi að maula laufabrauð í rúmið eftir að við hjónin eignuðumst svona magnaða Rainbow-ryksugu!

13 Comments:

Blogger Jon Kjartan said...

Rjúpa, eða það sem kallað er rjúpa - eitthvað náskylt, er í haugum í frystinum niðrí Nóatúni í Nóatúni17. Rainbow? Hvað er málið? Vona að þú hafir fengið hana billegt notaða, því það er handan við heimskulegt að kaupa sér fleiri hundruð þúsund króna ryksugu, sérstaklega þegar íbúðin manns er öll parketlögð ;)

11:44 PM  
Anonymous Viddi stóri bro said...

hihi nog af hvitu goðgæti i frysti hjá mér, sendi þér smakk fyrir árarmót, ef eitthvað verður eftir. Efa það samt. Álkan þin

11:48 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Jón, þar sem 2/3 familíunnar hér í íbúðinni eru með asma (ashtma, ahstmaeða eitthvað) og sá yngsti frekar slæman, þá þurfti eitthvað sem étur upp ryk úr loftinu og sýgur það vel og vandlega úr rúmdýnum og sófum sem af gólfi og veggjum.
Annars hefði ég aldrei samþykkt kaup á ryksugu sem kostar á við tvo Music Man gítara.

Viddi, það er gott að þú ert búinn að skjóta þíns eigins fiðurfénað. Ég er stoltur af þér. Sjálfur er ég á kafi í vinnu alla tíð og get ei labbað upp um fjöll og fiðrildi, auk þess sem skotvopn heimilisins eru öll meira eða minna í verra ásigkomulagi en þau ættu að vera. Stefni að því að laga það fyrir jól og skjóta jólasvein í áramótamatinn. Hvernig væri að hafa Stúf með uppstúf á gamlárskvöld?

8:57 AM  
Anonymous Anonymous said...

Hei ég á ammmli í dag! :o)

Pabbi minn á líka rjúpur sem hann skjótttti um daginn.......en þær verða sjálfsagt allar etnar á aðfangadag ef ég þekki familíuna mína rétt.
Útlensku rjúpugoggarnir eru samt ágætir líka, smakkaði þá í fyrra úr Nóatúni, ekki kanski alveg eins mikið berjalyngsbragð og af íslenska stofninum en dugði samt til að halda heilög jól hjá mér.

Eigðu svo gott hádegisverðarhraðborð, vildi að ég gæti komið með þér í tilefni dagsins en það er stormur í aðsigi svo ég kemst ekki suður í dag.

Bið að heilsa, Brynflinka.

12:05 PM  
Blogger Litli Jökull said...

Það er nú bara gaman að hlaupa á hlaupabretti. Hinsvegar er annað með magaæfingar. En þetta venst, ég þurfti að gera 30 magaæfingar á dag þegar ég æfði júdó og allt breyttist. Venst líka.

garaddó.

1:46 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Hamingju með ammlis, Brynka litla. Lesendum til ánægju má segja frá því að ég, Stebbi og Ingi Valur hrigdum í hana og sungum ammlissönginn og lékum undir á átóhörpu og úkúlele. Gladdist kerlingin nú heldur betur við það.

Jökull, fyrst þú ert svona júdólærður - geturðu þá ekki lamið smá vit í hann pabba þinn?

1:57 PM  
Anonymous Jói Hjöll said...

Er ekki "sölubann" á íslenzku rjúpunni? Held það allavegana. Það sem er í haugum í frystinum niðrí Nóatúni í Nóatúni17 er sama kvikindi og prýðir miða Famous Grouse safans aka "þess hins fræga". Annars er þetta rjúpudót bara þurrt ofeldað kjöt sem er algjörlega háð því að góð sósa sé græjuð með. Nett eins og hafa sósu í jólamatinn með þurrum kjöttæum sem að stórar líkur eru á að innihaldi högl sem að brjóta tennur í massavís!!
Bara mín skoðun
kv
JH

9:31 PM  
Blogger Olga Bj� said...

Vá hvað ég er sammála Jóa.

Olga B.

11:47 AM  
Blogger Litli Jökull said...

Ég kann bara eitt júdótrikk ennþá. Eina sem ég vildi kunna reyndar - Ásamt bragði til að halda öðrum föstum niðri en ég er orðinn svo þungur að ég þarf ei á trikkinu að halda. Annars lemur maður ekki í júdó. Júdó er sjálfsvörn.

Ég er djúpur. Sagði hér allt sem ég veit um júdó. Bless

9:15 PM  
Anonymous Anonymous said...

Hæ Ingvar frændi. alltaf hressandi að kíkja við hjá þér, þar sem þú ert svo leiðinlegur að litlum mæli.

kveðjur.. Sigrún Eva

3:05 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Ég er bara leiðinlegur þegar ég er edrú.

Jökull - ég veit að júdó er sjálfsvörn, en það er andleg sjálfsvörn að berja vitið í hann pabba þinn. Hann er nefnilega kommúnisti.

Hjöll - rjúpa er frábær. Spurðu bara söngvarann í hljómsveitinni þinni.
Helst vil ég litla sem enga sósu (og alls ekkert annað meðlæti), borða mikið á aðfangadagskvöld, enn meira um nóttina og vakna fyrstur á jóladag til að ná leifunum. Það er frábært.

3:23 PM  
Blogger Ingolfur said...

Hey ég skal gangast í að redda uppáhaldsfrænda mínum svona fuglaketi. Ef hann vill þaðekki allt getur þú fengið það sem gengur af. ;-)

11:24 PM  
Blogger heida said...

Þér er boðið á opnun hjá Hellvar í Suðsuðvestur á Hafnargötunni í Keflavík, laugardaginn 17.12.2005 klukkan 15:00.Sýningin stendur til 6.1.2006.Taktu með vini ;-)

11:56 PM  

Post a Comment

<< Home