Sunday, December 18, 2005

Á skjánum birtast hreindýr

Í gær var gaman og það ekki lítið. Óskar og Jónína voru nebblega að gifta sig og þá sé stuð. Kom alltof seint, var að vinna í búð Tóna og seldi eins og mófó. Svo fór ég heim og skrúbbaði mig og sá að það er engin lygi að konur eru að meðaltali tveimur vikum lengur en karlar að taka sig til.
Í veislunni sat ekki Pétur. Hann sat fyrir utan salinn og drakk bjór. Fór ekki inn í salinn fyrr en þremur seinna og þá til að taka með mér lagið. Hann hélt einnig litla tölu, sem var á þessa leið:

Góðir gestir. Ég man þegar ég kynntist Óskari og Jónínu. Takk fyrir.

Ekki gat ég sagt það sama, því þrátt fyrir að hafa þekkt þetta fólk í allavega sex ár man ég ekkert hvernig ég kynntist því. Þau bara voru þarna einn daginn og hafa ekki farið síðan.

Eftir að hafa spilað rassinn úr buxunum með æði mörgum músíköntum í veisluni var haldið í bæinn á fygglerí - með brúðhjónunum! Við hjónin fórum heim klukkan fimm og brúðhjónin héldu áfram að djamma. Schnilld.

Í veislunni flugu margir fyndnir punktar og jafnvel fleiri phisically painful, þá oftast úr mínum munni. Verða þeir ekki hafðir eftir hér.

Best að setja inn linka á hvað mig langar í í jólagjöf. Hér er sitthvað:

http://world.guns.ru/handguns/hg90-e.htm

http://peavey.com/products/browse.cfm/action/detail/cat/61/item/113964/number/00575450/JSX%28TM%29JoeSatrianiSignatureHead.cfm

http://jackdaniels.com/home.asp

Meira seinna, farinn að laga til eins og konan mín sagði mér að gera.

12 Comments:

Blogger Litli Jökull said...

Mér fannst þetta fyndinn titill á bloggi. Hinsvegar ætlaði ég bara að minnast á að ég...BLOGGAÐI!!!

11:01 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Jessss!

10:08 AM  
Blogger Olga Bj� said...

Slemmtilegt blogg. Takk fyrir.

11:47 AM  
Blogger Olga Bj� said...

Slemmtilegt - nýtt orð. :)

11:47 AM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Skemmtilegt orð, þetta slemmtilegt. Næstum því jafngott og stjemmtilegt, sem Sveinkan kom með um árið.

12:31 PM  
Blogger Olga Bj� said...

Já. Ég sakna Sveinku.

1:41 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Hún er ekki doj. Bara úti í bæ að selja brennivín. Ekki sakna, bara hringja.

1:47 PM  
Blogger Olga Bj� said...

Góður punktur.

11:15 AM  
Anonymous Anonymous said...

Á skjánum birtast hreindýr,
við fáum af því fréttir að jólasveinn ógni heilli hjörð!

jú Ingvar minn þetta er fyndinn titill á bloggi og mér þykir óstjórnlega vænt um þig svona rétt fyrir jólin.
kv, Bryn.

P.S. Hver er Sveinkan?

12:02 PM  
Blogger Olga Bj� said...

Sveinkan er Sveina María.....Ingvar kallar hana Sveinku Sveins. VÍNkona okkar. :)

2:17 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Hún selur brennivín - í brettavís!
Þess vegna (og annara hluta vegna einnig) er hún frábær.

9:20 PM  
Anonymous Anonymous said...

Jáds mar þá veit ég alveg hver hún er, hún er fín, bið að heilsenni.

Bryn.

11:32 AM  

Post a Comment

<< Home