Tuesday, January 24, 2006

Úbartið

Mesta furða hvað menn geta látið út úr sér í útvarpinu. Hannes Heimir segir, og ég trúi því fullkomlega, að einhver útvarpsþulur hafi spilað lagið "Another brick in the wall" og kynnt það aðeins sem "The Wall". Kvað þulurinn lagið hafa setið árum saman á Billboardlistanum - það var jú náttúrulega platan, ekki lagið.
Annar útvarpseymingi, sem vonandi hefur fundið aðra vinnu, kynnti þetta sama lag sem gamlan Scorpions-smell - hvernig sem honum datt það í hug.

Svo er það málfarið. Minn yfirstrumpur, Jón, kveður þá Spegilsmenn hafa sagt fyrr í kveld "kjör leikskólakennara þurfa að hækka".

Einhver kerling, sem náði því að vinna bæði á FM og X-inu, sagði eitt sinn að við myndum bráðum heyra í honum "Marínói Rúnarsson". Hafi Marínó lamið hana fyrir vikið telst það eflaust andleg sjálfsvörn.

Eitt sinn lá ég í ljósabekk, verandi semíhnakki, og heyrði þá þulinn segja "korter gengin í sex vantar klukkuna". Hún var 18.15. Sýnir að systkin eiga ekki að eignast börn saman.

Sumt þetta útvarpspakk virðist ekki vita neitt í sinn haus nema þá hvað síðasta lag hét, hvað næsta lag heitir, hvaða stöð við erum að hlusta á og hvað þeir sjálfir heita - sem ég myndi í þeirra sporum halda leyndu.

Uppáhaldsútvarpsstöðin mín er Pandóra. Farið á pandora.com og kynnið ykkur málið, þið sem ekki þekkið fyrirbærið.

Þessi pistill var laus við pólítískt röfl.

Nenni ekki að skrifa meir. Þið skrifið bara eitthvað í kommentakerfið. NÚNA!

13 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Italskir skor komnir i poka. Kem heim 27.jan. Ertu ad vinna 28?
èlvàr

7:52 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Jammsídeisí. Er runnið af þér, Daffyd minn?

9:56 PM  
Blogger Olga Bj� said...

Váá hvað ég er sammála með sumt útvarpsfólk. Ég er nánast hætt að hlusta á annað en RUV og Rás 2 vegna þess að það eru einu stöðvarnar þar sem maður fær ekki aumingjahroll af að hlusta á. Mér einfaldlega líður illa þegar ég heyri fólk fara illa eða heimskulega með íslenskt mál. Reyndar finnst mér langþægilegast að slökkva á útvarpinu og velja mér tónlist sjálf.

8:35 AM  
Blogger Denni said...

ég heyrði konu frá vegagerðinni segja í útvarpið um daginn "já, við erum búin að taka allt óveður af vegunum núna"
Greinilega orðin gegnsýrð við tölvuskjáinn að plokka óveðursmerki af kortinu í vinnunni.

9:31 AM  
Anonymous Elzti vinur þinn said...

Fjórir minn...

Það er ekki falleg íslenska að segja "Minn yfirstrumpur, Jón,". Þetta er útlensk orðaröð sem minnir á lélega útvarpsmenn sem segja "hans nýjasta lag" í staðin fyrir "nýjasta lagið hans" osf. Á íslensku segjum við "Yfirstrumpurinn minn, hann Jón" eða "Jón, yfirstrumpurinn minn".

Íslenskunni var rústað hérna um árið með Heinz auglýsingu, "Mitt næsta trix..." í stað "Næsta töfrabragðið mitt...". Hvernig ætli þessi setning hljómi annars á dönsku... Sá sem "þýddi" þessa auglýsingu ætti að verða brottrækur frá Íslandi með skömm! Í skólanum í gamladaga voru allir krakkarnir með "Mitt næsta trix" á heilanum. :o(

-j

9:32 AM  
Blogger sarawarner9121 said...

This comment has been removed by a blog administrator.

9:39 AM  
Blogger Pippi said...

Ég held að útvarpsfólk líti ekki út eins og við höldum, heldur leigi fyrirsætur til að setja í blaðaauglýsingar til að fela þá staðreynd að þetta eru allt börn systkina og eru tannlausir gufuheilar með banjó og gröft sem flæðir úr hársverðinum og fólk misskilur úr fjarlægð sem strípur.

9:46 AM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Jói - þetta með "minn yfirstrumpur" er komið inn í orðabók Tónabúðarstarfsmanna hinna syðri sökum áralangrar hefðar.

Pétur Pylzini - ekki má grínast með banjóleikara. Kenning þín er þó eflaust rétt meira eða minna.

10:26 AM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Jói - þetta með "minn yfirstrumpur" er komið inn í orðabók Tónabúðarstarfsmanna hinna syðri sökum áralangrar hefðar.

Pétur Pylzini - ekki má grínast með banjóleikara. Kenning þín er þó eflaust rétt meira eða minna.

10:26 AM  
Blogger DonPedro said...

skrifiddídskrifskrif

10:44 AM  
Blogger Olga Bj� said...

Ertu farinn að stama Ingvar ;)

1:04 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Neibbs, Orgel, stundum kemur maður bara tvisvar. Oftast þó bara einu sinni.

3:09 PM  
Blogger Olga Bj� said...

Reyndar gott svar..... :)

4:23 PM  

Post a Comment

<< Home