Saturday, January 21, 2006

Ducknose

Andanefja ein, villuráfandi mjög, synti upp í Thames-á í gær. Sá það í fréttunum í sjónvarpinu í gær. Það þykir víst voða merkilegt að einhver syndandi belja festist í skítugri lækjarsprænu í Lundúnahreppi. Það sem mér þykir merkilegra er að nú hafa menn hafið aðgerðir til að bjarga sæbeljunni aftur á haf út. Alveg hreint stórmerkilegt að meðan 500 börn svelta í hel úti í hinum stóra heim á hverjum klukkutíma, 12,000 á dag, 84,000 á viku og svo mætti lengi telja, er verið að eyða stórfé í að bjarga einhverju hvalræksni, sem er meira að segja ekki gáfaðri en það að hann synti upp í miðja London! Má ekki bara hafa skepnuna þarna, syndandi í læknum?
Mesta furða að Keikó sé að endurtaka sig, þó blessunarlega með minni tilkostnaði. Hugsið ykkur alla Keikó-vitleysuna. Hálfellidauður háhyrningur sendur með herflugvél frá US of A til Vestmannayja - sem hefur nú kostað eitthvað - settur þar ofan í rándýra flotkví og settur í endurhæfingu til þess eins að drepast í Noregi. NOREGI!
Á meðan erlendir milljónerar og íslenskir athyglissjúklingar hentu milljónum á milljónir ofan til að bjarga dýri - sem var m.a.s. svo gamalt að það var orðið óætt - hefði verið hægt að bjarga heilu þorpunum frá bráðum bana með aðeins broti af þessu fé öllu. Fólk, það er að segja dýr af sömu tegund og við sjálf, er einhvernveginn mikilvægara en einhverjir hvalir. Mér finnst eiginlega hálfógeðslegt að eyða pening í einhver "bjargið dýrunum" verkefni meðan svo mikið sem einn homo sapiens sveltur einhversstaðar. Fólk fyrst - dýrin svo. Allir að finna "brauð handa hungruðum heimi"-bauk og setja pening ofaní, svo hungraða fólkið geti keypt sér hvalkjöt.

14 Comments:

Blogger Jimy Maack said...

Mjá bjóða þér að ganga til liðs við samtök mín the Fry Willy - Steako foundation?

3:49 PM  
Anonymous Kiddi said...

já en Keikó var kvikmyndastjarna sjáðu til.

2:12 PM  
Blogger Olga Bj� said...

Ég hefði líka drepist í Noregi....úr leiðindum.

9:04 AM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Ég vil ekki í Fry Willy - hann var gamall og óætur.

Kiddi - það má eyða peningum í betri kvikmyndastjörnur en þetta. Sálfræðihjálp handa Elizabeth Taylor væri góð byrjun. Byggja svo AA-stúku fyrir Christian Slater og Robert Downey jr. Því næst væri gott að gefa Gary Coleman eitthvað að éta, hann hefur örugglega ekki efni á búrger.

Olga - sammála.

10:42 AM  
Anonymous Monsi said...

Svo drápu þeir helvítis kvikindið við að björgunina. Gáfulegir andskotar þeir hefðu þó allavega geta leyft hennni að synda til Noregs til að drepast þar.

11:43 AM  
Anonymous Monsi said...

Svo drápu þeir helvítis kvikindið við að björgunina. Gáfulegir andskotar þeir hefðu þó allavega geta leyft hennni að synda til Noregs til að drepast þar.

11:43 AM  
Blogger Olga Bj� said...

Baggalútsmenn taka þetta andarnefjumál fyrir á sinn einstaka hátt í dag. Snillingar. :)

12:55 PM  
Anonymous pétur Örn said...

Ég hélt þér líkaði ekki við dökkt fólk, hvort sem það er svangt eða ekki.

2:20 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Blökkumenn eru yndislegir - Shaft er til dæmis svartur og hann er sko kúl.

3:09 PM  
Blogger Olga Bj� said...

Dökk manneskja og Duck manneskja.....get it?

3:23 PM  
Anonymous Anonymous said...

Gæti ekki verið meira sammála þér eins og í þessum pistli. Ég held að ég hafi flutt hann reglulega í gegnum árin en ég er bara ekki svona orðheppinn eins og þú Ingvar minn
Hanna Þórey

4:04 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Þakka þér fyrir falleg orð í minn garð, Hanna mín. Fyrirgefðu enn og aftur að ég reif í hárið á þér ´91.

4:42 PM  
Anonymous þórey Inga said...

Djöfull er ég sammála þér!
Niður með Græn-ó-friðunga, þeir ættu að reyna að hjálpa fólki frekar en að eyða tíma sínum í einhverja hvali, sem mér finnst persónulega að ætti að leyfa veiðar á, í hófi þó...!

4:56 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Það á ekkert hóf að vera í hvalveiðum. Éta þeir ekki svifið, sem seinna verður að fiski, sem við veiðum og flytjum út í skiptum fyrir gjaldeyri? Fleiri dauðir hvalir jafngilda meira svifi sem verður meiri fiskur sem þýðir meiri pjéningur og meiri vinna. Útrýma þessum sæbeljum. Og norðmönnum.

8:15 PM  

Post a Comment

<< Home