Saturday, January 07, 2006

Fimm komma einn

Skrapp ásamt börnum niður í Heimilistæki í dag og átti þar gríðarlega ánægjuleg viðskipti. Frelsaði úr ánauð þetta líka fína sörrándkerfi á útsölu meðan sölumaður Heimilistækja frelsaði eitthvað af peningunum mínum úr veskinu mínu. Við feðgar notuðum tækifærið meðan kerlingin svaf.

Setti svo Rush-tónleika á fóninn er heim var komið og upphófst gríðarlegt stuð. Nú erum við Eldri-Sveppur að horfa á Great Escape, sem er einmitt í mónó. Brilljant ræma.

4 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Hæ bara láta þig vita að því að einhver frá sjónvarpsmiðstöðinni gæti hringt og titlað þig starfsmannastjóra tónbúðarinnar og spurt surningar um mig. Þá segirðu náttúrulega að ég sé frábær og tilvalinn til lagerstarfa og útkeyrslu.
Elvar

1:47 PM  
Anonymous Kiddi said...

nú getum við stofnað heimabíókerfisfélgaklúbb!

7:55 PM  
Anonymous Anonymous said...

Engin lýsing á nýju græjunum???

Trausti

9:00 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Tutti lillebró, nýja heimabíókerfið er Philips 500 watta, ekki þetta með þráðlausu bakhátölurunum. Fékk kerfið á útsölu á tuttugosjöúnsdkall. Sándar fínt. Nú er gamla heimabíókerfið komið inn í herbergið hans Alex. Hann verður þar kátur í Playstation á blasti.

Það fyrsta sem fór í græjuna var Rush 30 ára ammælis.Mér varð huxað til þín, Kiddi. Þú ert velkominn yfir í 142 á morgun,ég verð einn heima með veikan krakka fram til tíu annað kvöld. Á bjór og snakk.

Elvar, þú ert frábær til lagerstarfa, afgreiðslu og útkeyrslu. Eða bara frábær. Vel ógiftur líka. Verður vel giftur einhvern daginn hjá Ásatrúarfélaginu, ef ég þekki ykkur rétt. Bévítans heiðngjar...
:)

1:53 AM  

Post a Comment

<< Home