Thursday, January 05, 2006

Me-me

Ég var að sjá í sjónvarpinu (eða öllu heldur heyra fréttamanninn þar segja) að styrkir til bænda eru litlar 15,000,000,000 krónur á ári - LÁGMARK!
Þetta rokkar svona frá fimmtán til sautján milljarða á ársbasis. Veit einhver af hverju?
Mig langar bara til að vekja fólk til umhugsunar um að sú fjárhæð sem er tekin af skattfé okkar til að niðurgreiða atvinnugrein sem ætti að geta staðið undir sér eins og aðrar atvinnugreinar er nóg til að grafa tvenn Héðinsfjarðargöng. Á fjórum árum er þetta andvirði Símans. Þetta eru fimmtíuþúsund krónur - rúmlega - á hvern einasta Íslending á hverju einasta ári.
Kostnaðurinn er meiri en kostnaðurinn við ráðstefnu og tónlistarhús í Reykjavík, nema hvað er það er bara byggt einu sinni (fer reyndar pottþétt helming fram úr áætlun) en bændastyrkirnir eru á hverju ári.

Fyrir allnokkrum árum voru styrkir til bænda stórlega minnkaðir og að lokum (held ég fari rétt með) algjörlega lagðir af í Ástralíu. Síðan þá hefur bændum fjölgað og hafa það mun betra en þeir gerðu áður.

Er þetta vegna þess að pólítíkusar vita að bændur tilheyra fámennum kjördæmum og því er hvert atkvæði svo mikilvægt að þeir henda skattfé samborgara sinna í mútur til þeirra, eða er einhver eðlileg skýring á þessu?

Ef engin normal skýring fæst þætti mér eðlilegast að fara fram á samsvarandi styrk til trúbadúra og starfsfólks hljóðfæraverslana, veitingahúsaeiginda, leigubílstjóra, jólasveina og sjálfstætt starfandi múrara.

Annars var ég að horfa á Four brothers. Fín.

9 Comments:

Blogger Olga Bj� said...

Dáist að víðu áhugasviði þínu.
Það þarf fólk eins og þig til að vega upp á móti fólki eins og mér sem setur sig lítið inn í mál eins og þetta. Ég yrði hræðilegur pólitíkus.
Í guðanna bænum haltu þessu áfram. Ég læri svo mikið af þér.

1:29 PM  
Blogger Jimy Maack said...

Ég vil líka styrki til rauðhærðra manna í kringum 170cm að hæð sem búa í skuggahverfinu.

2:27 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Olga - takk.

Einar - þú ert langt undir 170. Ég er 170, og það rétt tæpir, og þú ert minni en ég. Við, ólíkt Olgu, erum hobbitar.
Styrikii tilþín eru að ég held ekki vitlausari en styrkir til bænda.

8:56 PM  
Anonymous Anonymous said...

Takk fyrirr að minnast á mina stétt. Viddibró

11:06 PM  
Anonymous þórey Inga said...

Ég vil fá styrki til alls námsfólks, þá gæti maður sleppt þessu LIN-kjaftæði...
Annars styð ég líka styrki til tónlistarfólks....
Four Brothers er skemmtileg....

3:50 PM  
Blogger Pippi said...

Hvaða skattakvart er þetta alltaf í þér? Fólk vill borða lambakjöt og ekki fara á tónleika og þannig er það bara.

4:22 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Þórey - námsmenn fá styrki í formi lána með eins prósents vöxtum.

Pétur - ástæðan fyrir þessu skattablaðri er sú að mér er meinilla við að peningar séu teknir af mér og afhentir fólki sem ég þekki ekki.

4:30 PM  
Anonymous Anonymous said...

Bændur, ásamt nokkrum öðrum stéttum, eru blóðsugur þjóðfélagsins!! Hvenær ætla íslendinar að hætta þessari helv... aumingjadýrkun!!

Niður með skatta, bændur og niðurgreiðslur!

H. Kommi

P.s. Ingvar - það var reyndar Nýja Sjáland sem hætti öllum niðurgreiðslum til bænda - þúsundir fóru á hausinn en í staðinn fékk Nýja Sjáland landbúnað sem þénar penge!!

3:16 AM  
Blogger Denni said...

já eða fólk með exem

4:21 PM  

Post a Comment

<< Home