Sunday, January 01, 2006

Nú árið er liðið í aldraðra skaup

Gleðilegt ár og takk fyrir gamla. Nú byrjar röflið 2006.

Til að monta mig svolítið þá át ég í gær hvítlauksristaðan humar og steinasteiktar nautalundir. Ekki þú.

Skaupið - drasl fyrir utan Bubbagrínið, sem var reyndar ógeðslega fyndið, og Björgvin Frans, sem er óheyrilega góð eftirherma. Þótti mér ægilega gaman að því þegar hann hreinlega mokaði drullu yfir Geir Ólafs. Síðast voru konur með skaupið alveg sjálfar ´84 og það var glatað, þrátt fyrir að Catarpillar D7 með ribber-grínið hafi slegið í gegn. Karlar hafa hinsvegar séð alveg sjálfir um skaupið a.m.k. tvisvar, 1985 og 1994, sem voru tvö af bestu skaupum sem ég hef séð.

Freyr Eyjólfs á Rás 2 sagði í útvarpinu í gær að þetta yrði, fyrst konur sæu um skaupið, bara 65% skaup. Er óhætt að segja að konurnar tvær, sem sáu um þáttinn með honum, hafi ekki haft húmor fyrir þessu. Þrátt fyrir það eru konur voðalega fínar og vil ég taka fram að mér finnst þátturinn með Stelpunum á Stöð 2 voðalega fyndinn á stundum.

Annars vorum við familían í svakastuði í gær og skutum upp flugeðlum í massavís. Ég varð reyndar hundfúll þegar ég var búinn að skjóta upp fullt af svakarakettum og feykiflugeðlum og kominn í svakastuð, en þá kom nágranninn með ofurtertu og lýsti upp hverfið með svo miklum látum að rúður nötruðu frá Breiðholti og yfir í Garðabæ. Ég ætla sko að kaupa fimm svona fyrir næstu áramót og sýna nágrannanum hvar ónefndi maðurinn keypti ölið.

Ég sofnaði svo klukkan tvö yfir myndinni Sahara, bláedrú. Kláraði myndina í morgun og hún er alltílæ.

Er að spila á Döbb á eftir, mætið öll. Svo er Buff að spila eftir það á Apótekinu, mætið svo þangað.

Vörutalning í fyrramálið. Það er svo leiðinlegt að ég er að pæla í að skjóta mig í fótinn eftir gigg í kvöld til að hafa haldgóða ástæðu til að mæta ekki. Vera á spítala með löppina í fatla. Jafnvel, ef ég er búinn með veikindadagana, að hringja mig inn dauðan.

Verið hress, ekkert stress, bæbæ.

20 Comments:

Blogger DonPedro said...

Nú get ég ekkert annað huxað um en þig með LÖPPINA Í FATLA!

6:43 PM  
Anonymous María said...

Ég borðaði líka humar og nautalundir og meira að segja lambafillet líka ha ha

3:20 AM  
Anonymous María said...

Ég meina gleðilegt nýtt ár

3:20 AM  
Anonymous María said...

ég held að spaugstofumenn hafi séð um skaupið 1985, hvað finnst þér um það?

3:24 AM  
Anonymous Anonymous said...

Já ef þú hefur sonna stöng yfir rúminu sem löppin er þá hengd í fatla..skiluru

Kv. Sigga Rúna

4:55 AM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Spaugstofumenn sáu um skaupið ´85. Þá voru þeir fyndnir. Þeir eru bara æði oft ennþá með sömu brandarana.

Löppin í fatla er ekki það vitlausasta sem ég hef sagt á blogginu.

10:19 AM  
Blogger Olga Bj� said...

Gleðilegt ár! Skemmtilegt blogg eins og ætíð hér á bæ.

Ég borðaði bara upphitaðan Kalkún frá gamlárs. Endalaust kjöt á þessu helv....

Minnir mig alltaf á þegar Jerry Springer var spyrill í Miss World um árið og spurði Miss Turkey: "What do you eat on Thanksgiving?" Það var fyndið.

12:31 PM  
Anonymous þórey Inga said...

Borðaði humar og lambafillet...mmmm!!

Annars fannst mér skaupið skárra núna heldur en það hefur verið síðustu ár. Björgvin Franz var sniðugur!

Gleðilegt 2006!!!

3:24 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Skaupið fyrir ári var miklu mun betra. Spaugstofumenn finnst mér ekki skemmtilegir yfirleitt, en þeir kunna að gera skaup, líkt og þeir gerðu fyrir rúmu ári og einnig 1985, sem var aldeilis frábært skaup, jafnvel næstum jafngott og ´81 þegar Dolli og Doddi slóu í gegn(ekki finnast mér þetta góðar tvíbökur, tvíbökur).

5:33 PM  
Blogger Magnús said...

Jæja, gamli truntuhaus. Allt gerir maður nú fyrir þig. Gleðilegt ár. Og allt skaup sökkar, nema Skari Skrípó sjái um það.

7:02 PM  
Blogger lucyalexander5893 said...

This comment has been removed by a blog administrator.

11:23 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Annars, varðandi Jerry Springer og spurningu hans til miss Turkey - ég veit ekki til þess að þeir Tyrkir haldi mikið upp á þakkargjörðardag, frekar en aðrir sem ekki búa í Bandaríkjum Norður-Ameríku. Kaninn gleymir þessu æði oft og hef ég jafnvel verið skammaður af túristum frá BNA fyrir hversu lítið við Íslendingar fögnum þessum merkisdegi. Fannst mér einmitt gaman þegar einn meðspilari minn skammaði einn kanann fyrir hvað þeir gerðu lítið úr 17.júní.

9:28 AM  
Blogger Olga Bj� said...

Nákvæmlega!
Enda skildi Ungfrú Tyrkland ekki spurninguna. ;)

12:03 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Já, svona svipað og ef hún hefði spurt Springer hvað hann hefði í matinn 29. október (sem er, að mér skilst, mikill hátíðisdagur í Tyrklandi).
Vissirðu að í Tyrklandi búa litlar sjötíu milljónir manna. Þrátt fyrir að Tyrkland, eða hið múslimska keisaraveldi Ottomanveldisins, hafi verið stórveldi bæði oft og lengi, lýsti landið ekki yfir sjálfstæði fyrr en í októberlok 1929. Merkilegt.

1:27 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Afsakið, 1923 - alvarleg innsláttarvilla.

1:32 PM  
Anonymous Anonymous said...

Gleðilegt ár Ingvar frændiiiii.

H&S

8:03 PM  
Blogger Olga Bj� said...

Þetta vissi ég ekki. Magnað.

Ætlar þú ekki í "Meistarinn" hjá Loga á Stöð 2 og næla þér í 5 millur?

8:58 AM  
Blogger Magnús said...

Eitt smáatriði: orðið "múslimskur" er ekki til, heldur eru múslimar íslamskir ef maður vill endalega klína því á þá sem lýsingarorði. Ég get bara ekki látið svona hluti vera.

10:50 AM  
Blogger Magnús said...

Ömm, endilega en ekki endalega. Get bara ekki látið svona lagað standa.

12:00 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Trúvillingur er líka fínt orð.
Í eina tíð voru þeir kallaðir Múhameðstrúarmenn, en í eina tíð voru líka þeir sem búa ögn sunnan við Bandaríki Norður-Ameríku kallaðir Mexíkanar og Kúbanir. Nú eru það Mexíkóar og Kúbverjar. Eins gott að fylgjast með.

6:37 PM  

Post a Comment

<< Home