Monday, January 09, 2006

Tíví

Við hjónin fórum í búðir í gær að skoða sjónvörp. Kom mér stórkostlega á óvart að gamla var alveg til í að kaupa 42" plasma, en kom mér enn meira á óvart að ég sjálfur skildi stoppa það af! Miðaldra að verða, með græjufíkn á lokastigi þessa dagana, en tókst að stoppa þetta af. Mikið svakalega er maður skrýtinn... eða skynsamur stundum... sem er stundum það sama. Sit því heima með veikan, en hressan, strákinn og horfi á 29" Seleco-sjónvarpið mitt, sem ég fékk á útsölu fyrir hálfu þriðja ári síðan. Alltolítið.

Vil einnig setja inn link á ágæta grein öfgahægrimannanna hjá andriki.is í dag, er þar sérstaklega að meina orð þeirra um umhverfisverndartónleikana.


http://andriki.is/default.asp?art=09012006


Allir hressir?

7 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Sko, það er ekki tengill ef maður þarf að taka afrit af slóðinni og líma hana svo aftur í vafrarann. Heldur eitthvað annað.

elvar

4:11 PM  
Blogger Olga Bj� said...

Allir hressir hérna megin. :)

4:12 PM  
Anonymous smm said...

Hressari en Hemmi Gunn á góðum degi.... :D

6:47 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Jæja, Elvar, þetta er samt slóðin, æi, þú veist hvað ég meina. Fokkjú!
Annars er ég gríðarhress.

7:55 PM  
Anonymous Anonymous said...

amm é er hress.

Brynsan.

9:33 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Bryndrekinn, vei!
Konan sem skírði á nýársdag svo allir yrðu að vera edrú á gamlárs. Hvuddnin datt þér það í hug?

10:01 AM  
Blogger Olga Bj� said...

Hei, Bryn til hamingju með að vera búin að skíra. Hvað heitir svo krúttið?

4:17 PM  

Post a Comment

<< Home