Tuesday, February 28, 2006

Dennis dauður

Dennis Weaver allur. Þið vitið ekkert hver það var.

Hann lék í fyrstu Spielberg-myndinni, Duel. Þar lék hann mann sem var ofsóttur af díseltrukki. Svo lék hann McLeod lögreglumann, en Rúv sýndi okkur ævintýri hans á sjötugnum. Mér frannst hann flottastur í myndinni "Ordeal of Patty Hearst", sem Bjarni Randver lánaði mér um árið. Hér er slóð á eilitla grein um hana:

http://imdb.com/title/tt0079675/

Annars er ég bara í stuði.

Búinn að fá mér saltkjöt og baunir í dag.

5 Comments:

Blogger Bjarni R said...

McCloud var það heillin! Við nutum hans í Víðilundinum á áttunda áratugnum.

6:14 PM  
Blogger Villi said...

Flottur leikari. Blessuð sé minning hans.

9:05 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Áttundi áratugurinn, eða seventís, heitir hjá mér sjötugurinn framvegis. Normandí-innrásin var á fertugnum, Elvis sló í gegn á fimmtugnum o.s. frv.
Sá á bloggi Dr. Gunni að Ingi Gunnar, trúbadúr, hafði komið með þessa hugmynd. Hef ákveðið að fylgja henni, nema hún reynist hallærisleg.

Annars fannst mér Patty Hearst-myndin sultufín og Duel alveg svakalega skemmtileg. McCloud man ég illa, en ég man að ég horfði á þáttinn og hafði gaman af.

9:51 AM  
Blogger Óskar þór said...

Ég man varla hvar ég er..... þú ert furðuverk eins og hún söng um árið

2:19 PM  
Blogger Magnús said...

Sénsinn að maður hafi ekki vitað hver Dennis fokkíng Weaver var!!!

4:38 PM  

Post a Comment

<< Home