Tuesday, February 21, 2006

Kominn heim frá Hamletti

Að æði mörgu leyti var gríðarlega gaman í Danaveldi. Óskar og Prjónína eru frábærasta fólk í heimi. Sérstaklega var gaman þegar Óskar henti húsráðandi í partýi inní skáp og sagði "þú skalt bera virðingu fyrir mér í þínum húsum". Það var fullkomlega óborganlegt. Allt út af sígarettustubbi í snjóskafli í þarnæstu sýslu. Löng saga.

Jensens böfhus fer ekki á hausinn á næstunni. Reiknast svo til að við höfum étið þar eina belju.

Í Árhúsum fundum við hús, reyndar heilt umhverfi, sem er alveg eins og torgið í Back to the Future. Þegar við fórum á röltið á sunnudagskvöldinu fundum við líka heilan bæ sem var eins og mannlausa torgið í Vanilla Sky. Enginn á ferli á sunnudagskvöldi, engin lifandi tónlist og enginn neinsstaðar. Bær sem slagar hátt í allt Íslandi hvað varðar íbúafjölda en skemmtanalífið eins og á þriðjudegi á Raufahöfn.

Danskurinn er fyndinn. Þeir tala svolítið um áhyggjur sínar af sælgætisneyslu ungmenna, en ungmennin eru alltof upptekin við að reykja sígarettur og hass og drekka bjór til að kaupa sér snikkers. Allir reykja eins og vitlausir, enda kostar pakki af sígó innan við helming af því sem hann kostar hérlendis. Ef þú ert orðinn sextán máttu kaupa þér bjór í búðinni. Áfengi er ekki bara selt allsstaðar, því er hreinlega haldið að manni. Svolítið sjokk fyrir últrafrjálslyndissegginn mig.

Ég lærði meira í dönsku á laugardaginn en öll þau fimm ár sem ég lærði hana í skóla.

Í Danmörku sá ég Anchorman á dvd. Hún er ógeðslega fyndin. Þverflautuatriðið gerði börnin mín næstum föðurlaus. Glær snilld.

Ég fór yfir strikið í fríhöfninni, keypti mér viskí, osta, grafna nautalund, laxapaté, bjór, nammi, hálft svín, kavíar, meiri osta, meira nammi og meiri mat.
Morgunmaturinn minn í dag var kavíar, laxapaté, ristað brauð, grafin nautalund og bláberjajógúrt. Hvað fékkst þú þér?

Keypti helling af dvd-myndum, allt á 25-kall. Eye for an Eye með Kiefer og Eye of the Needle með pabba hans, Hellraiser, Villigæsirnar og fullt af einhverju drasli. Nokkra geisladiska líka, Deep Purple, Queensryche og fleira rokk og ról.

Annars er ég bara í stuði. Best að fara í skápinn og tékka aðeins á fríhafnarkræsingunum...

8 Comments:

Anonymous Svenni said...

Já velkominn heim Ingvar og þakka þér fyrir síðast en ég er núna hér með að standa við loforð mitt... og merkilegt að ég skuli muna það þangað til næst....

10:06 PM  
Anonymous kiddi said...

hvaða ræsdisk fékkstu þér?

3:20 AM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Ræs... þá meinarðu væntanlega Kvínsrægh... ég keypti Empire á 39 danskar. Danskurinn kann að verðleggja músík og myndir... og öl... og sígó... og mat.
Ég myndi samt aldrei vilja búa þarna.

11:03 AM  
Anonymous Pétur Örn said...

Ég fékk mér kalt eitur með píanónótum í morgunmat.

2:20 PM  
Blogger Óskar þór said...

Laglegur morgunverður Péturs!!!
hef afráðið að senda systu mína með dærektið dærekt heim um helgina næstu, er það góðkennt?

3:06 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Hlakka til að sjá systurina, færi henni jafnvel súkkulaði í staðinn, beint úr tollinum.

6:38 PM  
Anonymous Kiddi said...

empær er uppáhalds kvínsrægh platan mín.. fyrir utan reids for orrder

8:34 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Oppereisjón mændkræm er sú eina sem ég hef eitthvað hlustað á. Á Oppereisjón lævkræm á djévaffdjé, gaman að því.

10:41 PM  

Post a Comment

<< Home