Sunday, February 05, 2006

Meira getraunasull

Spurt er um rithöfund - eins og síðast. Það er samt ekki sami rithöfundur og síðast. Það er annar.

Þegar hann var tveggja vetra fór pabbi hans út í sjoppu að kaupa sígó. Pabbi hefur ekki skilað sér ennþá heim. Skíthæll.

Okkar maður byrjaði að skrifa sögur í menntó. Hann er enn að.

Fjölmargar sögur eftir okkar mann hafa endað á hvíta tjaldinu eða sem sjónvarpsmyndir eða seríur. Stundum bæði sem bíómyndir og seríur. Myndirnar ná frá því að vera snilld niður í algert bévítans sorp.

Rithöfundurinn var alveg konstant fullur, skakkur og kólaður í áratug. Þar sem það er óhollt hætti hann því alveg. Gott hjá honum. Duglegur strákur.

Hann er mikill AC/DC aðdáandi. Spilar líka sjálfur á gítar.

Hver er karlinn?

Annars ein skemmtileg júsless staðreynd - vissuð þið að Gary Numan er nokkrum dögum eldri en Gary Oldman?

11 Comments:

Anonymous Hannes Trommari said...

Stefán King.

9:17 PM  
Blogger Jimy Maack said...

Damnitt... sammála Hannesi.

10:57 PM  
Anonymous Anonymous said...

nei stebbi king er ramones madur, ekki ac dc auli

11:27 PM  
Anonymous Anonymous said...

Hei þetta er eins og vinirnir Siggi cm. og Kalli km. úr krummaskuði úti á landi.....sönn saga.....þeir eru vinir....Siggi er hins vegar sláni og Kalli tittur.....en hei svona eru bara krummaskuð.

Bryn.
P.S. Hvað eru annars skuð? Og af hverju eru bara krummar í þeim?

11:54 AM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Það var að sjálfsögðu kórrétt hjá Nesa Rokk og Einari Coburn - Það var jú Stefán Kóngur sem spurt var um. Enda skítlétt getraun.

Anónímus, King er svo mikill AC/DC maður að hann notaði tónlist þeirra í einu myndinni sem hann leikstýrði sjálfur, Maximum Overdrive. Fékk þá til að semja ný lög og allt. Steig svo á stokk með þeim og lék á gítar með þeim á tónleikum seinna. Hefur í ofanálag margoft sagt þá sína menn í rokkinu. Skrifaðu svo undir nafni, homminn þinn.

11:55 AM  
Anonymous pétur Örn said...

Stephen King. Ekki Stefán eða Stebbi kóngur.
Þið eruð trúleysingjar sem eigið skilið að deyja fyrir að gera grín að uppáhalds rithöfundi margra.

3:01 PM  
Anonymous Anonymous said...

Ég var náttúrulega búin að svara þessu rétt síðast, þannig að ég ætti að fá verðlaunin.
Elvar;öruggur maður að vera á

4:17 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Elvar, það eru engin verðlaun nema sá stórkostlegi heiður að hafa vitað svarið.
Svarið (var ekki plata með kerlingunni þinni sem hét svarið?) var svosem rétt, en undir röngum kringumstæðum... eða rangt undir réttum kringumstæðum.

4:36 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Elvar, það eru engin verðlaun nema sá stórkostlegi heiður að hafa vitað svarið.
Svarið (var ekki plata með kerlingunni þinni sem hét svarið?) var svosem rétt, en undir röngum kringumstæðum... eða rangt undir réttum kringumstæðum.

4:36 PM  
Anonymous oskar said...

Helv... ek vissir raun tessa, splæs å mig a blotinu

8:53 AM  
Anonymous Anonymous said...

Þér finnst ég svo rosalegur að þú svarar mér tvisvar.
ElvAR

6:45 PM  

Post a Comment

<< Home