Wednesday, February 01, 2006

Og vódafónn

Ég hef átt viðskipti við Símann í einhver 5 ár, að ég held. Hef haft sama gemsanúmerið þann tíma. Hef ekki haft neina sérstaka löngun til að skipta um fyrirtæki þótt kerlingin sé hjá Vodafone, sem og margir aðrir. Heimasíminn minn er hjá Vodafone, sem og adsl-ið mitt, enda sá kerla um að koma því í gang.
Einhver gríðarleg þrjóska í mér, hef ekki viljað flytja mig yfir til Voda. En í dag fékk ég mig fullsaddan af Símanum.
Ég hringdi í þjónustunúmer Símans til að spyrjast eilítið fyrir. Fyrst slitnaði eftir smástund. Svo svaraði einhver eftir fáeinar mínútur og skellti á. Svo hlustaði ég, meðan ég beið í símanum, á nokkur popplög - líklegast hálfa "worst of Kinks" - áður en mér var tjáð að ég væri númer níu. Tuttugu mínútna bið varð til þess að ég hringdi í 1414. Þar var mér svarað eftir u.þ.b. hálfa mínútu og beðinn afsökunar á hversu lengi ég hefði þurft að bíða. Bað ég stúlkuna í símanum góðfúslega að taka við mér sem kúnna í snarhasti.
Til að fá að halda númerinu mínu þurfti ég þó að gera upp ógreidda reikninga við Símann. Ekki gat ég með góðu móti komist frá í vinnunni svo ég sendi Árna, vin minn, til að ganga frá því í næstu Símabúð - nennti sko ekki að hringja aftur í þjónustuleysissímann. Hann skokkaði í næsta útibú og beið þar í tæpan hálftíma til að borga nokkra þúsundkalla meðan staffið spilaði tölvuleiki og slóraði.

Síminn getur tekið sína þriggjakorterabið, leiðindi og þjónustuskort og troðið upp í blautt og illa þefjandi bakopið á sér - ég er farinn.

7 Comments:

Blogger Olga Bj� said...

Gott hjá þér!
Ég hef bara fengið góða þjónustu hjá Ogvodafone og er búin að vera þar frá stofnum Tals.

1:18 PM  
Anonymous Anonymous said...

heldurðu sama númerinu, maður þarf að getað hringt ef manni sé mál í hassinu sko.
Ex

1:55 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Jú, Olga, ég var hjá Tali á sínum tíma (reyndar þínum tíma einnig) og veit ekki hvurn rassblautan andsk... ég var að pæla að fara yfir.

Analnímus, vanti þig hass geturðu ræktað það sjálfur. Ég reyki bara krakk.

2:15 PM  
Anonymous Anonymous said...

ég er eki anímilínus ég er Elvar og Ex er stytting á nabbninu mínu.

6:55 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Stendur það fyrir Elvar - X-D?

Skóddnir eru annars geðveikir.

7:51 PM  
Blogger Óskar þór said...

Halló þú, hér erum við Carlsbergur að lesa bloggin þín og kunnum því svo vel að við ákváðum að blogga líka http://oskarhjalta.blogspot.com/

11:26 PM  
Blogger Denni said...

usssussuss...ingvar! ef þú höndlar ekki þjónustuverið þá er ég online allan daginn! eða þá í vinnunni! ja hérna....þetta væri svipað og ég myndi versla við Gítarinn hér eftir af því að þið áttu ekki gítarneglur fyrir örvhenta!

12:56 PM  

Post a Comment

<< Home