Wednesday, February 01, 2006

Vísundakirkjan

South Park-þáttur einn fjallaði um Vísindakirkjuna og gerði rætið grín að Thomas Cruise Mapother IV, sem er betur þekktur sem Tom Cruise. Hann hóaði í lögfræðinga sína og kirkjunnar og fékk bann á þáttinn. Þátturinn var því ekki sýndur í sjónvarpi.

Hinsvegar er internetið yndislegt og þátturinn er hér:

http://www.youtube.com/w/Scientomogy:-South-Park-Trapped-In-the-Closet-Scientology?v=RRVlUuI89cQ&eurl=

Gersovel.

3 Comments:

Anonymous Kiddi said...

ég elska þennan þátt jafn mikið og ég hata Tom Cruise.

4:58 AM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Mér finnst Tom Cruise fínn. Hann hinsvegar tilheyrir bjánalegum söfnuði. Þetta "I´ll sue you" er alveg ekta, þeir fara í mál við hvern þann sem segir eitthvað ljótt um þá. L.Ron Hubbard, stofnandi safnaðarins og höfundur Battlefield Earth, sagði og skrifaði að það væri ekkert mál að stofna sértrúarsöfnuð og græða pening. Svo gerði hann það. En þegar fólk bendir á orð hans fara þeir í mál og vísa til höfundarréttar.
Hörundssárari en meðal múslimi.

9:05 AM  
Anonymous Anonymous said...

ég held reyndar að meðal múslimar séu ekkert hörundssárir, bara fíflin sem ráða yfir þeim. Eins og hjá okkur. Þ.e ef Gunnar í Krossinum væri formaður framsóknarflokksins. En þá væri hann náttúrulega kallaður Gunnar í Framsókn og Hótel Saga væri aðeins öðruvísi. Að öðruleiti er Ísland nákvælega eins og Sýrland.
El.va.r

2:02 PM  

Post a Comment

<< Home