Wednesday, March 29, 2006

Bíógetraun í erfiðari kantinum

Vellaun eru einn svellkaldur Guinness annað kvöld á Döbblíner.

Spurt er um sellóleikkonu, sem gerði garðinn frægan í bíó hér um árið. Leikur reyndar enn, þó hún sé meira í góðgerðarstarfsemi en að koma fram á hvíta tjaldinu.

Foreldrar hennar voru hljómsveitarstjórnandi og konsertpíanisti.

Sjálf hefur hún starfað sem módel, tónlistarmaður og leikkona.

Lék í mynd með Sean Penn.

Hún lék aðalhlutverkið í sci-fi sjónvarpsþáttaröð sem var skammlíf, en öðlaðist költ-status.

Jæja... hver er kerlingin?

Flygill

HannáammælídaghannáammælídaghannáammæælannEgillRabbshannáammælídag.

Til lukku með ammælið, trymbill góður, og vertu hress fyrst þú ert orðinn þrettán.

Allir skoða ferðasögu Egils á bloggi hans- linkur hér til hliðar.

Annars er ég enn með hálsbólgu Sveins.

Monday, March 27, 2006

Fréttamennska

Ritaði fáein orð áðan um fréttamensku. Hér eru fleiri orð um alvarlegri misnotkun á fjölmiðlum.

Með hor í hjarta

Bévítans kvefdrulla er í þann mund að ganga af mér dauðum. Ég komst samt norður til Akureyris á laugardaginn, til að hitta ma og pa og Vidda lillabró. Gaman að því. Fór svo strax suður aftur og hitti næstum engan utan nánustu familíu. ÞAð var ekki jafn gaman.

Fréttir - oft gaman að þeim. Þegar fjölmiðlafrumvarpið var sem mest í umræðunni var mikið talað um hvort treysta mætti fjölmiðlum og fréttaflutningi. Var þá talað um að fréttamenn lituðu oft umræðuna. Sá ég dæmi um það í síðustu viku þegar fyrirsögn í dagblaði einu hljómaði sem svo "Börn nýbúa skila sér illa inn í íþróttastarfið". Svo var talað um hvað það væri nú hræðilegt að hinir nýju Íslendingar (Nýslendingar) tækju ekki fullan þátt í því afætustarfi sem íþróttafélögin stunda á skattfé almennings. En þetta þótti blaðamanni hið versta mál. Kannski hafa börn nýbúa bara önnur áhugamál sem ekki krefjast mörghundruðmilljóna útláta frá ríki og sveitarfélögum ár hvert.

Annars keypti ég Day of the Jackal, Animal Factory og nokkrar Chaplin-myndir fyrir norðan. Það var aldeilis gott. Sá Domino á föstudaginn - ekki góð mynd. Eins og Domino Harvey (dóttir Laurence Harvey leikara) er áhugavert söguefni og mannaveiðaraferill hennar skemmtileg lesning var fullkominn óþarfi að skálda gersamlega einhverja sögu sem átti sér enga stoð í raunveruleikanum. Svo lítur myndin út eins og vont músíkvídeó og hljómar eins og auglýsing á Bylgjunni. Tony Scott gat gert gott bíó hér einu sinni - ekki lengur.

Matur dagsins er Snickers.

Wednesday, March 22, 2006

Zappa

Stal þessu af bloggi Kidda Snerils. Svo mikið gítarrunk að það þarf allan klósettpappír bæjarins til að þurrka upp. Zappa og Vai. Gersovel.

Bardot

Skemmtilegt með fræga fólkið, þegar það notfærir sér frægð sína til að koma einhverjum boðskap á framfæri. Getur verið hið besta mál, þegar til dæmis menn vekja athygli á hungri í heiminum, safna peningum fyrir eyðnisjúk smábörn eða hjálpa fórnarlömbum flóða í Asíu. Annað finnst mér vafasamara, en það er þegar selebbliðið gengst upp í að hjálpa einhverjum meindýrum um heim allan og það meðan dýr af þeirra sömu tegund, þ.e.a.s. menn, svelta í hel, deyja úr auðlæknanlegum sjúkdómum eða eru drepnir af vondu fólki.
Því hafði ég gaman af grein á mbl.is í dag. Þar segir frá því að Birgitta gamla Bardot er voða fúl yfir að kanadískir ráðamenn nenntu ekki að funda með henni eftir að þeir juku selveiðikvótann nýverið. Hún flaug alla leið til Kanada og er alveg kolvitlaus yfir því að hún fékk ekki fund með forsætisráðherra. Hann hafði kannski eitthvað annað að gera en að hanga með úr sér gengnu geðsjúku gamalmenni sem er löngu búið að vera. Frekjan í þessu umhverfis- og dýraverndunarhyski er yfirgengileg. Tala nú ekki um að vera að gera svona mikið úr selum. Rottur hafsins. Líta samt fallega út svo heimskar kerlingarálftir gera allt til að passa að vondi kallinn drepi þá ekki.

Er ég hæstánægður með kanadísk yfirvöld að láta ekki geðveikar, gamlar kerlingar draga sig á asnaeyrunum eins og borgaryfirvöld höfuðborgar vorrar létu Yoko gera um daginn.

Annars er ég ekki hress, enn hrækjandi út úr mér grænu slími, með hita og leiðindi. Horfði á Doom áðan, hún er vond en skemmtileg. Gafst svo upp á einhverju sem heitir A better Way to die og sofnaði yfir Hellraiser 1. Hún reyndar gæti svæft hvern sem er, þó viðkomandi væri búinn að drekka allt kaffið í AA-samtökunum og éta hálft kíló af spítti í ofanálag.

Sá DV í morgun og varð svolítið hneykslaður. Á forsíðu er flennistór fyrirsögn hvar segir að herra Ísland hafi verið handtekinn með fíkniefni. Við nánari lestur, sem ekki allir fara út í, sá ég að þetta var eldgamall herra Ísland. Hvorki núverandi né sá sem var látinn taka pokann sinn þar áður. Minnti óneitanlega á "Bubbi fallinn" á forsíðu annars blaðs hér nýverið.

Annars er ég bara heima með Litlasvepp og lofa Guð fyrir Cartoon Network.

Eruð þið ekki bara hress, annars?

Kvef

Fullur af kvefskít og viðbjóði. Bévítans ógeð. Hræki upp grænni drullu sem lyktar eins og Júdas.

Annars vorum við Swissmenn að leika á árshátíð verkfræðistofu á laugardaginn uppi í Borgarfirði. Þurftum að bíða lengi vel og eyddum því tímanum í nuddstólum Guðs almáttugs, sem erfitt er að stíga upp úr. Horfðum á hvirfilskallann minn í Hemmaþættinum og hámuðum í okkur kjötsúpu og humarsúpu. Fengum svo verkfræðingana til að dansa ógí pógí - það var gaman. Dönsk þoka á heimleiðinni svo við komum seint í bæinn. Gaman að því.

Leikaragetraun Sveins:

Spurt er um kvikmyndaleikara sem stjórnaði einnig sjónvapsþáttum og ritaði bækur. Hann var sonur þýsks orrustuflugmanns, sem barist hafði við Bretann, en okkar maður fæddist í Bretaveldi og bjó þar. Honum bauðst eitt sinn hlutverk eins frægasta spæjara bíósögunnar en hafnaði því á síðustu stundu. Annar mun minna þekktur leikari var ráðinn til verksins og hlaut heimsfrægð fyrir vikið. Okkar maður lék þó annan frægan spæjara seinna.

Fékk tvo Óskara. Fær líklega ekki fleiri, því hann er dojur.

Hann giftist systur frægrar leikkonu.

Flúði hina ógnarháu bresku skatta og flutti til Sviss. Gott hjá honum. Talaði eitthvað eins og sex tungumál reiprennandi og einhver fleiri ekki alveg jafn reiprennandi.

Hver var kaddlinn?

Wednesday, March 15, 2006

Í fréttum er þetta helst...

Bónusmenn sýknaðir af einhverju, sem ég veit ekki hvað er, frekar en aðrir landsmenn. Eitthvað að gera með skatt eða peninga eða eitthvað. Einhversstaðar var minnst á bíl og snekkju í málinu, en svo hætti ég að fylgjast með. Samt er ég gríðarlegur fréttafíkill. Þetta mál var bara of langt og leiðinlegt til að ég nennti að fylgjast með. Nú er ég til dæmis hættur að skrifa um það. Takk.

Herinn á leið burt. Heim til sín. Það er leitt, því þá missa æði margir vinnuna hérlendis og hætt við að einhverjir pöbbar í Keflavík fari á höfuðið. Einnig verða kanamellur að leita í innlent eða skipta yfir í pólska fiskverkamenn og tælenska kokka. Sjálfur hef ég gríðargóða reynslu af hermönnum af beisinu, þeir kunna sig betur en landinn. Ég spilaði um tíma á Paddy´s í Keflavík, en þar var margt um kanann. Þeir kunna að bjóða gítaristanum í glas og svo kunna þeir líka að klappa eftir lög, sem sumir Íslendingar virðast ekki geta gert þó haglabyssu væri beint að börnunum þeirra. Mér fannst þó fyndið að Ögmundur kommi var eitthvað að röfla um að herinn væri og hefði alltaf verið óþarfur. Ég er viss um að ef herinn hefði ekki verið hérna in the sixties (á sextugnum) væri þetta blogg á rússnesku. Ömmi kommi hefði væntanlega kunnað vel við það.

Íslandsbanki heitir ekki Íslandsbanki heldur Glitnir. Af hverju eru öll þessi fyrirtæki að skipta um nöfn? Þeir segja alltaf "með breyttum áherslum... blablabla" en ég vinn hjá fyrirtæki sem hefur heitið það sama í 40 ár þrátt fyrir að áherslurnar séu eflaust ekki alveg þær sömu og í upphafi. Sjoppan hefur ekki einu sinni bætt "Group" fyrir aftan nafnið. Heita Flugleiðir ekki FL Group núna? Það væri heldur betur asnalegt ef Pálmi frændi breytti nafni kompanísins í TB Group.

Ég sé að Siv Friðleifs er gestur strákanna á Stöð 2 núna. Hún virðist miklu þreyttari núna eftir að hún varð ráðherra aftur. Komin með bauga og voða syfjuð að sjá, en sæt ennþá. Hún væri miklu sætari ef hún væri ekki í Framsóknarflokknum.

Svo kláraði ég í áttundu tilraun í gær hina bráðskemmtilegu bíómynd The most dangerous Game sem útleggst á íslensku "Hættulegasta bráðin". Stórgóð klukkutímalöng mynd frá 1930, gerð af sama fólki og gerði King Kong þremur árum seinna. Hefur verið endurgerð milljón sinnum, m.a. sem Hard Target með Van Damme (Randal, Randal, Randal...) og Surviving the Game með Ice-T. Fæst hjá Sigga í 2001.

Nenni ekki meiru, veriði sæl.

Tuesday, March 14, 2006

Douglas

Ég sá í fréttum áðan að Michael Douglas var í viðtali við GQ að setja út á ástarlíf hinna Hollyswood-stjarnanna. Gaman að því. Hann segist ekki skilja hvað Brad Pitt var að pæla þegar hann skildi við Jennifer Analston og byrjaði að halda á munaðarleysingjunum fyrir Angelinu Jolie. Eins setur hann út á stutt hjónabönd og skýtur föstum skotumí allar áttir.

Það sem mér finnst skemmtilegt við þetta er að sjálfur skildi hann við fyrrum eiginkonu sína fyrir fáum árum síðan. Var það eftir að hann hafði viðurkennt að hafa marghaldið framhjá henni. Nú er hann giftur konu, hvers pabbi er yngri en Douglas sjálfur. Mér finnst þetta vera svolítið að kasta handsprengjum úr glerhúsi, en jæja...

Douglas er samt feykigóður leikari. Gaman að því að hann lék í Ghost and the Darkness með Val Kilmer, sem lék Doc Holliday í Tombstone. Svo lék hann í Traffic með Dennis Quaid, sem lék Doc Holliday í Wyatt Earp. Pabbi Michael, Kirk gamli Douglas, lék einmitt Holliday í Gunfight at the OK Corall fyrir einum fimmtíu árum síðan.

Sé það núna að hann hefði verið fyrirtakspersóna í næstu kvikmyndagetraun, en fyrst ég er búinn að rita þennan pistil, þá verður það ekki. Svarið við næstu getraun er því ekki Michael Douglas.

Hér er leikaragetraunin:

Leikarinn sem spurt er um hefur leikið á móti Michael Douglas.

Hann lék eitt sinn löggu í framtíðarmynd.

Hann reyndi að fá hlutverk James Bond eitt sinn, en varð ekki kápan úr því klæðinu.

Hann er þrífráskilinn.

Hann er með ör á fésinu eftir að einn frægasti leikari í heimi barði hann með akkeri í hausinn, alveg óvart. Það var við tökur á mynd hvar okkar maður lék vondan kall. Takan var notuð.

Hann er kúl.

Hver er kallinn?

Monday, March 13, 2006

Rúlletta

Við Eldri-Sveppur horfðum á Revolver á laugardagskvöldið. Fyrir þá sem ekki vita er það nýjasta mynd Guy Ritchie, eiginmanns Madonnu, en hann gerði hinar stórgóðu Lock, Stock and two smoking Barrels og Snatch. Einnig gerði hann myndina Swept Away, sem eiginkona hans fór með aðalhlutverkið í. Er óhætt að segja að sú mynd hafi fengið verstu dómana af þessum þremur.
Eníhjú, Revolver hefur ekki ratað í bíóhús klakans enn. Hún hefur einnig fengið hreint hryllilega dóma og alla leið upp í stórgóða í erlendum sérfræðiritum. Núll stjörnur og upp í fjórar. Við feðgarnir horfðum á hana gríðarlega áhugasamir. Vorum býsna hrifnir, þó hann meira en ég. Mér fannst hún ágæt, en það fór í mínar fínustu þegar datt inn á gríðarlega furðulegum stað teiknimyndaatriði a la Kill Bill.
Ég hef ekki enn náð að skilja hana til hins ítrasta og get því ekki gefið henni tæmandi einkunn. Kannski á maður ekki að skilja hana, kannski er ég bara svona vitlaus. Ég skildi nú ekki Mulholland Falls á sínum tíma þrátt fyrir að hafa séð hana tvisvar, hún er samt snilld.
Horfði svo áðan á Riding the Bullet, hundvonda Stephen King-sjónvarpsmynd. Fyndið að hún á að gerast 1969, samt er einhver feitur hasshaus að spila á Ibanez rafgítar með oddhössum hevímetal-haus. Bjóst við að Mesa/Boogie magnarastæður og Korg múltíeffektar myndu detta inn á hverri stundu.
Annars er bara leiðinlegt, ligg bleikur heima og hef ekki gaman af. Sökkar biggtæm.

Saturday, March 11, 2006

Léttur pistill um ekki neitt - og getraun

Var að spila í gærkvöldi og það var bara þó nokkuð gaman. Bassaleikarinn minn, hann Binni, var að spila tvö gigg áður og sá fram á að verða of seinn svo við fengum bara hann Óla Pétur, sem ég spilaði eitt sinn með, til að spila með okkur fyrst um sinn gegn loforði um nokkra bjóra að launum. Við kíktum á Binna á Rósenberg, hvar hann lék með hljómsveitinni Sökudólgunum. Er óhætt að segja að sú sveit sé bráðskemmtileg. Þeir spiluðu bæði sitt eigið efni og annara og var þeirra eigin mun skemmtilegra á að hlýða. Við Guffi og Óli fórum svo yfir á Döbb og byrjuðum að spila á tilsettum tíma, klukkan hálfeitt - fyrir engan! Lékum nokkur létt lög fyrir barþjóninn en svo fylltist kofinn og var bæði stuð og stemma. Kíkti svo yfir á Amster í einn svellkaldan áður en haldið var heim. Hef lent í skemmtilegri athöfnum en að bíða eftir eigufíl í húrrandi snjókomunni innan um fulla fólkið.
Svo kom ég heim um það leyti sem Yngrisveppur vaknaði ogkomsér þá feykivel að eiga annan Svepp til að líta eftir þeim yngri meðan ég svaf pínustund.

Núna er ég að horfa á Prúðuleikarana á dvd með þeim yngri. Gaman.

Er svo að spila aftur á Döbb í kvöld. Mætið.

Hér sé getraun. Spurt er um poppara sem er í seinni tíð orðinn þekktari sem leikari.

Hann fæddist í New Jersey, en flutti til L.A. barn að aldri. Var þar settur í fóstur hjá skyldmennum eftir að foreldrar hans létust í bílslysi.

Hann gekk í herinn og var þar um tíma.

Hann hefur gefið út nokkrar sólóplötur og einnig var hann í rokkhljómsveit sem var heldur betur umdeild. Textar hans þóttu grófir og jafnvel ógeðfelldir í einhverjum tilfellum, en oft tók hann einnig á viðkvæmum málefnum, barnaklámi, pólítík og glæpum. Tónistarútgefandinn og gagnrýnandinn Seymour Stein líkti honum m.a.s. við Bob Dylan.

Hann byrjaði að leika á áttugnum (80´s) í bíó, smáhlutverk í fyrstu, en hefur allnokkrum sinnum leikið aðalhlutverk í misgóðum myndum. Hann hefur bæði leikið góða og vonda kalla og hefur á hvíta tjaldinu barist við Kurt Russell og Gary Busey. Í dag leikur hann m.a. í vinsælum sjónvarpsþætti sem sýndur er hérlendis á einni sjónvarpsstöðinni.

Hver er maðurinn?

Monday, March 06, 2006

Leikaragetraun nr.milljón og sex

Ég vil spyrja um leikara.

Hann var eitt sinn poppstjarna. Var í hljómsveit sem var um tíma ein sú vinsælasta í gervallri veröldinni.

Hann drap Bruce Willis einu sinni í mynd.

Hann hefur leikið þroskaheftan mann.

Hann lék í einni bestu sjónvarpsseríu sem gerð hefur verið (að mínu mati).

Hver er kallinn?

SNL með Natalie Portman

Mónólóginn hennar má sjá hér.

Stjörnustríðsaðdáendur gleðjist.

Óskar

Óskarinn í gær mun hafa verið leiðinlegri en Óskar hennar Jónínu. Ég reyndar veit það ekki fyrir víst, því ég sofnaði yfir rauðadregilskjaftæðinu. Þar var Ívar einkaþjálfari með einhverja ótalandi tískupælingakerlingu og einhvern bíónörd á kjaftatörn og heyrðist mér kvikmyndalistin í heild sinni snúast um hvort það væri hinn eða þessi kynvillingurinn sem hefði hannað hinn eða þennan kjólinn. Sýnt var af rauða dreglinum, en þetta bölvaða skítapakk blaðraði ofan í öll viðtölin um hvað þessi kjóll væri nú fallegur eða ekki og hvað það væri nú gaman að sjá gylltan kjól loksins. Hey - þegar einhver er að tala við Will Ferrell og er skellihlæjandi þá heldur maður bara kjafti og leyfir áhorfendum að heyra grínið!

Ívar og þessi tvö sem með honum voru munu brenna í helvíti fyrir að tala ofan í viðtölin við fræga fólkið.

Sé samt eftir að hafa misst af Bjarkar-brandaranum. Fyrir þá sem ekki vita hvað ég er að tala um, þá hljómaði hann sirka svona:

Góðir gestir, Björk kemur því miður ekki í kvöld. Hún var að fara í kjólinn sinn og þá skaut Dick Chaney hana. (Barrrrra - krass).

Sunday, March 05, 2006

Hjálparsveit skáta skaffar dópið

Við Swissmenn vorum að leika fyrir dansi hjá Hjálparsveit skáta í gær. Hafi einhver haldið að skátarnir væru bindindissamtök skal ég fullyrða að svo er engan veginn.

Þetta er fólkið sem á að finna okkur ef við týnumst uppi á heiðum. Eftir gærkvöldið hef ég ákveðið að fara aldrei upp fyrir Ártúnsbrekkuna, nema þá með áttavita, NMT-síma, nesti og neyðarblys auk klósettpappírs og hlífðarfatnaðar frá NASA. Ég myndi nefnilega ekki treysta þeim til að finna svo mikið sem klám á netinu.
Hinir prúðu skátar hegðuðu sér gersamlega eins og bavíanar, ölvun var allveruleg og nokkrir fóru úr. Öllu. Meira að segja ein stelpa. Kexbilað lið. Hlakka mikið til að spila fyrir þau að ári. Mjög gaman.

Eftir ballið og metrót með aðstoð Olla leigubílstjóra var haldið á Amsterdam hvar ég hitti Stebba frænda, Björn Inga, Berg Geirs, Eystein, Inga Val (sem skutlaði mér heim í morgun - takk fyrir það) og fjölda annara góðra manna. Ingi Valur var einmitt í félagi við Rúnar fulltrúi Sixties í Hemma Gunn - þættinum og stóð sig feykivel.

Óskarinn er á eftir. Kannski ég horfi á eitthvað af honum. Kannski ekki.

Saturday, March 04, 2006

Ammælissss

Hann á ammælídag
Hann á ammælídag
Hann á ammælann pabbi gamli
Hann á ammælídag

Pabbi minn á ammæli í dag. Það eru engar líkur á að hann sjái þetta því hann kann ekki á tölvu svo ég viti til, því þær eru rafmagns. Hann náði í dag einhverjum aldri sem ég veit ekki hver er, því ég kann ekki að telja svo hátt. Hann er hinsvegar bara býsna fínn pabbi. Einn af þessum sívinnandi mönnum. Keyrði lengi flutningabíl og var á sjó - þangað til Stígandi sökk undan honum. Þá fór hann í björgunarbát og húkti þar í nokkra daga þangað til hann fannst. Núna keyrir hann leigubíl, dittar að bátnum sínum og spilar bridds.

Til hamingju með ammælið, gamli kall. Þú ert frábær.

Svo á Inga Hrönn vinkona ammæli líka. Það er minna merkilegt, en hún er samt alveg gargandi snilld, sú kerling.

Annars skal hér koma leikaragetraun. Hún er erfið.

Hver er maðurinn?

Hann er rétt liðlega fertugur og heitir Ivan. Hann hinsvegar gengur undir ættarnafni sínu eingöngu. Hann bara felldi niður bandstrikið á milli og þá var komið þetta fína nafn.

Hann hefur leikið í nokkrum skemmtilegum myndum og nokkrum leiðinlegum og er mjög misvel liðinn af fólki. Ég fíla hann.

Hann hefur leikið í a.m.k. tveimur vampírumyndum og einni nýlegri hryllingsmynd sem sló hressilega í gegn. Hann hefur líka leikið í gamanmyndum og bara allskonar...

Hann á í málaferlum við framleiðendur hrollvekju sem hann lék í vegna vangoldinna launa.

Hver er kallinn?

Thursday, March 02, 2006

Klint

Bíógetraunin mín hljómar svo...

Á hvíta tjaldinu hefur Clint Eastwood drepið óhemjumagn af fólki. Í hvaða mynd lágu flestir í valnum af hans völdum?

Eða á mannamáli - í hvaða mynd drap hann mest af fólki?

Fimmtudagsröfl

Yoko Ono kom á klakann að bulla um þessa friðarsúlu sína. Mikið er ég feginn. Með henni var Sean Lennon, sonur hennar og John. Er óhætt að segja að hann sé einhverjum sjómílum neðar í virðingarstiga poppsins en stóri bróðir hans, Julian, sem er frábær. Held það sé ekkert gaman að standa í einum stærsta skugga poppsögunnar. Eitt sinn heyrði ég plötu með Sean Lennon. Er óhætt að segja að hún hafi verið fast að því jafn vond og Yoko-platan sem ég heyrði eitt sinn. Hef hinsvegar heyrt tvær plötur, og rúmlega það, með Julian og haft gríðarlega gaman af.

Vissuð þið að Julian Lennon heitir fullu nafni John Charles Julian Lennon. Hefði verið söluvænlegra að taka sér nafnið John Lennon Jr.
Hann hefur selt nokkrar milljónir platna og nýtur talsverðrar virðingar. Sean er hinsvegar mömmustrákur og ræfill.

Frétt Baggalúts af þeim mæðginum má lesa hér.

Annars er ég að kenna í kveld, rýk svo niður á Djöflíner að kanna skapið í Dennis. Reikna fastlega með að fá mér koníakssopa, þó ekki mikið af því.

Bless.