Thursday, March 02, 2006

Fimmtudagsröfl

Yoko Ono kom á klakann að bulla um þessa friðarsúlu sína. Mikið er ég feginn. Með henni var Sean Lennon, sonur hennar og John. Er óhætt að segja að hann sé einhverjum sjómílum neðar í virðingarstiga poppsins en stóri bróðir hans, Julian, sem er frábær. Held það sé ekkert gaman að standa í einum stærsta skugga poppsögunnar. Eitt sinn heyrði ég plötu með Sean Lennon. Er óhætt að segja að hún hafi verið fast að því jafn vond og Yoko-platan sem ég heyrði eitt sinn. Hef hinsvegar heyrt tvær plötur, og rúmlega það, með Julian og haft gríðarlega gaman af.

Vissuð þið að Julian Lennon heitir fullu nafni John Charles Julian Lennon. Hefði verið söluvænlegra að taka sér nafnið John Lennon Jr.
Hann hefur selt nokkrar milljónir platna og nýtur talsverðrar virðingar. Sean er hinsvegar mömmustrákur og ræfill.

Frétt Baggalúts af þeim mæðginum má lesa hér.

Annars er ég að kenna í kveld, rýk svo niður á Djöflíner að kanna skapið í Dennis. Reikna fastlega með að fá mér koníakssopa, þó ekki mikið af því.

Bless.

5 Comments:

Anonymous Hannes Trommari said...

KENNA HVAÐ???

10:57 AM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Á gítar. Gaman.

11:18 AM  
Blogger Olga Bj� said...

Hei, eruð þið orðin kennarahjón? Frábært. Þú ert alveg pottþétt með skemmtilegri kennurum.

11:03 AM  
Blogger Óskar þór said...

Kenndu mér að kissa rétt lalalalala

1:19 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Já, ég var að átta mig á því að við erum kennarahjón. Þetta er nú meira til gamans gert hjá mér, ákvað að prófa smá til að eiga aðeins minni tíma með fjölskyldunni, svona milli þess sem ég vinn í búðinni og spila á reykfylltum pöbbunum, blindfullur. Þetta er bráðskemmtilegt.

4:19 PM  

Post a Comment

<< Home