Sunday, March 05, 2006

Hjálparsveit skáta skaffar dópið

Við Swissmenn vorum að leika fyrir dansi hjá Hjálparsveit skáta í gær. Hafi einhver haldið að skátarnir væru bindindissamtök skal ég fullyrða að svo er engan veginn.

Þetta er fólkið sem á að finna okkur ef við týnumst uppi á heiðum. Eftir gærkvöldið hef ég ákveðið að fara aldrei upp fyrir Ártúnsbrekkuna, nema þá með áttavita, NMT-síma, nesti og neyðarblys auk klósettpappírs og hlífðarfatnaðar frá NASA. Ég myndi nefnilega ekki treysta þeim til að finna svo mikið sem klám á netinu.
Hinir prúðu skátar hegðuðu sér gersamlega eins og bavíanar, ölvun var allveruleg og nokkrir fóru úr. Öllu. Meira að segja ein stelpa. Kexbilað lið. Hlakka mikið til að spila fyrir þau að ári. Mjög gaman.

Eftir ballið og metrót með aðstoð Olla leigubílstjóra var haldið á Amsterdam hvar ég hitti Stebba frænda, Björn Inga, Berg Geirs, Eystein, Inga Val (sem skutlaði mér heim í morgun - takk fyrir það) og fjölda annara góðra manna. Ingi Valur var einmitt í félagi við Rúnar fulltrúi Sixties í Hemma Gunn - þættinum og stóð sig feykivel.

Óskarinn er á eftir. Kannski ég horfi á eitthvað af honum. Kannski ekki.

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Ég get tekið undir þetta með hjálparsveitarböllin. Var einu sinni í hjálparsveit og þar voru öflugustu drykkjuveislurnar á ævi minni...og er Gaukurinn líka talinn með.

Orgelið

9:02 AM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Hjálparsveitir og íþróttafélög hafa eyðilagt lifur og/eða mannorð allnokkurra landsmanna.

10:21 AM  

Post a Comment

<< Home