Wednesday, March 22, 2006

Kvef

Fullur af kvefskít og viðbjóði. Bévítans ógeð. Hræki upp grænni drullu sem lyktar eins og Júdas.

Annars vorum við Swissmenn að leika á árshátíð verkfræðistofu á laugardaginn uppi í Borgarfirði. Þurftum að bíða lengi vel og eyddum því tímanum í nuddstólum Guðs almáttugs, sem erfitt er að stíga upp úr. Horfðum á hvirfilskallann minn í Hemmaþættinum og hámuðum í okkur kjötsúpu og humarsúpu. Fengum svo verkfræðingana til að dansa ógí pógí - það var gaman. Dönsk þoka á heimleiðinni svo við komum seint í bæinn. Gaman að því.

Leikaragetraun Sveins:

Spurt er um kvikmyndaleikara sem stjórnaði einnig sjónvapsþáttum og ritaði bækur. Hann var sonur þýsks orrustuflugmanns, sem barist hafði við Bretann, en okkar maður fæddist í Bretaveldi og bjó þar. Honum bauðst eitt sinn hlutverk eins frægasta spæjara bíósögunnar en hafnaði því á síðustu stundu. Annar mun minna þekktur leikari var ráðinn til verksins og hlaut heimsfrægð fyrir vikið. Okkar maður lék þó annan frægan spæjara seinna.

Fékk tvo Óskara. Fær líklega ekki fleiri, því hann er dojur.

Hann giftist systur frægrar leikkonu.

Flúði hina ógnarháu bresku skatta og flutti til Sviss. Gott hjá honum. Talaði eitthvað eins og sex tungumál reiprennandi og einhver fleiri ekki alveg jafn reiprennandi.

Hver var kaddlinn?

5 Comments:

Blogger Jimy Maack said...

Pétur Just-enough!

ég er nokkuð viss um að það hafi verið Peter von Ustinov sem þú varst að spurja um, bjó í swiss, þýzk-rússkí og svakalega góður leikari.

11:43 AM  
Blogger Jimy Maack said...

hey þetta hlýtur að vera rétt hjá mér - tékkaði á wiki og þetta hlýtur að vera hann!

11:45 AM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Jú, jú, þetta var Peter Alexander von Ustinov, hvers pabbi skaut niður breta í fyrri styrjöld,en njósnaði fyrir þá í þeirri seinni. Átti að leika Klúsó, en hafnaði því af ótta við að David Niven myndi skyggja á hann. Lék svo Púró seinna.
Laukrétt og stjarna í kladdann.

5:10 PM  
Blogger Denni said...

hvirfilskalla hehe??
á mínu heimili heitir þetta bara tungl!

6:20 PM  
Blogger Denni said...

gleymdi að bæta við að ...kollvik há og falleg eins og ég er með er kallað "hunter" hver man ekki eftir þáttunum um lögguna Hunter?

6:20 PM  

Post a Comment

<< Home