Sunday, April 30, 2006

Arnarflug

Sit hér einn í koti og horfi á The Eagle has landet, eina af mínum uppáhalds. Hún var sýnd í gær í sjónvarpinu á National Geography-stöðinni, af öllum stöðvum, og þar í löngu og skemmtilegu útgáfunni. Gaman að því. Því er tilvalið að sjá hana aftur í dag. Mér finnst samt asnalegt þegar germanarnir tala ensku sín í millum í bíó, hinir germönsku eiga að tala germönsku í bíó. Untergang væri til dæmis alveg glötuð ef hún væri á ensku. Verri reyndar ef Kevin Kostner hefði leikið Hitler.
Kevin var einmitt í sjónvarpinu um daginn með boga í hönd í Hróa Hattar-myndinni, sem gerði allt vitlaust hér fyrir rúmum hálfum öðrum áratug. Fyndið að sjá Hróa Hött og flesta hans menn með sítt að aftan. Jafnvel fyndnara þegar vondi fógetinn lætur hengja upp "wanted" veggspjöld - PRENTUÐ!!! Skemmtilegt í ljósi þess að Hrói Höttur var einmitt löngu dauður, grafinn og maðkétinn þegar Gutenberg fann upp prentvélina í allt öðru landi. Fyrir utan að fólk á þessum tíma kunni almennt ekki að lesa neitt.
Gaman að svona klúðri í bíó. Meira að segja múltímilljóndollara stórmyndir (kannski helst þær) eru oft fullar af þessu.

King Kong á að gerast 1933, en þar á einn karakterinn, Driscoll, að vera leikritahöfundur hjá því sem kallað var "Federal Theater" - sem var stofnað tveimur árum seinna, 1935.

Í Titanic eru frægar villur, m.a þegar Leónardó talar um Wissota-vatn, sem var "byggt" nokkrum árum eftir að Titanic sökk. Einnig sjást linsurnar í skipstjóranum þegar hann er í nærmynd, ef ég man rétt. Svo er Leó hent út úr kapellunni af því hann er ekki á fyrsta farrými - kapella í skipum er alltaf öllum opin, hvort sem þeir eru á fyrsta farrými eða ekki. Það er nebblega ljótt að henda fólki út úr kirkju vegna fátæktar.

Fistful of Dynamite heitir fræg mynd með James Coburn. Hún á að gerast fyrir fyrri heimsstyrjöld í Mexíkó. James Coburn leikur þar eftirlýstan IRA-mann, en IRA var ekki stofnað fyrr en 1917. Einnig eru notaðar í myndinni germanskar vélbyssur sem voru ekki smíðaðar fyrr en 1942. Gaman að því.

Collateral, hvar Tom Cruise er vondi kallinn, gerist að miklu leyti í leigubíl. Framrúðan á taxanum brotnar snemma í myndinni þegar hún verður fyrir manni og er mjög mismunandi brotin, eða jafnvel alls ekki, restina af myndinni.

Í World is not enough, einni af nýjustu Bond-myndunum, er terroristi sem heitir Renard. Hann er leikinn af hinum ágæta Robet Carlyle (sem einmitt lék eitt sinn Hitler og talaði lágstéttarensku á meðan). Renard er með byssukúlu í hausnum sem gerir það að verkum að hann finnur ekki til sársauka. Samt gargar hann eins og lamin smátelpa í lok myndarinnar þegar Bond lemur hann í klessu.

Pétur Önd benti mér eitt sinn á eitt skemmtilegt í CSI. Í einum þætti finnst lík, sem hafði verið grafið í kirkjugarði allnokkru áður. Hræið fannst í ruslagámi. Kom í ljós að útfararstjórinn hafði stolið kistunni til að selja aftur og hent kroppnum í ruslagám. Af hverju í ómáluðum gíraffa henti hann ekki hræinu aftur í gröfina, fyrst hann væntanlega þurfti að fylla holuna hvort eð er? AAAAAAARRRRRRRRGH!

Annars er Bergur fallegur í sjónvarpinu.

Friday, April 28, 2006

Fyrr má nú...

Eitt sinn var sagt "fyrr má nú rota en dauðrota". Frasinn yfir það sem hér fer á eftir er væntanlega "fyrr má nú reka við en drulla á ennið á sér".

Shrue hljóðnemar - eftirlíking sem ælir yfir allan þjófabálk. Kíkið á www.shrue.com og sannfærist.

Thursday, April 27, 2006

Eldflugupakki Sveins

Haldiði að Kiddi hafi ekki af góðmennsku sinni (og af því ég röflaði í honum) lánað mér Firefly-myndaflokkinn og Serenity-myndina, sem er eins konar lokahnykkur þáttanna, að því mér skilst.
Búinn að sjá fjóra fyrstu þættina og lofar það góðu, þó svo þátturinn sé greinilega gerður fyrir lítinn pjéning.
Þetta fjallar sumsé um hann Malcolm, sem er einskonar blanda af Han Solo og nafnlausa manninum, sem Clint lék í spaghettívestrunum, og hans fólk. Þau fljúga um himingeiminn í geimfari, sem nefnist Serenity, og lenda í allskonar ævintýrum. Malcolm er meðal annars glæpón, en með gott hjartalag og samvisku, sem óneitanlega er slæmt fyrir mann í þessari atvinnugrein. Einnig þvælast með honum læknir, prestur, portkona af skárri gerðinni, blökkukona og fleira skemmtilegt fólk.
Mér skilst að þessir þættir hafi verið sýndir fyrir um fjórum árum, en sýndir í vitlausri röð og á fjórum mismunandi tímum áður en þeir voru teknir af dagskrá. Þá var gerð mynd, Serenity, til að klára pakkann.
Hlakka mikið til að sjá þetta allt. Nánari skýrsla um málið seinna.

Er annars að fara að kenna pínu og spila svo á Dubliner ásamt honum Óla Pétri. Verður það eflaust gaman. Sé ykkur þar.

Wednesday, April 26, 2006

Gíraffar á flugi

Já, Víagra er orðið ógeðslega dýrt samkvæmt þessu...

Annars er ég heima í fýlu, mældist með hita í morgun og ligg því jemmepo í leiðindum. Nýti tímann til hreingerninga og fataþvottar, milli þess sem ég ét eitthvað hollt og drekk vatn til að ná fyrri hressleika.

Johnny Depp á víst að leika Michael Hutchence í nýrri mynd. Kannski ef í það fer og hann vill hlutverkið. Má geta þess að nú er Depp sex árum eldri en Hutcence var þegar hann kæfði sig við rúnk. Mér fannst það aðeins um of, en þar sem mér dettur ekki í hug að sjá myndina er mér alveg sama. Lélegur söngvari í vondri b-klassa hljómsveit sem aldrei komst nálægt því að semja laglínu að neinu viti.

Kevin Spacey var orðinn 45 ára þegar hann lék Bobby Darin, sem lést 37 ára. Svipað góðir leikarar, en Darin var mun betri söngvari en ástralski rúnkarinn.

Þetta var röfl dagsins.

"Ég skal kála þér, Marteinn! Ég skal kyrkja þig og svo gref ég þig upp og klóna þig. Svo kála ég öllum klónunum þínum og svo tala ég aldrei við þig aftur!" Úr hvaða mynd?

Monday, April 24, 2006

Harrý prins

Harrý prins. Uppáhaldsprinsinn minn í öllum heiminum. Fyrst voru allir vondir við hann af því hann fór í nasistagalla á grímuball - nóta bene, GRÍMUBALL - og svo var hann sendur í herskóla. Það er eflaust ekki gaman.
Nú á að senda deildina hans til Íraks að berjast við vondu arabana. Þá er Harrý bannað að fara með af því að hann er prins. Því spyr ég eins og fávís kona:

Af hverju var þá Harrý sendur í herskóla ef hann má ekki skjóta neinn? Hefði ekki verið nær að senda hann í húsmæðraskóla ef hann á bara að vera heima?

Lag dagsins er Prince Charming með Adam Ant.

Harrý prins

Harrý prins. Uppáhaldsprinsinn minn í öllum heiminum. Fyrst voru allir vondir við hann af því hann fór í nasistagalla á grímuball - nóta bene, GRÍMUBALL - og svo var hann sendur í herskóla. Það er eflaust ekki gaman.
Nú á að senda deildina hans til Íraks að berjast við vondu arabana. Þá er Harrý bannað að fara með af því að hann er prins. Því spyr ég eins og fávís kona:

Af hverju var þá Harrý sendur í herskóla ef hann má ekki skjóta neinn? Hefði ekki verið nær að senda hann í húsmæðraskóla ef hann á bara að vera heima?

Lag dagsins er Prince Charming með Adam Ant.

Harrý prins

Harrý prins. Uppáhaldsprinsinn minn í öllum heiminum. Fyrst voru allir vondir við hann af því hann fór í nasistagalla á grímuball - nóta bene, GRÍMUBALL - og svo var hann sendur í herskóla. Það er eflaust ekki gaman.
Nú á að senda deildina hans til Íraks að berjast við vondu arabana. Þá er Harrý bannað að fara með af því að hann er prins. Því spyr ég eins og fávís kona:

Af hverju var þá Harrý sendur í herskóla ef hann má ekki skjóta neinn? Hefði ekki verið nær að senda hann í húsmæðraskóla ef hann á bara að vera heima?

Lag dagsins er Prince Charming með Adam Ant.

Friday, April 21, 2006

Druddl

Gaman af DV alltaf. Las til dæmis í fyrradag að einhver hefði brotist inn í Tónabúðina. Mætti svo í vinnuna og allt var í þessu líka fína lagi. Gaman að því.

Svo sá ég frétt í dag sem bjargaði deginum eins og Kalli Bjarni. Á bls. 23 segir orðrétt:

"Einn helsti kvikmyndaspekúlant samtímans, Harry Knowles, heldur ekki vatni yfir Mission: Impossible III og segir hana bestu njósnamynd síðustu ára, betri en True Lies."

Svo mörg voru þau orð.

Á blaðsíðunni við hliðina er mynd af tveimur meðlimum Sigurrósar. Jónsi er sagður þriðji til hægri á myndinni. Nota bene, tveir menn eru á myndinni. Annars þeirra er Jónsi. Gaman að því.

Annars verð ég að deila með ykkur textabroti úr lagi sem ég þoli engan veginn. Lagið heitir Ég er að tala um þig og er eftir Jóhann G. Jóhannsson, þann ágæta lagasmið. En jafnvel menn af hans kalíberi geta drullað niður í hnésbætur. Í textanum segir:

Ef hægt er að segja um nokkurn mann
að ástina hann fann
þá er það ég.

Stakk mig sem blýantar í eyrun.

Bíó

+Nöfn mynda skipta miklu máli. Eins og Pétur Örn benti eitt sinn á hefði Planet of the Apes aldrei orðið svona vinsæl ef hún hefði heitið Monkey Star. Eins hefði King Kong varla fengið fjárveitingu ef nafnið hefði verið Monkey Business.
Þýðingar eru líka svolítið trikkí. One Flew over the Cokoo´s nest var þýdd Gaukshreiðrið og það er fín þýðing. Lethal Weapon var upphaflega þýdd Á bláþræði - eins og Bird on a Wire og Die Hard. Die Hard var svo breytt í Á ystu nöf og Lethal Weapon í Tveir á toppnum, sem sýgur rækilega uppstoppaðan flóðhest.
Nú er í bíó endurgerð gömlu og góðu When a stranger calls. Hún fjallar um barnfóstru sem er hrelld af símadóna sem reykir þrjá pakka á dag. Legg ég til að titillinn verði ekki þýddur sem Ókunnugur slær á þráðinn.

Wednesday, April 19, 2006

Vinnan göfgar manninn

Einu sinni ætlaði ég að verða poppari að atvinnu og það eingöngu. Sofa fram að kvöldmat, fara þá út að borða, á gigg og svo partý fram á morgun. Datt ekki í hug það væri á nokkurn hátt viðurstyggilega sorglegt líferni. Það var líka áður en ég áttaði mig á því að það virðast ekki vera neinir atvinnupopparar á Íslandi. Ef menn vinna við að spila á hljóðfæri yfirleitt fylgir því kennsla á daginn, stúdíómennska eða starf á FM eða Rúv.

Nokkrir popparar hafa unnið á leikskólum. Allnokkrir eru fasteignasalar og svo erum við jú nokkrir sem vinnum við að selja hljóðfæri. Biggi í Landi og sonum seldi mér pylsur hér um árið (reyndar bæjarins langbestu) og Hreimur og Nonni úr sömu hljómsveit seldu mér fjöltengi og scartsnúrur í Byggt og búið í Smáralind. Hebbi í Skímó hjálpar fólki að rækta kroppinn í Fagformi og Hanni selur ljósakrónur. Pétur Örn vann eitt sinn á Hard Rock og svo sem barþjónn á gamla Ólíver - þá var gaman að lifa. Tiny úr Quarashi lagði hellur fyrir framan gömlu Tónabúðina og Bjarni í Mínus bar út póstinn til okkar. Nú í dag keypti ég skyrtu af Krumma í Mínus sem er að vinna í fatabúð við Vatnsstíg. Jenni í Sálinni er dúkalagningarmaður, þriðjungur Papanna eru málarar, helmingur Brain Police eru bakarar og Davíð Smári vinnur hjá Símanum.

Borgar sig ekki rassgat að læra á hljóðfæri á Íslandi.

Miðvikudags...

Voðalega er lítið unnið þessa dagana. Frí eftir frí eftir frí. Það er hreint ljómandi.

Hér er svo grein um jafnrétti kynjanna.

Allir hressir, annars?

Tuesday, April 18, 2006

Páskarnir búnir...

og páskaeggin líka.

Eruði ekki að grínast í mér - 22 kíló af dópi! Hvað er að þessu liði? Einn hinna handteknu var víst viðriðinn "stóra fíkniefnamálið" fyrir nokkrum árum - það heitir eftir þetta böst bara "rétt fyrir neðan meðallag-fíkniefnamálið".

Svo er hér grein um lítinn strák. Foredrar hans gleymdu að segja honum að leika sér ekki að matnum.
Ég er ekki mikill dýraverndunarsinni, svona sem slíkur. Finnst ógeðfellt að eyða peningum í að vernda einhver dýr meðan bræður okkar og systur af sömu tegund svelta í hel úti í heimi. En það er að sama skapi ógeðfellt að pynta dýr að ástæðulausu. Ég gleðst í hvert sinn sem nautabani tapar. En þar sem þessi sveppur er bara níu ára verð ég að vona að hann hætti þessari vitleysu bara sem fyrst.

Monday, April 17, 2006

Páskahressleikinn

Páskahressleikinn er gríðarlegur. Á reyndar eftir að borða eggið mitt. Fór á Humarhúsið á föstudaginn ásamt kerlingunni og við átum á okkur hvort sitt gatið. Drukkum rándýrt hvítvín með og létum oss líða vel. Skruppum að því loknu til Brjánsa og Systu og horfðum á Live Aid síðan ég var ungur. Svaka mikið stuð.

Annars ekkert markvert. Sit og bíð eftir að American Idol byrji á Sirkus, því Queen er hljómsveit kvöldsins og þeir Roger og Brian leika undir. Þeir eru í miklu uppáhaldi hjá mér. Svo kemur Grissom og ég missi helst ekki af honum.

Meðan ég var að háma í mig beikonbúðinginn, sem ég matreiddi ofan í familíuna, var skemmtileg frétt í sjónvarpinu. Tímaritið Hraunbúinn, sem gefið er út á Litla-Hrauni, greinir frá því að ýmsir maki krókinn grimmt á að selja ólyfjan á betrunarhælinu. Kemur svosem ekkert á óvart, sökum þess að sumir íbúarnir eiga heima þarna vegna reynslu sinnar af sölu og neyslu á ýmiskonar ólyfjan. Það sem kom mér meira á óvart var blaðamaðurinn, sem ritaði fréttina. Það var enginn annar en Jónas Ingi, a.k.a. Göngu-Hrólfur. Hann situr inni vegna líkfundarmálsins á Norðfirði (Morðfirði). Hann er sá sem segist ekki hafa séð neitt skrýtið, vegna þess að hann var alltaf labbandi upp um fjöll og fiðrildi. Núna er hann blaðamaður á Hrauninu. Ég hélt að menn þyrftu að ljúga líklegar til að komast í þá stöðu.
Eníhjú, hann talaði um það í fréttatímanum að menn væru að selja dóp á Hrauninu, sumir væru yfir öðrum, einir væru að smygla inn og aðrir að selja og margir græddu hundruðir þúsunda á mánuði. Sé þetta rétt verður eflaust búið að hellusteypa Jónas á morgun - en hey - farið hefur fé betra.

Gargandi snilld á Rúv - bévítans artí fartí pakk er þetta.

Saturday, April 15, 2006

Tvö

Hafi maður séð góða mynd um áhugaverðar persónur langar mann oft til að sjá aðra mynd um sama fólk - mynd tvö. Mynd tvö er vandmeðfarin og ekki alltaf jafnskemmtileg og mynd eitt. Stundum er framhald fín hugmynd, til dæmis Godfather tvö, From Russia with Love og fleiri, en stundum hefði betur verið heima setið, sjá Matrix-seríuna og Speed tvö (og jafnvel Löggulíf). Stundum er samt drullað svo hressilega upp á herðablöð og niður í hnésbætur að framtakið fer í Phisically painful-deildina. Mættti halda að höfuð þeirra sem að myndunum stóðu væri troðfullt að hágæðaremúlaði. Má þar taka sem dæmi Midnight Run-framhöldin. Midnight Run er feykiskemmtileg mynd með Bobby DeNiro og Charles Grodin. Svo datt einhverjum í hug að búa til framhald og ekki bara eitt framhald heldur tvö framhöld - með allt öðrum leikurum og líklegast engu handriti. Var útkoman hreinn viðbjóður. Ég hélt að þetta yrði aldrei toppað (botnað).

Það var áður en ég sá American Psycho tvö.

Ég lá svona hressilega andvaka í fyrinótt og kveikti á imbanum. Stillti á bíórásina í veikri von um að þar væri eitthvað gott og gefandi í boði. Þá var umrædd mynd að byrja. Ég horfði á hana alla og skellihló fyrir allan peninginn. American Psycho eitt er stógóð ræma sem lokast vel og kyrfilega í endann. Svo geririr eitthvað annað fólk mynd tvö með allt öðrum leikurum. Myndin fjallar um allt aðrar persónur. Myndin er líka í allt öðrum gæðaflokki, sem ég vissi ekki áður að væri til. Fyrir utan það allt hafa kvikmyndagerðarmennirnir misskilið mynd eitt gersamlega... AAAAAAAAARRRRRRGGGGGH!
Myndin fæst á öllum betri leigum, fáið ykkur eintak - þeir sem fíla vondar myndir með lélegum leikurum (t.d. í þessu tilviki William Shatner) fá þarna gríðarmikið fyrir sinn snúð. Skylduáhorf. Mínus fimm stjörnur af fjórum. Aðstandendur verða teknir af lífi strax og ég næ völdum.

Tuesday, April 11, 2006

Bíó

Skemmtilegasti byssubardagi bíósögunnar - hvaða mynd býður upp á hann?

Nokkrir sem mér finnst koma til greina:

Bílaeltingaratriðin í Ronin

Skjóttu glerið-atriðið í Die Hard

Kókaínsala fer úr böndunum í True Romance

Bankarán fer úrskeiðis í Heat

Byrjunaratriði Saving Private Ryan

Fyrsta árásin á kirkjuna í Eagle has landet

Kastalinn yfirgefinn í Where Eagles Dare

Leigumorðingi tryllist í Revolver

Leyniskyttuatriðið í Full Metal Jacket

Lokaatriði The Good, the bad and the Ugly.

Boondock Saints eins og hún leggur sig

Hver er uppáhaldsbyssubardaginn þinn í bíómynd?

Sunday, April 09, 2006

Í stuði með Guði

Eilítið meira í trúmálaumræðu landans...


wait for it...

HÉR.

Saturday, April 08, 2006

Laugardaxmorgunn í apríl

Sæl veriði.
Snorri vann ædólið í gær, ég er enn hálfslappur og gubbandi með hóstaköst, Litli-Sveppur er að éta harðfisk og Eldri-Sveppur er sofandi. Ef hann líkist pabba sínum eins og sá var á hans aldri heldur hann því ástandi fram yfir hádegi.

Enn berast nýjustu Biblíufréttir frá útlöndum. Nú á Júdas ekki að hafa verið svikari heldur allra besti vinur aðal og bjargvættur Krists. Vissulega var hlutverk hans mikilvægt í atburðarrásinni, en var ekki minnst á það einhversstaðar líka að hann hafði látið greipar sópa um sameiginlega sjóði lærisveinanna (lærisneiðanna)? Næst berast eflaust fréttir af því að María Mey hafi verið blökkukona og Pétur postuli tölvufræðingur.

Hvað um það... Calista Flockhart hefur viðurkennt að hafa þjáðst af átröskun. Það er svipað og ef Lalli Johns viðurkenndi að hafa verið í óreglu. Það er ekki eins og það hafi komið mér sérstaklega á óvart.

Hér er skemmtileg grein um tóbakssölu. Hérna er aftur alnafni Svíakonungs.

Thursday, April 06, 2006

Guð minn góður

Jú, Guð er mikill. Nú berast fréttir af því að Kristur hafi ekki labbað beint á vatninu heldur kannski mögulega labbað á einhverjum klaka, frystingu undir yfirborðinu eða álíka. Gaman að því.
Mikill er sá Guð sem getur fryst sæinn í Ísraelsríki um hásumar! Það er sko mun meira afrek en að trítla sér á vatninu.

Og þeir góndu á í forundran og lofuðu mátt Guðs...

Wednesday, April 05, 2006

Súpernóva og svakastuð!

Ég er gríðarlega mikill bíómyndakall, eins og flestir lesendur bloggsins vita. Góð bíómynd er yndisleg skemmtun. Vond bíómynd getur líka verið yndisleg skemmtun - bíð ég til dæmis spenntur eftir að sjá Basic Instinct 2, hún tottar örugglega uppstoppaðan gíraffa!

Síðustu árun hafa sjónvarpsþættir verið að færa sig all-laglega upp á skaftið. Þættir eins og Law and Order og CSI hafa þann ótvíræða kost að það má missa úr, því oftast nær er hver þáttur sjálfstæður. Svo eru það þættir eins og 24, sem ég nenni ekki að horfa á í sjónvarpinu. Kaupi þá bara á dvd og horfi á allan sólarhringinn á tveimur slíkum í ágústmánuði, þegar þetta kemur út.
Ég einmitt keypti Lost á dvd. Það byrjaði heldur betur svakavel. Svo endaði það EKKI vegna gríðarlegra vinsælda. Hefði ekki bara átt að enda pakkann og allir kátir í stað þess að þynna þetta út í andlega terpentínu og drepa niður í skítinn? Ég gafst upp á Lost. Alveg frámunalega heimskulegt að koma með aðra seríu um þetta bévítans skítapakk á einhverri druslueyju frá helvíti. Fari það og veri og ég vona að allir karakterarnir lendi í villisvínskjafti.
Svo byrjaði ég að horfa á Prison Break, þrátt fyrir að mér finnist þeir ekki alveg jafnmikil snilld og margir hafa viljað halda fram. Missti úr einhverja þætti og ákvað því að fjárfesta í dvd-inu þegar þetta kemur út. Svo var ég að lesa í blaðinu að ákveðið hefur verið að sería tvö byrji í haust í útlandi! Á þessum verkfræðingshomma að takast að bjarga óreglubróðurómyndinni úr grjótinu eða ekki? Megi þeir rotna í þessum fúla pytti og fá það óþvegið í þarminn frá samföngum sínum - ég er hættur að horfa.

Annars sá ég loksins King Kong - hún er fín. Slow-motion-atriðin fara reyndar í mig og sumt annað, eitthvað er fulllangdregið og annað of væmið, en hún er samt fín. Þrjár stjörnur. En hvað í skollanum voru sjötíu og níu Thompson-hríðskotabyssur að gera í skipinu? Og af hverju stóð Naomi Watts ekki bara kyrr þegar T-Rexinn var að elta hana - vissi hún ekki að sjón þeirra byggist á hreyfingu? Sá þessi belja aldrei Jurassic Park?

Áheyrnarprufur fyrir nýju Rockstar-seríuna fóru fram í morgun á Graut á Stöng. Mættu þar helstu popparar landsins og komust margir hverjir áfram í frekari áheyrnarprufur sem fram fara á morgun. Kannski maður hefði drullast niðureftir ef hálsbólga og horstíflur væru ekki að hrjá mann ennþá. Mér skilst það hafi verið svaka stemning. Hlakka til að sjá hvort einhverjir vinir eða kunningjar komast til útlanda og ná frægð og frama á Skjá einum.

Ég vil svo ljúka pistli dagsins með að óska Hans Braga og konu hans kínverskri, Li Hua (vonandi rétt stafsett) til lukku með stelpuna sem þau voru að eignast alveg sjálf. Þau reyndar sjá ekki bloggið mitt því það er bannað í Kína - spauglaust. Ekkert blogspot í kommúnista"lýðveldinu".

Sunday, April 02, 2006

Battmann

Var að horfa á Batman í gær á stöð 2, þ.e.a.s. teiknimyndaversjónina. Þar var Blakan að kljást við Jókerinn, venju samkvæmt, og fóru þeir mikinn í slagsmálum sínum um alla Gotham-sýslu. Eitt stakk mig þó aðeins.
Arkham heitir stofnun ein í Gotham-hreppi. Þar eru, eins og þeir sem eru vel að sér í Batman-fræðunum vita, geymdir geðsjúkir glæpamenn og þeir sem eru hættulegir umhverfi sínu. Þeir sem gist hafa á Arkham eru til dæmis Riddler, Dr. Victor Freeze, Jókerinn sjálfur, Two-Face og fleiri góðir menn. Samansafn helstu óþokka bókmenntasögunnar, menn sem hika ekki við að leggja óteljandi mannslíf í hættu til að ná sjúkum takmörkum sínum. Ljótir kallar með stóru þorni.
Í umræddri teiknimynd, sem sýnd var í gærmorgun, var Jókerinn á gríðarlegri siglingu um alla Gotham-byggð og gerði margt til að vera til ama. Til dæmis réðist hann á Arkham-bygginguna og hleypti flestum ef ekki öllum þar út. Stakk mig svolítið að Arkham, þessi bygging sem er sambland af fangelsi og geðsjúkraspítala, vistarverur hættulegustu glæpamanna Gotham, var þýdd sem Kleppur. Ekki einu sinni heldur æ ofan í æ. Æ, æ. Mögulega gæti einhverjum þunglyndissjúklingnum, sem hefur þurft að gista vistarverur Klepps, sárnað lítið eitt að vera þarna settur á stall með fjöldamorðingum og öðrum álíka krimmum.

Annars sá ég að Naomi Campbell er nú í klandri vegna þess að hún henti síma í höfuð einhvers. Hvað er þetta með fræga fólkið og síma? Getur þetta pakk, eins og Naomi og Russell Crowe, ekki bara talað í símann eins og aðrir - mögulega tekið einn snake á milli og sent svo SMS? Nei, það þarf að grýta tækjunum í höfuð einhvers alsaklauss fólks, hvers eini glæpur er að hafa verið nálægt frægu pakki með mikilmennskubrjálæði. Bévítans norðmenn. Í bræðslu með allt þetta bévítans pakk.

Joey (þ.e.a.s. Matt LeBlanc) skilinn! Greyið kallinn. Nú þarf hann líklega að sjá á eftir hálfum Friends-gróðanum í hendur einhverrar glyðru.

Við Swiss-menn vorum annars að spila á Selfossi í gær á árshátíð Mest, sem er gamla Steypustöðin og einhver fleiri fyrirtæki, sem hafa sameinast. Var það ágætt. Fyrsta skipti sem ég sé heimatilbúin skemmtiatriði á árshátíð og hlæ. Yfirleitt virðast þau til þess gerð að hvetja til sjálfsmorða viðstaddra, en ekki þarna - bara býsna fín atriði, vídeósýningar sem voru gríðarvel unnar og bara mjög fyndnar. Gaman að því. Ballið var líka ókei, þrátt fyrir algert raddleysi af minni hálfu. Verst að þegar ekki má reykja inni í sal er yfirleitt betri stemning í reykálmunni en á dansgólfinu - betri lykt á dansgólfinu samt. Við náðum þeim þó í ókí-pókí. Svo renndi ég í bæinn, tók hús á Ara á Amster í nokkrar mínútur og fór svo heim að sofa, alveg gersamlega búinn. Gat samt ekki sofnað fyrr en sirka á hádegi og er því gersamlega í klessu.

Dýr dagsins er klukka.