Monday, April 24, 2006

Harrý prins

Harrý prins. Uppáhaldsprinsinn minn í öllum heiminum. Fyrst voru allir vondir við hann af því hann fór í nasistagalla á grímuball - nóta bene, GRÍMUBALL - og svo var hann sendur í herskóla. Það er eflaust ekki gaman.
Nú á að senda deildina hans til Íraks að berjast við vondu arabana. Þá er Harrý bannað að fara með af því að hann er prins. Því spyr ég eins og fávís kona:

Af hverju var þá Harrý sendur í herskóla ef hann má ekki skjóta neinn? Hefði ekki verið nær að senda hann í húsmæðraskóla ef hann á bara að vera heima?

Lag dagsins er Prince Charming með Adam Ant.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home