Tuesday, April 18, 2006

Páskarnir búnir...

og páskaeggin líka.

Eruði ekki að grínast í mér - 22 kíló af dópi! Hvað er að þessu liði? Einn hinna handteknu var víst viðriðinn "stóra fíkniefnamálið" fyrir nokkrum árum - það heitir eftir þetta böst bara "rétt fyrir neðan meðallag-fíkniefnamálið".

Svo er hér grein um lítinn strák. Foredrar hans gleymdu að segja honum að leika sér ekki að matnum.
Ég er ekki mikill dýraverndunarsinni, svona sem slíkur. Finnst ógeðfellt að eyða peningum í að vernda einhver dýr meðan bræður okkar og systur af sömu tegund svelta í hel úti í heimi. En það er að sama skapi ógeðfellt að pynta dýr að ástæðulausu. Ég gleðst í hvert sinn sem nautabani tapar. En þar sem þessi sveppur er bara níu ára verð ég að vona að hann hætti þessari vitleysu bara sem fyrst.

2 Comments:

Anonymous magga kis said...

iss!... það er hvort eð er til allt of mikið af fólki á meðan aðrar dýrategundir eru að deyja út.

3:08 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Reyndar væri manni alveg sama þótt sumt fólk myndi hverfa... en menn ofar dýrum, það væri mitt mottó, ef ég hefði svoleiðis.

Annars, með útdauðu dýrin - ég sé ekki eftir ófleygum fuglum og risaeðlum. Mín vegna mættu einhverjir hvalir (sem bæ ðö vei eru ekki í útrýmingarhættu) hverfa. Þá væri meiri þorskur fyrir okkur að veiða. Sama með seli, rottur hafsins.

3:16 PM  

Post a Comment

<< Home