Monday, May 29, 2006

Eldflug ehf.

Lá veikur í dag með magapínu og viðbjóð. Fékk söbb fyrir mig í gær á Dúbblíner og lá heima og horfði á Men of Honour með Robert De Niro, Cuba Gooding jr. og Charleze Theron. Hún er nú alltaf jafn sæt... nema kannski í Monster. Af hverju fengu þeir Theron til að leika ljóta og feita lessubrussu með skakkar tennur? Eru ekki til einhverjar ljótar leikkonur? Hvað er næst? Halle Berry að leika Hillary Clinton eða Scarlett Johanson sem Ingibjörg Sólrún?

Svaf svo meira og minna í allan dag milli þess sem ég kláraði Firefly-seríuna. Nú þarf ég bara að setja Serenity-myndina í tækið og ljúka þessu. Þá get ég skilað pakkanum á morgun.

Best að fá sér þurrt kex, vatn og prumpuvítamín svo ég komist í vinnuna á morgun.

10 Comments:

Anonymous Eyvindur said...

Ég hef einmitt oft velt þessu fyrir mér. Hvers eiga ljótar leikkonur að gjalda? Nú er farið að fá sætar leikkonur til að leika ljótu konurnar! Þetta er auðvitað algjört óréttlæti. Ef ég væri ljót leikkona myndi ég stofna stéttarfélag til að standa vörð um réttindi ófríðra starfssystra minna.

Það er verst að ég er sætur söngvari... Ansans vesin.

8:54 PM  
Blogger Olga Bj� said...

Hvaða þekktu leikkonur (undir fimmtugu) finnst ykkur ljótar? Þær hljóta að vera í svo svakalegum minnihluta að ég man ekki eftir einni (eða þá að ég fer sjaldan í bíó).

Farðu annars vel með magann þinn. Engiferteið virkar líka á ógleði. Ertu nokkuð bomm? (tíhí)

9:47 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Eyvindur, þú ert ekki sætur söngvari, þú ert loðinn grínisti. Þið þurfið líka stéttarfélag. Flestir grínistar eru nebblega jafn hárlausir eins og hausinn á Telly Savalas.

Orgel, mér finnst Penelope Cruz, Keira Knightley og Helena Bonham Carter hreint forljótar. Alveg í alvörunni.
Ég er vonandi ekki bomm.

10:23 PM  
Blogger Jon Kjartan said...

ég get alveg fullkomlega ómögulega verið sammála þessu mati þínu ingvar. Þær eru kannski ekkert í topp 5 eða 10 af fallegustu konunum sem maður hefur séð, en fjarri því að vera ljótar. Mjög fjarri. Það er til fallegt og ljótt, en flest er þarna á milli - bara alveg venjulegt. Svona eins og kannski 80% af öllu er venjulegt. 10% betra og 10% verra. Gróflega reiknað.

11:30 PM  
Anonymous Eyvindur said...

Ég er loðinn grínari, en líka sætur söngvari... Eitt útilokar ekki hitt.

Vandamálið við að vera loðinn grínisti er að ef ég stofnaði stéttarfélag væri ég einn í því... Jú, og pabbi kannski.

1:52 AM  
Blogger Olga Bj� said...

Þú ert ekki í lagi Ingvar minn. Keira Knightley og Penelope Cruz. Ljótar?
Hvorug þeirra hefði verið sannfærandi með náttúrulegt útlit sem Monster.

Þú verður að koma með betri tillögur....

8:40 AM  
Blogger Olga Bj� said...

Svona af því að Eyvindur ætlar að stofna tveggja manna Chewbacca félag með pabba sínum, þá verð ég að segja frá þessu;

Einn vinnufélagi minn (sem er gersamlega hárlaus á bringunni) bauð vinnufélaga mínum (sem er meðal-loðinn) í heitapottinn sinn. Þegar ungur sonur þess fyrrnefnda sá bringuna á þeim síðarnefnda sagði hann hátt og skýrt: "Ert þú með skegg á brjóstinu?"

8:44 AM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Jón og Orgel, mér finnst þessar kerlur bara hreinlega ljótar. Örugglega mjög gott og heiðarlegt fólk, en afar ófrítt. Þær myndu allar skána ef einhver myndi gefa þeim að borða. Allar í "telja rifbein"-deildinni.
Svona er nú smekkur manna misjafn. Kannski þykir þeim ég líka vera ógeðfelldur, hver veit. Ég er nebblega með skegg á brjóstinu og þarf, að sumra mati, að vaxa á mér rassinn.

8:50 AM  
Blogger Gauti said...

Keira Knightley er nú barasta Thad fallegasta sem komid hefur frá Bretlandseyjum . . thúrt bara skrítinn . . Cameron Diaz er hinsvegar foxljót t.d.
(sorry med íslenskustafaleysi, er uppí skóla)

12:13 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Mér finnst Knightley alltaf brosa eins og þroskaheft stúlkubarn með barnatennur og skakkt bit. Svo getur beljan ekkert leikið.

1:17 PM  

Post a Comment

<< Home