Friday, May 12, 2006

Heddfónn

Fékk mér svona í gær til að nota við i-Podinn minn. Kostuðu reyndar svipað og i-Podinn, en mikið svakalega sánda Rush og Iron Maiden vel núna á labbinu um bæinn.

Annars er gaman að sveitarstjórnarkosninum. Loforðin jafnvel öflugri en í ríkisstjórnarkosningunum. Ég held að það sé svakalega gaman að vera sérhagsmunafólk í dag, því er lofað gulli og grænum skógum fyrir atkvæði. Sérstaklega er íþróttapakkinu lofað öllu sem það vill, að sjálfsögðu á kostnað okkar hinna. Íþróttafólk þarf ekki að skeina sig um þessar mundir, frambjóðendur sleikja svo á þeim rassgötin. Ég er mjög alvarlega að hugsa um að skila auðu. Þetta er allt hyski.

Getraun dagsins: Lagið Only You með Platters kom eitt sinn út á íslensku. Hvað hét það og hverjir fluttu?

8 Comments:

Anonymous Anonymous said...

http://www.this.is/drgunni/gerast.html
tjekkid

6:51 PM  
Blogger Snorri finnski said...

Óli Jó hét lagið, var það ekki Tríóið Ríó?

7:43 PM  
Anonymous Anonymous said...

núnú, voða flott heddfóns.
en hvernig ipod áttu, dreng?

10:30 PM  
Anonymous Anonymous said...

P.S. Jökull skrifaði þetta fyrir ofan. :)

10:30 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Óli Jó og Ríó. Rétt, $norri. Hvernig hefurðu það annars í útlandinu? Sendu mér meil eða eitthvað og segðu mér hvað á daga þína hefur drifið.

Jökull, ég á i-Pod mini, bláan með 4 gb minni. Ekki segja dreng, það er eins og Gilzenegger segir og þar sem hann er hálfviti talar maður ekki eins og hann.
Heddfónsið er hinsvegar alveg gersamlega í lagi fyrir allan peninginn. Samt er þetta ódýrari heddfónninn minn, gaman að því.

10:58 PM  
Anonymous Anonymous said...

Hei, ég vissi Óli Jó og Ríó. Alltaf of sein. Ææ....

Orgelið

1:52 AM  
Blogger Gauti said...

Mikið er ég feginn að missa alveg af þessum Gilzeneggerbjána . . þó það sé reyndar nóg af bjánum í DK . . eins og arabarnir sem láta eins og þeir komi úr amerísku gettó-i . . það er bara eitthvað rangt við það.

6:03 PM  
Anonymous Eyvindur said...

Eyddirðu geðsjúkum peningum í headfóna sem fara inn í eyrun og fara illa með þau?

9:45 PM  

Post a Comment

<< Home