Wednesday, May 03, 2006

Húmmer

Ég ætla að kaupa mér happdrættismiða og vinna Hömmer. Svo keyri ég norður, bara til að far á rúntinn.

4 Comments:

Anonymous elzti vinur þinn said...

Ef þú ætlar að fara rúntinn á Akureyri þarftu Hummer, annars rekur þú bílinn þinn niður. Allt einhverju vanhæfu stjórnunarbatteríi hjá Akyureyrarborg að kenna. Bráðum þarftu bát til að fara rúntinn á Akureyri vegna þess að þetta sama batterí ætlar að gera síki inn í miðbæinn!!! Ég gæti haldið áfram í marga klukkutíma um þetta batterí, en ætli ég láti þetta ekki duga í bili.

-j (fúll!)

9:08 AM  
Blogger Gunna litla said...

Já vá hvað ég er sammála, það er búið að eiðileggja miðbæinn eins og hann var í denn á Akureyri!

9:17 AM  
Blogger Bjarni R said...

Hummer er í lagi en þú ættir líka að fá þér Corvettu. Annars tek ég undir að það er búið að rústa miðbæ Akureyrar, m.a. með fáránlegum nýbyggingum og hraðahindrunum sem aðeins upphækkaðir fjallajeppar komast yfir með góðu móti. Og þessi áform um síki eru þau alvitlausustu sem ég hef heyrt í tengslum við þennan ástkæra bæ, rangdýrt fyrirtæki, alvarlegur umhverfislýtir og slysagildra í ofan á lag. Í fyrsta sinn á æfinni efast ég nú um ágæti þess að kjósa Sjálfstæðisflokkinn í bæjarstjórnarkosningum en fram til þessa hefur sá flokkur verið traustsins verður öðrum fremur. En svo bregðast krosstré sem önnur tré. (Sjálfstæðisflokkurinn má þó gjarnan vinna Reykjavíkurborg!)

11:00 AM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Jú, eru þessar framkvæmdir ekki unnar með "þverpólítískri samstöðu" allra flokka í bæjarstjórn? Það er yfirleitt ávísun á megaklúður með allt of miklum kostnaði...
Sammála síðustu setningu Bjarna.

11:26 AM  

Post a Comment

<< Home