Wednesday, May 17, 2006

Ómöguleg trúboðsstöð 3 o.fl.

Var að koma úr bíó, hvar ég sá Mission Impossible 3. Fín hasarræma, grútvitlaus á stundum, en - hey - þetta er jú bara bíó.
Svakafínir leikarar í myndinni, Cruise er flottur og Fishburne er alltaf ofurkaldur. Hoffman, eins fínn leikari og hann er, nær samt engum hæðum að mér finnst. Nýbúinn að fá Óskarsstyttu fyrir að vera besti leikarinn í aðalhlutverki fyrir Kapótí og svo bara sullast hann um frekar ósannfærandi í hlutverki vonda kallsins. Að vísu býður rullan ekki upp á mikið. En ég er kátur með ræmuna. Tvær og hálf stjarna, sem er oggopons yfir meðallagi.

Fór með Bjarna Randver í bíóhúsið, en hann gaf mér einmitt áðan eintak af myndinni Inglorious Bastards á dvd. Kann ég honum langbestu þakkir fyrir. Sú mynd er ódýr, ítölsk stríðsmynd síðan sjötíuogeitthvað, með Bo Svenson í aðalrullu. Hann lék prestinn í Kill Bill eftir Tarantino, sem er einmitt að fara að gera stríðsmynd sem heitir Inglorious Bastards með Bo Svenson og Michael Madsen. Gaman að því.

Blaðrandi um bíó, þá er ég orðinn voðalega spenntur að sjá nýju Bond. Þeir ætla víst að byrja alveg upp á nýtt, a la Batman Begins, og fjallar myndin, Casino Royale, um fyrsta verkefni Bonds. Casino Royale var líka fyrsta bókin ´53 og ári seinna fyrsta myndin. Bond kom nefnilega fyrst fram í bandarískri sjónvarpsmynd ´54, þá leikinn af Barry Nelson.

Klukkan er orðin korter gengin í síðdegis og ég er farinn að sofa.

4 Comments:

Anonymous þórey Inga said...

Það verður gaman að sjá hvernig nýji Bond-arinn (Danni Kráka) tekursig út í gervinu!!! Annars fannst mér Pierce alltaf voða sjöí!!!

7:08 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Brosnan er kúl fyrir allan peninginn. Hlakka mikið til að sjá Matador.

8:38 PM  
Anonymous Anonymous said...

Ég hlakka til að sjá DaVinci lykilinn og núna líka Mission Impossible.
Capote var æði (svona af því þú minntist á Hoffman).
Hefurðu lesið "In Cold Blood"?

Orgelið

9:51 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Nei, ég var of upptekinn við að lesa viðtalið við þig í blaðinu í dag.
Mér fannst reyndar Da Vinci-bókin ekkert alveg svakaleg neitt, en allt í lagi. Myndin verður örugglega ágæt, góðir leikara fyrir allan peninginn og ágætis leikstjóri.

10:14 PM  

Post a Comment

<< Home