Tuesday, May 09, 2006

Nú...

Ekkert bloggað í marga daga. Það er fínt.
Á fimmtudaginn kom blökkukonan með hvítvínið ekki. Hreimur úr Landi og sonum og Viggi í Írafári komu samt og gestuðu, ásamt Inga Val. Það var gaman. Mest var þó gaman að pissa við hliðina á Eiríki Hauks. Hann er gríðarkúl.
Á laugadaginn spilaði ég svo í fertugsafmæli hjá lesbískri vaxtarræktarkonu. Einkar gaman. Aldrei gert það áður.
Dró svo kerlinguna út á lífið. Verður að viðra hana annað veifið.

Í dag er erlendur spesíalisti að kynna M-Audio-dót í Búð Tóna. Það er klukkan fjögur og eflaust gaman. Það var það allavega þegar hann kom í fyrra. Mætið öll og kaupið helling.

Ókei bæ.

5 Comments:

Anonymous Eyvindur said...

Ég þarf að lána þér orðabók og merkja sérstaklega við orðið „Gríðarkúl.“ Myndin hjá orðinu er ekki af Eiríki Hauks, merkilegt nokk.

12:24 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Þar eru myndir af honum, Rúnna Júl og Hemma Gunn. Ekki endilega samt í þessari röð.

4:26 PM  
Blogger Olga Bj� said...

Dróstu lesbísku vaxtarræktarkerlinguna út á lífið? (tíhí)

11:31 PM  
Anonymous monsi said...

Hef verið í þjálfun hjá Möggu og hún er gríðarsterk. En ekki ég

12:11 AM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Magga er ágætiskerling. Kynntist henni þegar hún var dyraverja á Ólíver í gamla daga. Skemmtilegur tími. Skemmtileg kerling.

2:27 AM  

Post a Comment

<< Home