Friday, June 30, 2006

Nú?

Best að skilja eftir eitt lag til að stytta lesendum stundir (ef ekki aldur eins og Viggó). Lag dagsins er Take it easy, gamall Eagles-slagari, hér í flutningi nokkurra Asíubúa, líklegast hljómsveitin Gooks of Hazzard.

Gersovel, ég er farinn.

Fallegt folk

Érafará ættarmót í kvöld. Ég ætla að knúsa ma og pa, kalla alla kommúnista og lemja litla bróður minn. Takk fyrir.

Thursday, June 29, 2006

Slugworth

Verð að henda hér inn link á mína menn in the seventies að spila læv í sjónvarpinu. Greiðslurnar og klæðnaðurinn er á við það sem best gerist erlendis.
Þess má geta að í eina tíð setti ég þetta lag á rípít á geislaspilaranum þegar ég fór að sofa - ALLTAF!

Hér er lagið.

Múslimir

Jú, það má kannski segja ýmislegt um Múslima, en eitt verður ekki af þeim tekið. Þeir kunna að taka á kynferðisglæpamönnum.

Við getum kannski lært eitthvað af þeim, blessuðum. Sjá hér.

Annars er ég að spila á Dúbblíner í kvöld, góðfúslega mætið sum.

Wednesday, June 28, 2006

Röss

Fjárfesti áðan í fallegum pakka. Hann inniheldur fjóra mynddiska með Rush-tónleikum, sem áður voru bara fáanlegir (og sumir ófáanlegir) á bandi. Ég á þetta reyndar á bandi, en bandið er gamalt og slitið, eins og eigandinn.
Nú, við strákarnir í búðinni höfum leyft þessu ögn að rúlla í dag og það er svakastuð. Enda syng ég hástöfum:

Ég sá hana í horninu á Mánabar
hún minnti mig á Geddy Lee...

Hommar og lessur

Í gær fögnuðu samkynhneygðir því að þeir hafa fengið aukin réttindi. Nú mega þeir vera úti á daginn og stunda framhaldsnám, auk annars.
Þeir, já og þær, hafa svolítið verið að grenja yfir því að hlutur þeirra í íþróttum sé ekki nógu stór. Hef svosem aldrei skilið það, ekki grenja ég yfir því að hlutur gagnkynhneygðra karla sé og lítill í fatahönnun og technótónlist. En, eníhjú, hér má sjá að hlutur samkynhneygðra er að aukast í keppnisíþróttum.
Takk fyrir.

Tuesday, June 27, 2006

Popp

Skrýtið - lagið sem var á toppi Billboard-listans þegar ég fædist var víst Maggie May með Rod Stewart. Ekki svo slæmt, svona þannig.

Hinsvegar er fyndið að Elton John hefur tvisvar átt lög á toppi þessa lista á ammælinu mínu, þegar ég varð fjögurra með Island girl og þegar ég varð tuttuguogsex með Díönu prinsessuminningarlagið, sem allt ætlaði lifandi að drepa úr leiðindum.

En það er nú ekkert - Stevie Wonder hefur vermt toppsæti Billboard-listans ÞRISVAR á afmælisdegi mínum! Fyrst þegar ég varð þriggja með lagið You havn´t done nothing, svo tíu vetrum síðar með I just called to say I love you og enn aftur árið eftir það með Part Time Lover. Þannig að miðað við þetta eru 8,57% líkur að næst þegar ég á ammæli komi Stevie Wonder til með að sitja sem fastast á sínum staurblinda blökkurassi á Billboard-listanum. Ekki nóg með það heldur hafa lögin hríðversnað með árunum.

Við bíðum spennt...

Kinky

Sá 60 mínútur í gær á NFS. Gaman að sjá viðtal þar við Kinky Friedman, sem er kántrýsöngvari og skáldsagnahöfundur. Sá er gyðingaættar, reykir vindla og drekkur viskí, milli þess sem hann semur lög eins og "Proud to be an asshole from el Paso" og "They don´t make Jews like Jesus anymore" og skrifar bækur á borð við "Kill two birds and get stoned". Gaman að því.
Eníhjú, kappinn er í framboði til ríkisstjóra Texasfylkis. Mælist með kringum 20% fylgi. Hann er voðalega frjálslyndur, bæði persónulega og eins boðar hann mikið trúfrelsi. Hann er hlynntur hjónaböndum samkynhneygðra, því þeir eigi fullan rétt á að vera jafn óhamingjusamir og hinir. Svo finnst honum í góðu lagi að leyfa aftur bænir í skólum, þar sem hann sér nákvæmlega ekkert að því að börn trúi á eitthvað og biðji til þess sem þau trúi á. Í þættinum sást hann veifa til fólks og kalla til þeirra "megi Guð að ykkar vali blessa ykkur!". Jón, minn úbersmurf, er mikill aðdáandi kappans og verð ég að stela af honum einhverjum bókum og/eða plötum til að kynnast kappannum betur. Heimasíða Kinky Friedman er hér.

Svo er hérna meira um myndina sem ég bíð spenntur eftir.

Þriðjudags

Til að byrja með - þetta er mesti tímaþjófurinn í dag. Takk fyrir.

Styttist í ættarmót, sem verður um næstu helgi. Þá mun móðurætt mín, sem samanstendur af gríðarlega vönduðu og fallegu fólki eingöngu, koma saman einhversstaðar úti á landi, láta eins og fífl og grilla dauð dýr. Janvel opna einn eða tvo bjóra ef í það fer. Síðasta ættarmót markaði tímamót í lífi mínu að því leiti að þá drakk ég áfengi með pabba mínum í fyrsta skipti. Það var gaman, enda tókst mér þá að fá gamla manninn til að tala meira að segja, sem gerist nú ekki oft. Hann, öfugt við son sinn, er nefnilega frekar fáorður.

Styttist í það einnig að gamla komi aftur frá Lundúnasýslu. Vonandi kaupir hún eitthvað fallegt handa mér. Litli-Sveppur vildi bara að hún keypti ís handa sér. Gaman að því.

Annars - hvernig líst fólkinu á Snakes on a Plane-trailerinn, sem ég setti inn í þarsíðustu færslu? Ég er hinn spenntasti. Hér er meira.

Monday, June 26, 2006

Munich

Sá Munich (eða Munhjen-sýsla, eins og hún heitir á íslensku) í gær. Ágætisræma og gaman að sjá Eric Bana leika loksins. Oft séð hann reyna, jafnvel með grátbroslegum afleiðingum. Það hinsvegar tekst hjá honum núna. Samt er Daniel Craig miklu betri, sem og þarna gamli Íraskrattinn sem leikur alltaf Germani eða Rússa.
Annars er gaman að því að í svona múltímilljónaræmum eru stundum svo klaufalegir gallar. Ekki það að almenningur sjái það endilega, en byssan sem Eric Bana er með í myndinni er Beretta 92F, sem var ekki til þegar myndin gerist - ekki frekar en SJÓÞOTAN sem sést í bakgrunninum í einni senunni.

Annars var gaman að einum leigubílstjóra sem ég ferðaðist með um helgina. Alveg kreisí Bubbaaðdáandi, sem hækkaði allt í einu róminn alveg svaðalega þegar ég lauslega minntist á að ég fílaði nú ekki endilega allt sem Bubbi hefði gefið út um ævina. Eins og margir, sem þekkja ekki rassgat til Bob Dylan, líkti hann Bubba við hann. Ég sagði, eins og mér finnst, að Bubbi væri miklu líkari Bruce Springsteen - gróflega ofmetinn milliklassapoppari sem er síjarmandi um kjör hins vinnandi manns án þess að muna neitt um hvernig það var að tilheyra þeim þjóðfélagshópi. Ekki róaðist bílstjórinn við það. Get ekki beðið eftir að Olli Taxi komi úr sumarfríi.

Lag dagsins er þetta. Gamalt lag í gömlum búningi - reyndar var þetta nýr búningur um það leiti sem ég fékk bílprófið.

Skýrsla

Spilaði í brúðkaupi á laugardaginn. Stebbi og Eyvi hituðu upp. Gaman að því, fyrst ég hitaði upp fyrir Stebba, þegar ég var í Smack, að fá hann til að verma salinn fyrir mig fjórum árum seinna.

Annars er ég að farst úr spenningi. Ég bíð spenntur eftir 18. ágúst. Þá ætla ég í bíó að sjá þetta. Getur ekki klikkað.

Friday, June 23, 2006

Ísland í dag

Magni kominn í Rock Star.

Fínt veður.

Skattleysismörk hækkuð.

Fínt, mar...

Thursday, June 22, 2006

Baux

Í framhaldi af gríðarlega málefnalegri umræðu um Baug í gær datt mér í hug að vitna í yfirlýsingu Jóns Ásgeirs varðandi frétt Moggans um eitthvað - eitthvað segi ég, því ég er löngu hættur að nenna að reyna að skilja um hvað málið snýst.

Eníhjú, yfirlýsingunni lýkur á þessum orðum:

"Ég hef verið meðal stærstu skattgreiðenda hér á landi og greiddi á síðasta ári um 98 milljónir í ríkissjóð. Ég skorast ekki undan þeirri ábyrgð minni og er stoltur af því að greiða mína skatta hér á landi og mun áfram gera.

London, 22. júní 2006.

Jón Ásgeir Jóhannesson."

Semsé, segist greiða skatta á Íslandi, en svo segist hann greiða skatta "hér á landi" í bréfi sem er skrifa í London. Gaman að því.

Annars... konan mín í London - Jón Ásgeir í London - djövull verður ein lamin þegar hún kemur heim... ef hún kemur heim.

Þetta fílaði ég fyrir seytján vetrum síðan. Fyrsta sinn sem ég heyrði talað um klónun og DNA í rokktexta.

Wednesday, June 21, 2006

Bubbi í Baug

Baugur búinn að kaupa Bubba af Sjóvá. Fyrst þeir voru með heftið á lofti splæstu þeir í Stebba Hilmars og einhverja fleiri líka. Eftir því sem segir í fréttum er þetta ek. samningur sem Baugur getur ekki annað en tapað á, þar sem höfundar fá lögin sín til baka þegar Baugur hefur fengið upp í kostnað. Skrýtið. Væri ekki nær að styrkja þá tónlistarmenn sem ekki geta lifað af tónlistarsköpun og flutningi?
Þó ekki væri nema til að sjá fyrirsögn eins og "Baugur kaupir Insol!"

Annars er ég að hressast og kominn í vinnuna. Gaman að því.

Þetta fílaði ég í gamla daga. Gamlir pönkarar fara út í eitísið...

Tuesday, June 20, 2006

Drulluhræddur á hlaupum

Ekki er maður hress núna, bara með magapínu skrattans og líður eins og Scania Vabis á keðjum hafi bakkað yfir hreðjar manns. Hinsvegar hef ég lært að líta á björtu hliðarnar ávallt og reyna að drullast til að fara ekki alltaf að grenja eins og nýbarin smástelpa þó eitthvað bjáti á. Því ákvað ég í dag að skella í tækið mynddiski sem ég eignaðist nýverið. Diskurinn hefur að geyma nýlega bíómynd sem heitir Running Scared og skartar Paul Walker í analhlutverki. Hann er sekur um að hafa leikið aðal í Fast and the Furious, hinu arfaslaka framhaldi Too fast too furious og einhverri baðstrandarmynd með Jessicu Alba á bikini. Eníhjú, þessi Running Scared er alveg einhver albesta mynd sem ég hef séð lengi vel, allavega það sem af er árinu. Passlega ógeðfelld, passlega rugluð og mjög spennandi og skemmtileg. Flott gerð, vel leikin og góð í alla staði - gæti því verið óhentug fyrir ungt fólk í dag. Sjáðana. Ekki skemmir fyrir að ungur strákpjakkur að nafni Cameron Bright fer með stóra rullu. Hann lék í Godsend með Bobby DeNiro fyrir skemmstu. Bráðefnilegt kvikindi.

Lag dagsins er hið sívinsæla Love Missile F1-11 með Sigue Sigue Sputnik.

Sunday, June 18, 2006

Paul

Hann á ammælídag o.s.frv. Paul McCartney er 64 í dag og því væri When I´m 64 viðeigandi lag daxins. Fann það bara hvergi svo ég henti inn þessu.

Keddlingin farin aftur til útlanda svo heima hjá mér verður standandi krakkorgía með dvergvöxnum Austur-þýskum krypplingum undir aldri.

Bið annars að heilsa með stuttri gamansögu:

Palli var einn í heiminum. Hemmi Gunn var samt hress.

Friday, June 16, 2006

Helgarfrí

Jibbíkóla! Helgarfrí! Vei! Húrra! Ekkert að spila fyrr en... eftir allt of stuttan tíma fyrir allt of lítinn pening!

Því er vel við hæfi að henda inn lagi með Julian Cope. Þetta hlustuðum við Jói á í gamla daga þegar Jói var með hár og ég með starfhæfa lifur.

Julian þessi Cope var eitt sinn bassaleikari og endaði svo sem söngvari og lagasmiður. Ég held þetta sé eina alvöru "hittið" hans, en hann hefur gefið út eitthvað eins og tuttugu sólóplötur og fullt af plötum með öllum leiðinlegu hljómsveitunum sem hann hefur verið í.

Sjáumst. Bless.

Fös

Mikið ljómandi var gaman í gær. Áður en ég hóf leik á Döbb skrapp ég eilítið yfir á Viktor, hvar ég hitti Óla Tröllabarn og bróður hans, Ellen, Bengtu, Matta, Pétur, Einar Þór og síðast, en alls ekki síst, Dísellu og kallinn hennar. Þau eru einmitt að fara að gifta sig eftir viku, þrátt fyrir að vera gríðarlega ólík, eiginlega eins og svart og hvítt.

Hvað um það, ég spilaði og söng af öllum mætti á Döbb fyrir misþakkláta og miskurteisa gesti. Eiginlega bara býsna skemmtilegt kvöld. Drakk svo bjórinn minn og drullaði mér heim. Lítið annað um það að segja svo sem.

Smásaga dagsins:

Palli var einn í heiminum. Þá hafði Geir Ólafs samband og bað hann um að spila með sér.

Lag dagsins.

Thursday, June 15, 2006

Jútúb

Mikið svakalega er gaman að Youtube-inu. Þar fann ég t.d. þetta... og þetta.

Þetta band var nú aldrei í neinu spes uppáhaldi hjá mér, en maður fyllist nostalgíu við að horfa á þetta og hlusta. Fyrra lagið var einmitt fyrsta lagið sem ég heyrði með þeim er myndbandið var sýnt í Skonrokki þegar ég var á tólfta ári.

Finkelgruber

Agalegt... Zappapistlarnir komu inn í vitlausri röð. Sá fyrsti á að vera annar, annar fyrsti og þriðji síðastur. Skiluru?

Annars var eftir síðustu kosningar gerð mikil leit að fylgi Framsóknar. Sjálfur tók ég þátt í leitinni og fann fylgið. Það er geymt á sama stað og ferill Kalla Bjarna.

Hér er smásaga eftir sjálfan mig:

Palli var einn í heiminum. Svo kom skatturinn og tók hann í rassgatið.

Lag dagsins er The Price I pay með Emmylou Harris og Desert Rose Band.

Wednesday, June 14, 2006

Waters

Nenni ekki að skrifa um Waters. Þú varst þarna hvort eð er sjálf/ur.

Sökum umferðarteppu labbaði ég næstum alla leið heim og er því orðinn enn meiri Gilmour-maður en fyrr.

Montana

Hér er linkur á lagið Montana, sem ZpZ renndu í á föstudaginn. Hér í flutningi Síníors sjálfs, Frank Zappa.

Zapp-ah

Góðir lesendur, bloggerinn er eitthvað að stríða mér. Hér á eftir er pistill sem ég ritaði á mánudagsmorguninn, en kemur inn í þremur færslum sökum leiðinda hjá bloggspotti. Gersovel, meira seinna, t.d. um Waters-konsertinn:

Mikið skrapp maður á Zappa plays Zappa á föstudaginn. Var svo ljónheppinn að hitta Sigurgeir Sigmunds á leiðinni og félaga hans, sem voru á sömu leið. Sátum á Dub í smástund fyrir konsertinn og það drap mig ei úr leiðindum. Sérstaklega gaman að því þegar Sigurgeir sagði mér frá því er hann lék inn á Ísbjarnarblús. Sú saga er þó síður prenthæf í opinberum miðli.
Svo skokkuðum við yfir í steinsteypubáknið, hvar konsertinn var haldinn. Sökum einstakrar smekkleysu landans var miðasala svo dræm að herlegheitin voru flutt úr Laugardalshöllinni, enda hefði verið asnalegt að fá alla þessa 800 gesti þangað inn. Hitti þarna margt góðra manna t.d. Þorstein Magnússon gítarhetju og Guðlaug Óttars gítarhetju, báða úr hljómsveitinni Þeyr. Áðurnefndur Sigurgeir var víst líka einhverntíma í þeirri merku sveit.
Eníhjú, bandið var æði og Zappa jr. stýrði af Kjartans lyst (Kjartan´s appetite) og þrátt fyrir að eiga eitthvað á þriðja tug Zappa-platna, flestar reyndar á vínyl, þekkti ég kannski 1/3 af lögunum. Zappa síníor náttúrulega gaf út eitthvað eins og hundrað plötur á þeim tæpu þrjátíu árum sem hann starfaði.

Var gríðarlegur fögnuður þegar Terry Bozzio, trymbill og Íslandsvinur, yfirtók settið með látum. Hann spilaði eitthvað pönklag og eitthvað sem ég þekkti ekki áður en hann spilaði Black Page trommusólóið, sem er voða frægt þrátt fyrir að vera voða leiðinlegt, nema þá helst fyrir trymbla. Það er nefnilega voða erfitt víst. Ekki voru minni fagnaðarlæti þegar Steve nokkur Vai steig á stokk og sýndi okkur nýjar víddir í gítarrunki. Hann og Dvísill litli fóru fullmikinn og kom júníor mér á óvart, því hann er miklu meiri gítarhetja en pabbi hans nokkurntíma var og þó var gamli alveg í gítarhetjudeildinni.

Mest ótti mér gaman þegar þeir tóku Montana í langri og súrri versjón. Ég blístraði það fast að því alla leiðina heim.
Laugardagurinn hófst á því að undirritaður tók sér hjólsög, kúbein og sleggju í hönd og sendi einn ónýtan sandkassa yfir móðuna miklu. Gott ef milliveggur fékk ekki líka að finna fyrir reiði Ofur-Ingvars þegar hann fór hamförum. Við í stigaganginum vorum nefnilega svolítið að taka garðinn í gegn.

Í miðjum klíðum þurfti ég samt að stinga af og stilla upp, því við í Swiss vorum að leika í alveg bráðskemmtilegu brúðkaupi um kvöldið. Fyrsta sinn síðan sveitin var stofnuð var æft fyrir viðburðinn, enda brúðarvalsinn í byrjun ballsins og ekki má klúðra honum. Óskalag brúðhjónanna var When I need you, sem ég þekki best í flutningi Barry Manilow. Gaman að reyna að þykjast vera einhverjir rokkarar og svo verður þetta fyrir valinu í fyrsta sinn er við æfum. Við hlógum mikið að því. Brúðkaupið var svo gott að við vorum ráðnir í annað, þó hjá öðru fólki.

Hér er svo meira með Vanilla Fudge.

That´s all, folks! Mí-mí.

Friday, June 09, 2006

Vanilludrulla

Leimmér að segja ykkur frá hljómsveit, sem kannski sum ykkar kannast við, en örugglega ekki öll.

Vanilla Fudge var stofnuð í Ameríku, landi hinna frjálsu og heimkynnum hinna hugrökku, á því Herrans ári (Herrans ári = Demon of the Lord) 1967 og starfaði til 1970. Gáfu út einar fimm plötur, ef ég man rétt. Sveitin innihélt til dæmis Carmine Appice trommara og Tim Bogert bassaleikara, sem seinna voru í Cactus og spiluðu með Jeff Beck. Carmine Appice hefur líka spilað með Pink Floyd, Rod Stewart og Ozzy, svona til að nefna einhverja. Af mörgum talinn fyrsti metal-trommarinn.

Söngvarinn og organistinn Mark Stein spilaði seinna með t.d. Alice Cooper og Tommy Bolin, sem var gítaristi Deep Purple um tíma.

Gítaristinn Vince MArtell gekk bara í herinn og starfar að einhverjum mannúðarmálum og blabla.

Fyrir utan að smíða sjálfir lög gáfu þeir út allnokkuð af ábreiðum. Fyrir utan nokkur Bítlalög gáfu þeir t.d. út þetta, sem var þeirra fyrsti smellur.

Sveitin hætti 1970, en kom saman aftur áttatíuogeitthvað. Túrar ennþá og hafa gefið eitthvað út... örugglega bar lævútgáfur af gömlu lögunum.

Annars er ég að fara að sjá Zappa plays Zappa á eftir. Steve Vai með gítarrunk og allir í kór.

Spurt er...

...hvað er málið?

Wednesday, June 07, 2006

Lubbi Marteins

Sá eitthvað af Bubba-tónleikunum í gær. Beið spenntur eftir að sjá Steina og Kobba Magg og hafði gaman af þeim bræðrum, enda brilljant músíkantar með græjur úr Tónabúðinni. Margt var ágætt við konsertinn, þó svo að hljóðið hafi ekki verið eins og best verður. Reyndar held ég það verði ekki betra en þetta í beinni útsendingu með hljóðfæraleikara sem eru eitthvað á annan tuginn talsins. Og reyndar engir smá hljóðfæraleikarar.
Fyrst Bubbi fékk landslið poppara til að spila með sér, gat hann þá ekki fengið einhverja skárri kynna en Simma og Jóa?
Fékk aulahroll fyrir allan peninginn þegar þeir reyndu að vera fyndnir. Þeir voru meira að segja bjánalegri en Bubbi þegar hann talaði um að stóriðjustefnan myndi lenda í "hausinum" á okkur. Svo, skömmu eftir að hann talaði um ál-brjálæði ríkisstjórnarinnar kom menntamálaráðherra á skjáinn og óskaði honum til hamingju með daginn. Forsetahjónin og Glitnis-bankastjórinn í stúkusætum. Forsetinn talaði um hvað hann hefði fílað Bubba lengi. Já, hann á örugglega Utangarðsmannaplöturnar.

Vil þó taka fram, til að vera ekki bara Fúli-Múli enn eina ferðina, að Bubbi hefur gert helling af góðum lögum.

Aftur í Fúla-Múla gírinn - nýja Orkuveituauglýsingin... ert´ekkað grínast eða...

Tuesday, June 06, 2006

Pældíðí

Fín helgi. Var að spila pínupons, bauð Eyva og Einari í kjúlla á sunnudaginn, var með Eldri-Svepp að passa þann yngri og við horfðum á Kill Bill á föstudaginn.

16 vetra stúlkukind var að reyna við mig á laugardaginn. Segi öllum frá því.

Sá Eyva, Halla frænda, Svavar Knút og fleiri spila á A. Hansen. Það var gaman. Mikið svakalega semur hann Svavar skemmtileg lög.

Annars... Motorhead, Darkness og David Grey-tónleikarnir slegnir af vegna dræmrar miðasölu. Zappa plays Zappa og Stooges fluttir úr Laugardalshöllinni í eitthvað steypubákn niðri í bæ og spila fyrir sárafáa. Á meðan tekst öldruðum skallapoppara og Idol-dómara að troðfylla Laugardalshöllina og gersamlega uppselt, þrátt fyrir að herlegheitin séu í beinni á Stöð 2 og Bylgjunni.

Svona er lífið nú furðulegt.

Saturday, June 03, 2006

Dóri

Hver ætli verði næsti formaður Framsóknar?
Þeir ættu að fá hana Siv. Mætti segja mér að andlit hennar í auglýsingum myndi heilla fleiri kjósendur em andlit Guðna eða Finns. Þeir eru einhvernveginn... já.

Annars skemmtilegt að Halldór skuli segja af sér vegna slæmrar útkomu í síðustu sveitarstjórnarkosningum. Í fyrsta lagi var hann alls ekki í framboði í þessum kosningum og í annan stað (svo maður orði hlutina eins og pólítíkus) var hann í framboði í síðustu þingkosningum þegar Framsókn vann, ef ég man rétt, stórsigur.

En mér er svo sem skítsama, ekki kýs ég flokkinn... að óbreyttu. Þarf reyndar allnokkuð að breytast.

Annars er ég bara allnokkuð hress, gamla í útlandinu, báðir Sveppirnir hjá mér í fíling, á fullt af nýjum dvd-myndum sem ég á eftir að horfa á og íbúðin er í klessu. Kannski ég taki til aðeins áður en gamla kemur heim frá Spáni. Ekki gaman að búa í ruslahaug, en íbúðir eiga það til að breytast í svoleiðis hauga þegar maður á lítinn strák, sem heldur að lífið sé leikvöllur. Svo er maður jú sívinnnandi og aldrei heima.
Þá er það ákveðið - allsherjarhreingerning strax á eftir. Skúra, skrúbba og bóna.

Tékkið annars á þessu.

Friday, June 02, 2006

Mikki maðkur

Sökum þess hve Séð og heyrt gengur illa hefur verið ákveðið að ráða Mikael Torfason sem ritstjóra.

Hljómar svipað og ef líðan sjúklings að nafni Sacha Levi Goldstein færi versnandi væri kallað á Dr. Mengele.

Thursday, June 01, 2006

Hvernig væri að koma með getraun?

Getraun Sveins. Oft hefur maður spurt um leikara, en nú er spurt um söngkonu með sterk tengsl við bíóheiminn.

Hver er kerlingin?

Hún fæddist í Wales, og er hálf-ensk og hálf-nígerísk. Varð fyrst ólétt 16 vetra gömul, þá þegar orðin atvinnusöngkona. Ætlaði að draga sig í hlé, en varð ei kápan úr því klæðinu.

Flutti nýlega til Mónakó. Tilkynnti að ný plata kæmi seinna á þessu ári. Sú plata yrði, ef mér skjátlast ekki, númer 36 í röðinni (ekki alveg viss, gæti verið meira).

Ferill hennar spannar lítil 42 ár. Geri aðrar betur.

Hún er ædol hjá sumum bíónördum.

Hver er kerlingin?

Verðlaun eru einn svellkaldur einhverntíma þegar ég er að spila, drullist vinningshafi til að reka inn nefið.