Thursday, June 22, 2006

Baux

Í framhaldi af gríðarlega málefnalegri umræðu um Baug í gær datt mér í hug að vitna í yfirlýsingu Jóns Ásgeirs varðandi frétt Moggans um eitthvað - eitthvað segi ég, því ég er löngu hættur að nenna að reyna að skilja um hvað málið snýst.

Eníhjú, yfirlýsingunni lýkur á þessum orðum:

"Ég hef verið meðal stærstu skattgreiðenda hér á landi og greiddi á síðasta ári um 98 milljónir í ríkissjóð. Ég skorast ekki undan þeirri ábyrgð minni og er stoltur af því að greiða mína skatta hér á landi og mun áfram gera.

London, 22. júní 2006.

Jón Ásgeir Jóhannesson."

Semsé, segist greiða skatta á Íslandi, en svo segist hann greiða skatta "hér á landi" í bréfi sem er skrifa í London. Gaman að því.

Annars... konan mín í London - Jón Ásgeir í London - djövull verður ein lamin þegar hún kemur heim... ef hún kemur heim.

Þetta fílaði ég fyrir seytján vetrum síðan. Fyrsta sinn sem ég heyrði talað um klónun og DNA í rokktexta.

7 Comments:

Anonymous Eyvindur said...

Þetta er það hallærislegasta sem ég hef séð. Ég var með skárri tónlistarsmekk fyrir 17 árum.

12:22 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Þú ert bara ekki eitís-metal maður, Eyvi minn. Þú varst líka ennþá með bleyju þarna. Reyndar orðinn sjö ára, en ennþá með bleyju...

2:14 PM  
Blogger Jimy Maack said...

80's metall er snilld og Helloween algjör snilld....


Verð samt að segja að þetta er með hallærislegri myndböndum sem ég hef séð...

5:00 PM  
Blogger Stebbi Bollustrákur said...

Borga skatta á íslandi en skrifa bréf í London??? skil ekki alveg þú þarft að útskýra brandarann fyrir mér...

8:08 AM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Hann segir að hann borgi skatta "hér á landi" þegar hann er staddur í London.
Það gæti skilist sem svo að hann borgaði skattana sína í Englandi. Klaufalega orðað hjá honum, kallinum.
Ég fyrirgef honum það alveg, hann er víst stressaður þessa dagana, löggan alltaf að pirra hann með stöðugum yfirheyrslum.

12:28 PM  
Anonymous Anonymous said...

Mér finnst bestur brandarinn með herðatréð......hvað er það????

Bryn :oD

2:50 PM  
Blogger Gauti said...

helvíti fínt . . fyndið að Bruce Dickinson er sá eini sem kemst ennþá upp með þennan söngstíl . . allt annað dáið út eða búið að þróast . . Pantera byrjuðu svona meiraðsegja . . held að röddin í Phil hafi breyst um leið og hann hætti að vera í spandex ;)

6:11 PM  

Post a Comment

<< Home