Friday, June 09, 2006

Vanilludrulla

Leimmér að segja ykkur frá hljómsveit, sem kannski sum ykkar kannast við, en örugglega ekki öll.

Vanilla Fudge var stofnuð í Ameríku, landi hinna frjálsu og heimkynnum hinna hugrökku, á því Herrans ári (Herrans ári = Demon of the Lord) 1967 og starfaði til 1970. Gáfu út einar fimm plötur, ef ég man rétt. Sveitin innihélt til dæmis Carmine Appice trommara og Tim Bogert bassaleikara, sem seinna voru í Cactus og spiluðu með Jeff Beck. Carmine Appice hefur líka spilað með Pink Floyd, Rod Stewart og Ozzy, svona til að nefna einhverja. Af mörgum talinn fyrsti metal-trommarinn.

Söngvarinn og organistinn Mark Stein spilaði seinna með t.d. Alice Cooper og Tommy Bolin, sem var gítaristi Deep Purple um tíma.

Gítaristinn Vince MArtell gekk bara í herinn og starfar að einhverjum mannúðarmálum og blabla.

Fyrir utan að smíða sjálfir lög gáfu þeir út allnokkuð af ábreiðum. Fyrir utan nokkur Bítlalög gáfu þeir t.d. út þetta, sem var þeirra fyrsti smellur.

Sveitin hætti 1970, en kom saman aftur áttatíuogeitthvað. Túrar ennþá og hafa gefið eitthvað út... örugglega bar lævútgáfur af gömlu lögunum.

Annars er ég að fara að sjá Zappa plays Zappa á eftir. Steve Vai með gítarrunk og allir í kór.

9 Comments:

Anonymous Berti said...

Gott hjá þér að benda á V. Fudge sem er virt hljómsveit af öðrum rokkurum. Hörkuspilarar. Góða skemmtun á Zappa tónleikum

6:29 PM  
Blogger Olga Bj� said...

Vá hvað þetta er mögnuð útgáfa af "You keep me hangin´on". Engin smá innlifun hjá þeim. Fyndinn hvíti flugfreyjuklúturinn á söngvaranum. :)

1:30 PM  
Blogger Gauti said...

þessa útgáfu hef ég heyrt en ekki fyrr séð . . magnað !!
Trommarinn er flottur, greinilegt hvaðan Tommy Lee ofl hafa sína "takta".

5:30 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Já, það hafa ný fleiri en Tommy Lee stælt þennan gæja. Gætum nefnt t.d. Ian Paice úr Purple og John nokkurn Bonham. Þessi var orðinn hetjutrymbill í rokkinu áður en hinir voru nokkuð farnir að gera.

10:29 AM  
Anonymous berti said...

Voru þekktir fyrir að spila mjög hægt. Svo segir allavega John Sebastian í rokkþáttum sem voru hér um árið. Þú veist auðvitað í hvaða hljómsveit hann var, ekki satt? Appice og Bogert spiluðu inn á einhver Rod Stewart lög.

9:32 PM  
Blogger Olga Bj� said...

Ég bíð í ofvæni eftir pistli um Roger Waters tónleikana.

8:28 AM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

John Sebastian var í Lovin´Spoonful og söng What a Day for a Daydream og Summer in the City.
Man eftir þáttunum The Golden Age of Rock´n´Roll.

1:23 PM  
Anonymous berti said...

Jú, sko þig. Bjóst nú ekki við öðru en þú vissir þetta. Þetta voru frábærir þættir hjá John Sebba. Ég á eitthvað af þessu á spólu. Get líklega lánað þér það. Hvernig var Zappa?

3:32 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Er að reyna að skrifa smá grein, en blogspot virðist eitthvað í klessu. Reyni að setja inn í kvöld heilmikla grein um líf mitt. Er líka með á hreinu hver drap JFK. Set þetta allt inn næst. Fylgist spennt með!

3:40 PM  

Post a Comment

<< Home