Saturday, July 29, 2006

Bylgjur til frambúðar...

sagði Mangi tannlæknissonur. Það var hárétt hjá honum og kom hann mér verulega á óvart.

Umræddar bylgjur höfðu veruleg áhrif á mig þegar ég var seytján vetra, kannski rétt rúmlega.

Annars er ég hress, sofnaði yfir mynd í gær. Hún heitir Edison Force og skartar LL Cool J., Justin Timberlake, Morgan Freeman og Kevin Spacey í aðal. Dylan McDermont er þarna líka og er ógeðslega góður. Justin Timberlake er líka flottur, ég er alltaf að fíla hann betur og betur. Ég á dvd þar sem hann er að spila á tónleikum í Toronto og hann er drullugóður með ógeðslega gott band, þó lögin séu þrautleiðinleg. Á sömu tónleikum komu fram Rolling Stones og tók Justin lagið með þeim. SNL-þátturinn hans var líka schnilld.
Svo hefur hann líka dúndrað Britney. Það eru nokkur stig.

Mig langar í hamborgara með bernessósu og sússjí með ómældur magni af wasabí í eftirmat. Best að gera vel við sig í fæði nú í hádeginu.

3 Comments:

Blogger Gauti said...

Röddin í Timberlake kemur reyndar minna á óvart en röddin í honum handboltakappa sem lék í Blossa en er samt alveg jafn "hápitsuð" og pirrandi . . hann er ekki að gera það fyrir mig sem leikari.

12:04 PM  
Blogger Olga Bj� said...

Mmmmmm.....sushi og miiikið wasabi. *SLEF*

Gaman yrði einhvern tímann að bjóða ykkur kerlu í sushi-veislu.

Hvað finnst þér best að drekka með? Mér finnst ískalt kók í gleri eða ííískalt hvítvín.

2:19 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Hrímað kók.Hef aldrei drukkið hvítvín með sússjí einhverra hluta vegna. Er alltaf til í sússjípartý.
PARTÝ!!! Jibbí!!!

3:39 PM  

Post a Comment

<< Home