Monday, July 17, 2006

Það er fallegt a Stokkseyrarbakka

Hæ.

Ég spilaði á veitingastaðnum Við Fjöruborðið á Stokkseyri á laugardaginn. Gaman að renna svona í plássið og hitta Jökul litlafrænda og horfa með honum á Punisher fyrir gigg. Svo fékk ég líka nokkuð gott að snæða, humarsúpu og grillaðan humar í massavís ásamt ísköldum Leffe. Gaman að því. Hvað var í matinn hjá ykkur á laugardaginn?

Staðurinn var hinsvegar fremur tómlegur fram til eitt, en þá átti ég einmitt að hætta að spila, en vegna gríðargóðs trítments staðarhaldara lék ég og söng fram eftir nóttu, eða alveg þangað til að röddin var löngu farin. Þá gerðu vertarnir, eðalmennin Robbi og Oddi, vel við mig í drykk og skutluðu mér í bæinn, hvar ég stökk í partý á Bergsstöðum.

Svo renndi ég ásamt Litla-Svepp á Stokkseyri í gær að ná í græjurnar og hitta litlafrænda. Hitti einnig mjög óvænt Snorra nokkurn Kristjánsson, gamlan vin frá Akureyri, sem býr nú í Finnlandi. Gaman að því einnig. Lék svo á Dubliner í gærkveldi fyrir nokkra vini og allnokkuð af ofurölvi grænlendingum.

Eníhjú, ef þið hafið ei étið á Fjöruborðinu á Stokkseyri eruð þið óheppin mjög. Fara þangað - núna. Langbesti humar í heiminum og þótt víðar væri leitað.

6 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Ég hef borðað þar .....jibbí´!
Skál fyrir mér.......og fyrir þér að njóta unaðsemda átlífsins....og skál fyrir humri!!....í skál.....með hvítlaukssméri.

Bryn.

1:58 PM  
Blogger Magnús said...

Leffe með humri, ertu alveg plebb? Ég borðaði reyndar einmitt humar á laugardagskvöld en var svo smekkvís að drekka stórkostlegt Búrgúndarhvítvín með, mátulega kælt. Leffe er hins vegar fínn með taðreyktum mývetnskum silungi og rúgbrauði.

3:29 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Leffe er fínn með flestu, ísjökulkaldur eins og kynhvöt fyrrverandi konunnar minnar.

Fékk reyndar hvítster með einnig, fannst bara Leffe-inn virka fínt.

Búrgúndarsnobbmysan er gríðarlega ofmetin og ofverðlögð.

5:06 PM  
Blogger Olga Bj� said...

Oh hvað ég er sammála þér með þennan stað. Hef komið þangað tvisvar og skóflað í mig humri og ííískölu hvítvíni.
Mæli hiklaust með honum.

7:06 PM  
Anonymous Jósi said...

Ég borðaði pylsur og bónushamborgara. Var samt alveg æðisleg máltíð þar sem ég borðaði hana við tjaldið mitt lengst, lengst, leeeengst úti á landi (Hornvík á Hornströndum) eftir velheppnaða fjallgöngu.

7:42 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Jú, fjallganga sem maður lifir af er víst velheppnuð.

10:43 PM  

Post a Comment

<< Home