Saturday, July 29, 2006

Hreyfimyndir

Keypti mér nokkra titla á dvd í gær. Fyrsta þáttaröðin af Duckula (Brakúla á íslensku) var keypt, undir því yfirskyni að þetta væri fyrir barnið. Kerla þóttist trúa því og heimilisfriðurinn hélst áfram í góðu lagi. Svo keypti ég fyrir kerlu mína CSI:NY síson 2 og varð hún vissulega himinlifandi. Svo var fjárfest í áðurnefndri Edison Force, sem ég verð að klára sem fyrst.

Búinn að kaupa helling af myndum upp á síðkastið, man bara ekki hvaða... gamall kall ég.

Drullaðist lox til að horfa á Melinda and Melinda um daginn, en það er næstnýjasta Woody-myndin. Skrýtin og skemmtileg. Will Ferrel leikur Woody Allen-karakterinn og er hress að vanda. Fílaði hann ekki fyrst en friggins elska hann núna.

Kannski fer ég með Eldri-Svepp og kerlu í rafting á morgun. Skýrsla seinna.

Annars var ég að hugsa um gamalt uppáhaldsband, sem voru að kafna úr hallærisheitum hér í denn. Við Hansi kínverji hlustuðum mikið á það band, ef ég man rétt. Fann víddjó meððeim á jútúbi og hér er það.

Nú eru einhverjir krakkafífl á vegum Disney með koverband. Hér er tóndæmi.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home