Thursday, July 06, 2006

Óli grís

Skemmtileg frétt í Fréttablaðinu í dag. Einkar ánægjulegt hvað það blað er að verða betra en það var hér í eina tíð. Í dag er sagt frá mótmælum á Lækjartorgi fyrir 23 árum þegar George Bush, sá hinn sami og er staddur hér í boði Ólafs Ragnars forseta, kom hingað til lands í lax. Fyrir mótmælunum stóðu Alþýðubandalagsmenn og þar talaði maður að nafni Ólafur Ragnar Grímsson, sem er skemmtilegt nokk einmitt nafn mannsins sem er forseti lands vors nú.

Orð dagsins er "kommúnistalýðskrumari".

8 Comments:

Blogger Gauti said...

já ógisslega skrítin tilviljun . . Óli er bara að míkjast í ellinni bara . . hefur fengið samviskubit og ákveðið að bjóða gamla í lax :)

7:00 PM  
Blogger Gauti said...

ég bara notaði bara aðeins of oft bara orðið "bara" þarna áðan . . . bara . .
en er kannski Ý í míkjast ?
Gauti Austuríslendingur

7:03 PM  
Anonymous Anonymous said...

SVÆNHÚND

1:05 AM  
Blogger Jimy Maack said...

Eins og gamla ítalska Stalinsitalagið hljómar 'Avanti populist....'

1:42 AM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Þýðir það ekki "gakktu í bæinn, vinsældarlisti"?

10:16 AM  
Blogger Jimy Maack said...

Erh... svona næstum því. Það var reyndar 'avanti popolo' sem þýðir eitthvað 'fram almenningur' en var þýtt hérna á Íslandi sem 'Fram fram allt verkafólk' á sínum tíma.

Bara.. langsóttur brandari í langsóttu ástandi í gær.

10:35 AM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Ég hélt að "avanti" þýddi eitthvað eins og "kom inn" eða "gakktu í bæinn". "Populist" væri að sjálfsögðu ítalska orðið yfir einhverskonar poppvinsældalista eða viðlíka...

Svona er ítölskunni minni ábótavant.

12:27 PM  
Anonymous eyvindur said...

Það sem mér fannst skemmtilegast við þessa grein í Fréttablaðinu var að þar var sagt að Ólafur hafi verið formaður Alþýðuflokksins á sínum tíma. Alltaf gaman þegar blaðamenn vinna rannsóknarvinnuna sína vel.

1:29 PM  

Post a Comment

<< Home