Sunday, July 30, 2006

Merki...

...legt hvað sumt fólk er skrýtið, en nóg um það.

Afrekaði það að fara í bíó bæði í gær og í dag. Fór með Stóra-Svepp í gær og sá Stormbreaker, sem fjallar um fjórtán vetra spæjara sem heitir Alex. Skemmtileg tilviljun. Ewan McGregor, Mickey Rourke, Andy Serkis (betur þekktur sem Gollum og King Kong) ásamt einhverjum Alex sem leikur nafna sinn, gelgjuspæjarann. Damien Lewis, sem var t.d. í Band of Brothers og Dreamcatcher, er líka þarna eitthvað að þvælast, en hann er flottur. Hann er líka rauðhærður eins og Pétur.

Fór svo áðan með Litla-Svepp og sá myndina Over the Hedge með íslensku tali.Ég hélt alltaf að Limgerðið væri klámmynd, en jæja...
Hún er fyndin eins og teiknimyndir í sunnudagsbíói eiga að vera. Sé hana seinna á útlensku.

Sigur Rós eru að fara að spila niðri í bæ. Ég er líka að far að spila og ætla að veita þeim harða samkeppni á Dubliner. Ég vil halda fram að ég sé miklu skemmtilegri en þeir. Ég er með hressara prógram, lög sem allir þekkja, líflega framkomu, tek við óskalögum og svo fæst bjór á staðnum sem ég er að spila á. Engin spurning um hvar stuðið er, sko.

Annars, eitt fyndið - ég fór í Kringluna í dag að kaupa mér dvd og cd og éta hjá Rikka Chan. Tók með mér Litla-Svepp. Hitti þar Viktor, fyrrum gítarista Reggí on Æs. Hann var með konu og barn. Svo hitti ég Hössa, gítarleikara í Spoon, hvar hann var á vappi ásamt syni sínum. Þá labbaði Viggi í Írafár að, ásamt konu og börnum, skömmu áður en ég hitti Bjössa í Greifunum ásamt einhverju af hans börnum. Þetta gerðist á innan við fimm mínútum. Ekkert nema gítarleikarar með börn...

Mér fannst það fyndið, veit ekki með þig.

5 Comments:

Anonymous Þórey Inga said...

Damien Lewis er góður og fílaði ég hann í BOB (Band of Brothers). Hann var brilljant í Dreamcatcher! SSDD!!!

Limgerðið...hehe!

10:12 PM  
Anonymous Anonymous said...

Mér fannst þetta líka fyndið með gítarleikarana og börnin. Vantaði bara Keith.....eða á hann kannski ekki börn.

Orgleið

11:35 AM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Keith á barnabörn. Veit ekki með börn, samt.

12:45 PM  
Anonymous Hannes Trommari said...

Vignir er kannski sá eini sem telst til gítarleikara af þessum drengjum, hinir eru áhugasamir!

4:22 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Nú lem ég þig í hausinn með symbaltösku... nema þá að þú hafir verið að meina bara hina strákana og dissið hafi ekki átt um mig. Þá er þetta ógeðslega svakafyndið.

4:47 PM  

Post a Comment

<< Home