Wednesday, July 19, 2006

Súpernóva

Gaman að einu - mig minnti að hljómsveit að nafni Supernova hefði átt lag í bíómyndinni Clerks eftir Kevin Smith. Það reyndist rétt, pönktríóið Supernova átti lagið "Chewbacca" í myndinni. Fann svo við nánari athugun á neti inters nánari upplýsingar um bandið, sem er enn starfandi. Störf þess núna felast aðallega í málaferlum við Mark Burnett og hans fólk, sem er ábyrgt fyrir sjónvarpsþættinum sem heillar mig og mína mest um þessar mundir. Gaman að því.

Hér er heimasíða tríósins.

Annars bíð ég nú spenntur eftir úrslitum Rokkstjörnuþáttarins, sem eiga að hefjast eftir smá stund. Áfram Magni!

Meðan á biðinni stendur býður Skjár einn upp á hina æsispennandi þátaröð"The L-word". Ég þekki ekki nokkurn mann sem horfir á þetta, hvorki streit né gei. Hreint sorp, eftir því sem ég best fæ séð.

10 Comments:

Blogger Jimy Maack said...

Já.. Coburn á eimmitt lag samið í október í fyrra sem heitir því fróma nafni Svpernova

11:48 AM  
Anonymous Eyvindur said...

Ég sagði einu sinni supernova í samræðum.

12:39 PM  
Anonymous Anonymous said...

kampavíns súpernóva in the sun.

Bryn.

12:58 PM  
Anonymous Anonymous said...

.....eða Sean Penn súpernóva in the sun.

Bryn

12:59 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Það var reyndar Sean Penn Supernova in the Sky.

Einar, af hverju hét lagið Svpernova?

Eyvi, ég sagði einu sinni Supernova í samræði...

3:20 PM  
Blogger Olga Bj� said...

Ég hef horft á einn þátt af L-Word, sem segir ýmislegt. Ég hef nákvæmlega ekkert á móti samkynhneigð og styð réttindabaráttu þeirra. Meðal þeirra fordóma sem þeir verða fyrir eru að fólk virðist alltaf sjá þá aðallega fyrir sér í argandi kynlífsathöfnum vegna kynhneigðarinnar. Af hverju ganga þá svona þættir svona mikið út á kynlíf, tæki og tól og í boði Rómeó og Júlíu þó að meirihluti áhorfenda og markhópur séu samkynhneigðir?


Soldið flókið.

3:21 PM  
Anonymous Anonymous said...

Ó ég sem hélt að markhópurin væru sófakartöflur með runkstíflu?

Bryn.

3:49 PM  
Anonymous Anonymous said...

sun, sky, sky is where the sun is, sun is where the sky is.

Bryn.

3:53 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Ég veit ei hver markhópurinn er, hvorki hjá L-word eða hommaþáttunum bresku, sem sýndir voru á Skjá einum fyrir nokkrum árum.
Hinsvegar, talandi um greddu og hjálpartæki, sá ég nokkra þætti af Sex and the City og fannst þeir fyndnir á köflum. Þó er ég viss um að ef karlmenn töluðu um konur á sama máta og þær stöllur í þáttunum töluðu um karla færu femínistaglyðrur um heim allan að grenja um víðan völl.

4:29 PM  
Blogger Jimy Maack said...

Lagið heitir svpernova af 2 ástæðum;

Það kemur á eftir lagi sem heitir 'how to conceive a star' og útaf því að vodkaframleiðslan sem ég ætla að stofna þegar ég verð stór (ég veit.. full stuttur til að verða slíkt) heitir 'SVPERNOVKA'.

Auglýsa sjálfan sig maður.

11:37 AM  

Post a Comment

<< Home