Wednesday, July 26, 2006

Tólf mínútur yfir níu eftir hádegi

Furðulegt hvað starfsmenn búðar Tóna eru alltaf syfjaðir á miðvikudögum nú upp á síðkastið. Það er svona að vaka frameftir og horfa á landa vorn syngja úr sér lungun. Gaman að því.

Meðan á Rock Star-þættinum stendur koma reglulega auglýsingar frá KFT (Kenntökkí fræd tjikken). Þar tjáir fólk sig um hver þeirra uppáhaldsréttur á staðnum sé. Svo kemur brot úr lagi, hvar einhver syngur "Nothing but a heartache every day". Skemmtilegt, því verkur í hjartað er einmitt óumflýjanlegur ef maður borðar of mikið á KFT.

Annað, sem við Pézi Pylza vorum að tala um nýverið. Auðunn Blöndal er á ferð um landið með einleikinn Typpatal, sem ég hlakka mikið til að missa af. Auðunn þessi er væntanlega borgarbarn að upplagi, enda linmæltur mjög (skemmtilegt að vera linmæltur þegar maður er að tala um typpi). Hann segir okkur í auglýsingunni að sýningin sé styrkt af Fluff-félagi Íslands. Gaman að því. Ég hélt að Viagra hefði gengið að stéttinni dauðri...

11 Comments:

Anonymous Eyvindur said...

Það gerði það. Þess vegna höfðu þeir ekki efni á að ráða alvöru leikara og þurftu að sætta sig við Auðunn.

11:03 AM  
Anonymous Anonymous said...

Hljómar soltið eins og eitt af þessum bitru mómentum Pésa pylzu þar sem linmælti gaurinn með þreitta suðræna útlitið fær meiri athyggli en hann.

Bryn.

3:29 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Brynsulta, það er ypsilon í þreytt og bara eitt gjé í athygli.
Þetta útálandihyski, mar...

4:06 PM  
Anonymous Anonymous said...

Held raunar að hann sé frá Sauðárkrók? Veit ekki meir..

5:42 PM  
Blogger Gauti said...

Ég hef samt trú á því að það sé til fólk sem fer á Auðun eins og það er til fólk sem "heldur með" Bubba og fer í Bíó á Adam Sandler aftur og aftur . . reyndar líklega sama fólkið . . en við erum jú öll mismunandi

6:13 PM  
Anonymous Anonymous said...

Sammála Gauta bró.

Og Ingvar minn! Sorry elsku kaddlinn minn, hvað ég er mikill stafsetningarilli en það þýðir samt ekki að ég beri ekki virðingu fyrir þínu ágæta bloggi......en þessi síða er einmitt sú fyrsta sem ég opna þegar netfæri gefst.

End ðer jú hef ðett mæ frend,Bryn.

10:16 AM  
Anonymous Anonymous said...

Svo hefur aldrei verið nein sérstök þörf fyrir Fluff-félag hér þar sem "sgizslumalastonnunn"Skjás Eins var upphafið og endirinn á klámmyndaiðnaði íslandssögunnar.

Bryn.

10:23 AM  
Anonymous Anonymous said...

Netfæri? Er það eitthvað sjávarútvegs?????

Inní búrúr glerogstáli.......

Sorry ég laug ég er alltaf inni á þessari síðu þegar netfæri gefst....ALLTAF SEGI ÉG ALLLLLLTTAF.

Bryn.

10:26 AM  
Blogger Stebbi Bollustrákur said...

Auðunn er Sauðkræklingur. Djöfull er það spes dýr. Sauð-kræklingur... oj barasta.. .

11:46 PM  
Blogger Gauti said...

ull í skel . . . hehehe . . eða loðskel .. loðið gums í loðinni skel . . . hihihi

sorry . . missti mig aðeins

1:30 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Hvað varst þú að reykja? Áttu eitthvað?

3:13 PM  

Post a Comment

<< Home