Friday, July 07, 2006

Tónabúðarbandið

Hér í eina tíð var til (og er kannski til enn) hljómsveit sem bar (nú, eða ber - sjá síðasta sviga) nafnið Búðarbandið... eða Búðabandið... eða eitthvað.

Nú í kvöld er bætt um betur á hinum rómaða veitingastað Dubliner, því þar mun Tónabúðarbandið leika fyrir dansi og öðrum djöfulgangi. Það eru sumsé yfirmaður minn, Jón, yfirmaður trommudeildar Reykjavíkurútibús, Sigfús Óttarsson og svo moi. Stuð og fjör. Við komum til með að taka Brown eyed Girl og fleiri lög.

Mættu og skemmtu þér.

Dubliner - rómantískur staður við höfnina.

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

...rómantískur staður já...jamm jammm já og sei.
Ég fór nú bara á lopapeysuball um helgina með Todmobil og Pöpum og Gauta bróðir(þessi þrítugi) og kaddlinum mínum og já og sei sei.

Bryn.
P.S. Verst að þú spilar aldreigi í plássinu mínu.

11:15 AM  
Blogger Gauti said...

mér fannst bestast í heimi þegar Todmó koveruðu Rammstein lagið "Mein hearts brennt" (eða hvernig sem það er nú skrifað) . . Eyþór er nú uppáhalds stjórnmálaplebbinn minn !

9:27 PM  

Post a Comment

<< Home