Monday, August 14, 2006

Allt kreisí

Allt að verða vitlaust. Fréttafalsanir frá átökum í Mið-Austurlöndum, rafmagnslaust í Breiðholtinu og Mel Gibson fullur á bílnum. Mér finnst fyndið að Gibson small á það og fór í bíltúr. Löggan stoppaði hann og í ofurölvunarfýlukasti sagði hann eitthvað ljótt um afkomendur Ísraels. Þá varð allt vitlaust og menn eru alveg brjálaðir. Allir kreisí yfir ummælum hans um Gyðinga, en enginn minnist á að hann var sauðölvaður á tveggja tonna jeppa, sem er jú stórhættulegt. Ekki það að mér finnist í lagi að tala illa um einhverja þjoðfélagshópa sem slíka, það er bara alvarlegra að leggja líf vegfarenda í stórhættu með ofurölvunarakstri.

Fyrst verslunarmannahelgi. Svo Gay Pride. Svo nálgast menningarnótt. Lifur óskast.

4 Comments:

Blogger Gauti said...

Ég var þetta árið að missa af þriðju "Þjóðhátiðinni" í röð ( og reyndar líka þriðju síðan '93) . . svo tók ég ekki eftir neinu gay pride hér í DK, danir eru reyndar flestir svo hommalegir að maður sæi ekki muninn á fólki að versla og hommagöngu . . . en allavega er lifrin mín á örum batavegi

3:16 PM  
Anonymous Anonymous said...

Ég á hrogn.

Orgelið.

4:55 PM  
Anonymous Anonymous said...

Ef þú ætlar að kaupa nýja lifur pantaðu þá eina auka handa mér...fáum við ekki magnafslátt.

H. Kin.

3:31 AM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Tek hrogn Orgelsins til vonar og vara. Kaupi svo kótilettur í raspi til að vera viss.

9:17 AM  

Post a Comment

<< Home