Wednesday, August 02, 2006

Ekki skjóta!

Vissuð þið að Billy the Kid, eða Billi barnungi í lauslátri íslenskri þýðingu, var alltaf sagður örvhentur? Í öllum bíómyndum er hann örvhentur, rétt eins og ég og Leonardo da Vinci.
Engar samtímaheimildir segja hann örvhentan. Ástæðan fyrir þessari trú manna er líklega sú að aðeins er til ein ljósmynd af kvikindinu og á henni er hann með riffil í hendi og með skammbyssuna í belti vinstra megin. Þetta er eina heimildin fyrir örvhentu drengsins. Á myndinni er hleðslugatið á rifflinum vinstra megin, en á að vera hægra megin. Sumsé, myndin er spegilmynd. Gaman að því.

8 Comments:

Anonymous Eyvindur said...

Kannski var það eins með Leonardo... Hver veit hvernig myndir voru framkallaðar á þeim tíma.

7:33 PM  
Anonymous Clausi klessa said...

Það er s-cum frá því að segja að ég er að kíkja inn á þessa síðu hinu fyrsta sinni. S-cum, segi ég, já S-CUUUUMM. Hið eina mér til málsvarnar eru hin fornu sannindi að ekkert er seinna en aldrei. Jæja, Ingvar, mig langaði að segja þér frá því að ég fór í Nóatún um daginn og rakst þar á soya-drykk með súkkulaði sem heitir "Tom Soya". Það verður eini drykkurinn sem ég mun neyta það sem eftir er.

Vertu svo af mér kært kvaddur þar til næst.

Clausi klessa. (alias: Einar frændi)

10:02 PM  
Anonymous Andri said...

svartur pipar

3:34 PM  
Anonymous Pétur Örn said...

Ertu semsagt búinn að leysa gátu sem sagnfræðingar pældu aldrei í ?

Ég meina þetta.
Gaman að sjá þig hér Narri Frændi.
Skoðarðu mína síðu?

1:14 PM  
Anonymous Pétur Örn said...

http://en.wikipedia.org/wiki/Billy_the_Kid

12:48 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Tom Soya - híhíhíhíhí.

6:01 PM  
Anonymous Matti patti said...

Ja hérna hér. Gaman gaman, alltaf hress :)

9:37 AM  
Blogger Óskar þór said...

Sérdeilis gaman að því, sakna ykkar fullt

7:57 PM  

Post a Comment

<< Home