Thursday, August 24, 2006

Það er nú ekkert - frændi minn...

Jú, mikið varð ég hissa og glaður er ég fletti málgagninu í morgun. Haldiði bara hreinlega ekki að það hafi verið mynd af Patreki litla frænda mínum frá Húsavík á bls. 19 í tilefni þess að hann og Ármann, eldri bróðir hans, hlupu hálfmaraþon nýverið. Þess má geta að þeir bræður eru 11 og 15 vetra gamlir.
Þó mér finnist svona sprikl vera fullmikið af því góða er ég glaður yfir þessu framtaki frændanna, enda góðir drengir og standa sig vel í gítarnáminu.

Áfram frændur!!!

Ég er samt svolítið svekktur að þeir hafi gert hlé á gítaræfingum til að hlaupa tugi kílómetra, en svona er það víst...

Að öðru - Magni í botn þremur í gær og Patrice send heim. Ég fílaði hana nú alltaf svolítið og hefði mun frekar viljað sjá bévítans Kanadaskunkinn pakka saman og drulla sér heim til Tórontó. Nú er þetta orðið spennandi mjög og vel þess virði að vaka fram á morgun til að horfa.

Lag dagsins er þetta hér lag í einhverri lævútgáfu sem er súrari en allt þorraslátrið í Svarfaðardal.
Þetta band var stofnað í Hollandi í lok sjöunda áratugarins af This Van Der Leer (vonandi stafsett rétt), flautuleikara og píanista. Skömmu seinna kom Jan Akkerman gítaristi til samstarfs og gerðu þeir nokkrar hörkufínar plötur. Ein þeirra hét Moving Waves, sem er fyndið í ljósi þess að seinna gáfu Rush út Permanent Waves og Moving Pictures...
Eníhjú, Akkerman hætti nokkrum árum seinna og hljómsveitin lagði upp laupana ´78. Van Der Leer kom henni saman aftur í einhverri mynd seinni part níunda áratugarins og hefur sveitin verið starfandi með mismunandi mannskap on og off síðan. Ég vil halda fram að Þursaflokkurinn hafi sótt talsvert til þeirra, ef þið hlustið á Þursabit og svo fyrstu Fókusplöturnar getið þið heyrt hví ég held þetta.

Góðar stundir.

11 Comments:

Blogger Olga Bj� said...

Það er nú meira hvað þú átt fræga frændur. Ýmist að hlaupa maraþon eða á leiðinni á lokakvöld Rockstar!

Annars er ég líka að deyja úr spenningi vegna þáttanna. Það er svakalega góður árangur út af fyrir sig að komast í topp 6...hvað þá lengra.
Ég er sammála þér með Lukas. Hann má alveg fara. Hann hefur gífurlega stóran stuðningshóp á bak við sig sem kýs hann upp úr botn þremur en mér finnst hann vera svo langt frá því að hafa heildarpakkann að bera að fronta þetta band. Mér finnst hann alveg búinn í raddböndunum eftir eitt lag...hvað þá eftir áramótaball í Las Vegas...

Mér finnst Magni vera í töluverðu uppáhaldi hjá Supernova, sérstaklega Jason, enda er Magni mjög solid, yfirvegaður, öruggur, hnyttinn og troðfullur af hæfileikum.
Þær umræður sem hafa verið um að hann geti ekki frontað vegna þess að hann sé fjölskyldumaður eru bara bull. Eru þetta ekki allt fjölskyldumenn nema Tommy Lee?

1:54 PM  
Anonymous Svenni said...

Nei nei Tommy lee er líka fjölskyldumaður bara einstæður faðir 1-2 í mánuði.....

3:03 PM  
Anonymous Anonymous said...

Heitir hann ekki bara This Van Leer, þá án Der...annars ertu alltaf jafn ljóóóóótur
:)

5:47 PM  
Anonymous þórey Inga said...

skemmt....og creepy
http://youtube.com/watch?v=PeoEINjv6mw

10:03 PM  
Anonymous þórey Inga said...

Lukas er hallllló!!!!
Hann lítur alltaf út eins og hann hafi verið að leika sér að klessulitum og það hafi allt farið í andlitið á honum en ekki á blaðið!!!

10:49 PM  
Anonymous Pétur Örn said...

Is it safe ?
Spurðu frændur þína að þessu.

1:02 PM  
Blogger Magnús said...

Spurðu frekar Larry.

8:07 AM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Larry Hagman?

8:38 AM  
Blogger Olga Bj� said...

Nei, hairy scary Larry.

4:21 PM  
Anonymous Pétur Örn said...

Er enginn að fatta hvað ég sagði og meina?
Mínus þú Ingvar.

5:36 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Þetta gæti verið tilvitnun í annaðhvort Snakes on a Plane eða Clerks teiknimyndaþátt. Ég persónulega giska á Snakes.

1:49 AM  

Post a Comment

<< Home