Thursday, August 17, 2006

FImmtudaxröflið

Jú, Magni er enn inni eftir að hafa lent í botn-3. Djös.

Hér sé getraun. Hér er lag eitt ásamt viðtali við bandið. Gamall smellur, býsna vinsælt og hefur haldið sér allþokkalega. Í bíómynd einni var lagið notað sem undirleikur meðan raðmorðingi gekk berserksgang með haglabyssu. Bíómyndin er merkileg fyrir það helst að þar lék aðalhlutverk í fyrsta sinn leikari sem er orðinn gríðarvinsæll, aðallega sem sjónvarpsþáttaleikari.

Hver er myndin og hver er leikarinn?

Annars er ég sjálfur, sem slíkur, að leika og syngja einn míns liðs á Dubliner í kvöld. Svo verðum við bræðurnir í Swiss að leika á hinum rómaða veitingastað Café Amsterdam á menningarnótt og fram á morgun. Þar getið þið fengið að sjá nýja trommusettið sem Guðbjartur trymbill ákvað að fjárfesta í. Gullfallegt Pearl Masters trommusett, blóðrautt að lit.

Bið að heilsa eftir Inga T.

7 Comments:

Anonymous Anonymous said...

This comment has been removed by a blog administrator.

11:31 AM  
Anonymous Jósi said...

Manhunter, William Petersen. Alveg magnað atriðið þar sem Tom Noonan stekkur í gegnum glugga við undirleik þessa lags. Michael Mann sem leikstýrði myndinni á líka aðra mynd í bíó núna, Miami Vice.

1:05 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Vissulega er það svo. Tom Noonan er flottur í þessari ræmu. Sá hann fyrst, svo ég muni til, í hlutverki sjálfs sín og axarmorðingja í Last Action Hero.
Þeir Petersen og Noonan léku aftur saman, því Noonan var ljóti kallinn í CSI-þætti. Gaman að því.

Enn eitt stig fyrir Hósei.

2:19 PM  
Anonymous Kiddi said...

ísí písí.. William Petersen í Manhunter.. en ég sé að einhver er búinn að svara þessu.

4:25 PM  
Blogger Óskar þór said...

Helvítis bísn væri ég til í ball og bjór með yður.

4:32 PM  
Anonymous Pétur Örn said...

Man eftir Tom Noonan í X-files þætti þar sem hann lék telpnaraðmorðingja. Mjög flottur leikari.

5:01 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Tom Noonan hlýtur að vera ósannfærandi sem telpa... forljótur og sköllóttur kall.

9:44 AM  

Post a Comment

<< Home