Tuesday, August 08, 2006

Hratt...

flýgur stund.

Hér er skýrsla helgarinnar:

Spilaði á Dubliner, sem nú er undir nýrri stjórn, á miðvikudaginn. Svo lagði familían af stað strax á fimmtudagsmorguninn norður til Akureyris. Reyundar seinna en upphaflega var planað, sökum þess að við sváfum yfir oss og svo var sprungið framdekk á Bláu þrumunni þegar við komum út. Létum bara gera við dekkið, náðum í Stóra-Svepp og svo flaug ég norður á mörghundruð kílómetra hraða.

Kíktum aðeins út á fimmtudagskvellanum, við hjónin. Fórum á tónleika með Hvanndalsbræðrum ásamt Hauki frænda og var gaman að hitta gömlu félagana fyrir norðan. Hvanndalsbræður eru skemmtileg tónleikasveit og áttu allnokkra svaðafyndna punkta.

Föstudagurinn fór í að éta ma og pa út á gaddinn og horfa á V for Vendetta. Ágætismynd, en á engan veginn skilið allt þetta svaðahæp og ofurumtal.

Á laugardaginn átti kerlingin ammæli og því var anað út. Fórum á ball með Júróbandinu, hvar söngkonurnar Friðrik Ómar og Regína Ósk fóru á kostum. Hreint og beint ógeðfellt hvað þetta fólk getur sungið fyrir allan peninginn. Hef oft heyrt í Regínu og vissi vel að hún er schnillingur, en aldrei heyrt Friðrik Ómar áður á balli. Ég er þess fullviss að hann skrópaði í söngtímann þegar fölsku nóturnar voru kenndar. Þrátt fyrir að prógramm sveitarinnar, sem samanstóð eingöngu af Jóróvisjónlögum, væri mér lítt að skapi, fannst mér sveitin skemmtileg á að hlýða. Gaman líka að vita af því að trymbill, gítarleikari og hljómborðsleikari voru allir lausamenn, því meðlimir bandsins voru eihversstaðar uppteknir við önnur verkefni.

Svo kíktum við á Sixtís á Vélsmiðjunni. Á leiðinni þangað hittum við Davíð afleysingadreng og Friðrik Rush-mann, vin hans. Svo rákumst við á Ingó mág og fimmmenntum á ballið. Stuð og fjör. Steig á stokk og tók eitthvað Krídenslag áður en við kerla löbbuðum heim í bólið.

Á sunnudaginn átti Viddi bróðir ammæli og var þá aftur komið tilefni til að lyfta sér á kreik. Svo skemmtilega vill til að hann á ammæli sama dag og Hiroshima-sprengingin og sýnir það að dagur þessi er svartur í mannkynssögunni.
Við Viddi skelltum okkur á dansleik með Skímó eftir partýstand og smmákíkk á Júróbandið. Drógum Óskar félaga með, en hann er eitthvað á þriðja metra á hæð. Á Skímóballinu komst ég á ölvunarstigið þer sem ég ríf gítar af einhverjum og gestaði því aðeins fyrir framan þúsund ballgesti. Það var gaman. Djöflaðist svo mikið á sviðinu að ég missti uppáhaldsvasahnífinn minn upp úr lokuðum vasa og hef ekki séð hann síðan. Vona að rótararnir hafi fundið hann.

Svo staðfesti ég það vísindalega að ég get ekki hlaupið frá miðbæ Akureyrar, upp Brekkugötugilið, Brekkugötuna sjálfa, framhjá sundlauginni og upp í Víðilund í einum rykk. Ekki fargings séns.

Mánudagur - pakka saman og fara heim snemma til að losna við timbraða pakkið á stóru jeppunum. Það heppnaðist og því er ég lifandi í dag.

Áfram Magni!

4 Comments:

Blogger Magnús said...

Johnny Dangerously.

8:59 PM  
Anonymous Svenni said...

Já ég held að þú ættir að taka við af Adda Fannari í hljómsveitinni Skítamól þú tókst þig mun betur út á sviði hoppandi og skoppandi takk fyrir síðast

10:02 PM  
Anonymous Jón Kjartan said...

og hver rekur Dubliner núna? Betra/verra heldurðu?

12:31 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Hanna, sem rekið hefur Celtic Cross, er tekin við stjórnartaumunum. Hef ekkert nema gott um hana að segja hingað til.

12:51 PM  

Post a Comment

<< Home